Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Qupperneq 63

Frjáls verslun - 01.03.1975, Qupperneq 63
„Þingmenn þarfnast jákvæðs skilnings" Ágrip af ræftu við setningu þings IMorðurlandaráðs Við setningu þings Norðurlandaráðs í Reykjavík hinn 15. febrúar sl. flutti Ragnhildur Helgadóttir, forseti ráðsins, ræðu, þar sem hún vék m. a. að stöðu stjórnmálamannanna á Norðurlöndum og afstöðu alniennings til þeirra. Auk þess fjallaði húni um störf Norðurlandaráðsins. Kafli úr þessari setningarræðu fer hér á eftir. ,,Að norrænu tali er þing- ræðið sú skipan lýðræðis- legra stjórnarhátta, sem best hentar. Hér á Norður- löndum er þörf á virku þingræði, svo að verið geti raunverulegt lýðræði. Þjóðþingin þarfnast að- stoðar sérfræðinga og em- bættismanna. En menn taka að efast um gengi lýðræðis- ins, þegar þeim verkefnum þjóðþinganna fjölgar, sem eru dregin eða látin í hend- ur manna, sem ekki eru kjörnir í almennum kosn- ingum. Og þetta getur átt við bæði frumkvæði og á- kvarðanir. Það varðar líka lýðræðið, ef þjóðiþingin verða háð einhvers konar aðgerðarhópum í þjóðfélag- inu. Á Norðurlöndum verður þess nú vart, að þýðing stjórnmálastarfseminnar fyrir lýðræðið nýtur ekki fullrar viðurkenningar. Til að íþjóðþingin séu virkar stofnanir, er nauðr synlegt, að almenningur hafi skilning á starfi hinna þjóðkjörnu stjórnmála manna í samfélaginu. Þingmenn þarfnast jákvæðs skilnings. Án þess skilnings geta stjórnmálamennirnir misst móðinn. Þá dregur úr góðum áhrifum þeirra. Jafn- framt getur orðið minna um, að kjósendur eigi margra góðra kosta völ. Um leið dregur úr gæðum stjórnmálastarfseminnar, þvi að störf á sviði stjórn- málanna verða ekki í sama mæli og áður eftirsóknar- verð í augum hæfra manna. í öllu þessu felst hætta fyr- ir lýðræðið á okkar tíð. • BÆTT STJORNMALA- STARF. Stjórnmálamennirnir sjálfir verða að grípa hér í taumana. Má ég varpa því fram til umhugsunar, hvort nú sé ekki tímabært, að þingmannasamkoma eins og Norðurlandaráð láti hefja könnun þessa málefnis í þeim tilgangi að bseta stjórnmálastarfið í þjóð- félaginu og þar með lýðræð- ið. Þetta leiðir hugann að meginreglu, sem nú er fjall- að um í Norðurlandaráði, — reglunni um stjórnsýslu fyr- ir opnum tjöldum. Hún á m. a. að stuðla að miðlun upplýsinga og að gagn- kvæmum skilningi. í Norð- urlandaráði sjálfu hefur mikið verið unnið að tillög- um um að allir, bæði innan ráðsins og utan, geti sem bezt fylgzt með því, sem hjá okkur fer fram. Stundum spyrja þeir um nytsemi hinna mörgu funda og háu skjalabunka, sem ekki þekkja Norðurlandaráð af langri og djúpstæðri reynslu. Á þingi okkar hér í Reykjavik munum við ræða leiðir til að greiða fyrir samskiptum milli deilda ráðsins. Það á að gera starfsemina einfaldari og bæta hana um leið. Um aðra málaflokka er það að segja, að vænta má mikilvægrar umræðu um menningarmál. Það fé, sem ráðið getur veitt til menn- ingarstarfsemi, mun aukast á næstunni í samræmi við samþykkt, sem gerð var á þingi okkar í Álaborg á sl. hausti. Menningarsamvinn- an á vegum Norðurlanda- ráðs hefur ómetanlegt gildi. Þetta á bæði við um sam- starf um vísindarannsóknir, sem fer vaxandi og er eftir- sóknarvert, og við almennt samstarf um menningarmál. Þetta er sú norræna sam- vinna, sem allir telja eðli- lega. Svo er raunar einnig um mannréttindamálin, t. d. jafnrétti karla og kvenna. Ráðstafanir á norrænum grundvelli á þessu sviði verða ræddar á þessu þingi. • MIKILVÆG MÁL. Þau málefni mætti nefna, sem NorðurlÖnd hafa ekki getað sameinöst um með auðveldum hætti. Hagsmun- irnir rekast á í sumum málaflokkum, og það er eðlilegt að sumu leyti. En einmitt þessa vegna verðum við að vinna að því að efla eininguna okkar á meðal. Stundum blæs ekki byr- lega fyrir norrænni sam- vinnu. En því meiri sem straumurinn er, þeim mun fastar þarf að standa í fæt- urna. Norðurlandaráð ætti að vera í traustri stöðu, því að það verður ekki auðveldlega upp rifið, sem nærist af aldagömlum rótum.“ FV 3 1975 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.