Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Qupperneq 65

Frjáls verslun - 01.03.1975, Qupperneq 65
í forsetastóli á þingi Norðurlandaráðs í Þjóðleikhúsinu. ur hafi náðst á þinginu og hver er hann þá? Ragnhildur: Þessi „góðra vina fundur“ bar vissulega góðan árangur, bæði pólitískan, mál- efnalegan og menningarlegan. Fyrir okkur er Norðurlanda- ráð mjög mikilvægur viðræðu- vettvangur. Ég veit ekki, hvort mönnum er ljóst, að Norður- landaráðsþing er eina fjölþjóða samkundan, sem allar ríkis- stjórnir Norðurlandanna í heild eiga sæti í auk 78 þingmanna frá þjóðþingum Norðurlanda. Mönnum hefur orðið tíðrætt um þinghald Norðurlandaráðs og látið í ljós efasemdir um gildi þéss. Tvímælalaust má segja, að starfsemi ráðsins hafi öll orðið virkari, þegar ráð- herranefndin var stofnuð fyrir nokkrum árum. Sú breyting er enn í mótun, en henni er fyrst og fremst ætlað að koma í veg fyrir að deildir hinna einstöku aðildarlanda fjarlægist hver aðra. Norðurlandaráðsþing bsinir tilmælum sínum til rík- isstjórna og þjóðþinganna um ýmis málefni. Eftir að ráðherra- nefndin var stofnuð hefur reynzt auðveldara að koma fram tilmælum ráðsins heldur en áður. Málin, sem til kasta Norður- landaráðs koma, hafa mjög mis- jafnlega mikla þýðingu fyrir almenning á Norðurlöndum. Hagsmunir Sama í Finnlandi eða samgöngur milli Vasa og Umeá eru mál, sem okkur á íslandi finnast kannski nokkuð langsótt. Það fyrra snertir þó menningarlega stöðu minni- hlutahóps í einu Norðurland- anna, sem áhugi er á að bæta. Hið síðara lýtur að samgöngum milli staða í tveimur Norður- landanna og svo er um lang- flest málin, að tvö lönd eiga hagsmuna að gæta, að minnsta kosti, í sambandi við framgang þeirra. Norðurlandaráð er ekki vettvangur fyrir þjóðþingmenn til að „slá sér upp“ á ódýran hátt með tillöguflutningi, sem ætlaður er fólkinu í þeirra eigin kjördæmi. Tillögur frá meðlim- um ráðsins eru lagðar fyrir nefndir áður en þær koma fram á þinginu, og margar koma aldrei fram, þar eð nefndirnar ákveða, að ráðið skuli ekki skipta sér af málinu. F.V.: — Er ekki nijög líklegt, að um þa'u bönd, er tengt hafa Norðurlöndin saman, Iosni, þeg- ar ljóst er að þau eiga ekki sam- leið í mikilvægum þáttum utan- ríkis- og efnahagsmála? Ragnhildur: Nei. Þessi stað- reynd gerir samstöðu Norður- landanna enn nauðsynlegri. Sú skcðun átti mjög miklu fylgi að fagna á Norðurlandaráðsþing- inu. Samstaða Norðurlanda er menningarlegt öryggismál. Það er engan veginn hægt að gera þær kröfur til Norður- landaráðs, að þar séu á einum fundi teknar mikilvægustu ákvarðanir í mjög viðkvæmum pólitískum málum, sem allar aðildarþjóðirnar varðar, og snerta beinlínis grundvall- aratriði pólitískrar stefnu- mótunar stjórnmálaflokkanna á Norðurlöndum. í þeim málum er ekki við því að búast, að sameiginleg niðurstaða náist á einu stuttu þingi. Það er ekki svo einfalt, að á Norðurlanda- ráðsþingi þurfi aðeins nokkrir að taka til máls, síðan sé lagt saman og dregið frá, og allir séu síðan sammála um niður- stöðu dæmisins. Umræðurnar er hins vegar mjög þýðingarmiklar upp á seinnitíma samstarf þjóðanna. Hafréttarmálin hafa Norður- löndin fjallað um á sameiginr legum vettvangi innan Samein- uðu þjóðanna, þó að endanleg stefnumótun þeirra sem heild- ar sé ekki fyrirlig'gjandi. Samt eru þessi skoðanaskipti afar þýðingarmikil. Hið sama er að segja um orkumálin, sem hafa verið tekin til umræðu hjá Norðurlandaráði. Þau eru einn mikilvægasti máiaflokkur þjóð- anna um þessar mundir. Leitað er framtíðarlausnar á orkumál- um Norðurlandanna en enginn sanngjam maður getur gert kröfu til þess, að svo stórt mál yrði til lykta leitt á einum fundi. FV 3 1975 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.