Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1975, Page 81

Frjáls verslun - 01.03.1975, Page 81
— Við getum því miður ekki fært yður meira að drekka. — Hvað á það að þýða? Ég er alveg ódrukkinn. Sjáið köttinn þarna í dyrunum. Hann er bara með tvö augu og það sýnir, að ég sé alls ekki tvöfalt. — Þessi köttur snýr aftur- endanum í yður enda er hann á leiðinni út, herra minn. — Sigríður Magnúsdóttir! Á ég að trúa því, að hádegis- maturinn sé ckki tilbúinn? — Jóhanna. Skrifið TRÚN- AÐARMÁL á þetta minnisblað. Ég ætla að sjá til þess að a.IIt fólkið í fyrirtækinu lesi það vandlega. — • — Hjúkrunarkonan við sjúkling- inn: — Auðvitað banna reglurn- ar, að þér kyssið mig. En eig- inlega má ég ekki vera hérna í rúminu 'hjá yður heldur. — Svo ætlum við að fá morgunverð tvisvar í viku. — • — Þekktur sálfræðingur hafði lokið fyrirlestri sínum og bauðst til að svara spurning- um frá áheyrendum. Lágvax- inn maður reis á fætur og sp'urði: — Sögðuð þér ekki, að góð- ir pókerspilarar pössuðu vel í mikilvæg stjórnunarstörf? — Hárrétt. Eruð þér kann- ski annarrar skoðunar? — Nei, alls ekki. Ég skil bara ekki, af hverju góð'ur pókerspilari myndi fara í mik- ilvægt stjórnarstarf. náttúra í barninu. Hún leit ekki lengur út eins og nein kynbomda, en nú hafði hún fengið sér kjól, sem hún virkaði grennri í. Það fannst henni alla vega, — Finnst þér hann ekki falla að eins og hanz<ki? spurði hún manninn sinn, glöð i bragði. — Jú, jú. Alveg eins og boxhanzki. FV 3 1975 81

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.