Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Side 15

Frjáls verslun - 01.10.1975, Side 15
Tollvörugeymslan á Akureyri Vöruverðmætið orðið um 110 millj. á þessu ári Árið 1970 tóku nokkrir heild- MiMggB < tJBÉNHU * salar og innflytjendur á Akur- eyri sig saman og komu á fót Almennu tollvörugeymslunni hf. í dag skipta um 30 aðilar við fyrirtækið, en hlutverk tollvörugeymslunnar er fyrst og fremst það, að gera mönnum mögulegt að geyma þar vörur, sem síðan er hægt að leysa út í smærri einingnm. Þetta hefur kosti í för með sér. Annars vegar geta innflytj- endur nú keypt meira magn í einu og oft náð með því móti hagstæðari kjörum og hins veg- ar er líka ekki óalgengt að hægt sé að fá erlenda aðila til að senda vörur til geymslunn- ar og fá þeir greiðslu fyrir hana um leið og varan er leyst þaðan út. Framkvæmdastjóri Tollvörugeymslunnar er Gunn- ar Kárason. FYRSTA UTAN REYKJA- VÍKUR í viðtali við Frjálsa verslun nýlega, sagði Gunnar að Toll- vörugeymslan á Akureyri hefði verið sú fyrsta sem var opnuð utan Reykjavíkur, en nú væri einnig búið að opna geymslu í Keflavík. 'Hluthafar á Akureyri eru um 100 talsins og hefur fyrirtækið yfir að ráða 1000 fermetra húsnæði, upphituðu, og 3000 fermetra útigeymslu og dugir það ekki lengur til. —- Okkur vantar tilfinnan- lega meira geymslupláss innan- húss, sagði Gunnar. — Við ráð- gerum að reyna að bæta úr þessum skorti næsta sumar og byggja léttbyggt óupphitað hús. Enn sem komið er höfum við að visu ekki þurft að neita neinum um geymslurými í Tollvörugeymslunni, en við gerum fastlega ráð fyrir aukn- um viðskiptum strax og nýja vöruhöfnin kemst í gagnið og viljum vera undir það búnir. Gunnar Kárason. VON Á AUKNUM FLUTN- INGUM TIL AKUREYRAR Gunnar sagði að hluthaf- arnir ættu sérstaklega von á því að vöruflutningar frá Ak- ureyri ykjust við tilkomu vöru- hafnarinnar þannig að heild- salar í bænum seldu meira frá sér bæði vestur og austur um land en þeir gera í dag. Aðspurður sagði Gunnar að vöruverðmæti, sem hefði kom- ið til Tollvörugeymslunnar á þessu ári væri orðið u. þ. b. 110 milljónir króna og væri það veruleg aukning frá því í fyrra. Að vísu væri hluti af þessari upphæð fólginn í þeirri verðhækkun, sem varð á árinu, en þó væri töluvert vegna magnaukningar líka. Til þessa hefur Tollvöru- geymslan aðeins verið opin eftir hádegi þrjá daga í viku, en verið er að athuga mögu- leika á því að hafa geymsluna opna daglega fyrir viðskipta- vinina á Akureyri. í stjórn Almennu tollvörugeymslunn- ar hf. eru Friðrik Þorvaldsson, formaður, Tómas Steingríms- son, Sigurður Jóhannesson, Oddur C. Thorarensen og Kristján Jónsson. í upphafi var Friðrik Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, en Gunnar Kárason núverandi framkvæmdastjóri tók við árið 1972. UNDRALAND JÓLANNA — kerti, jólaskraut. JÓLASTEMMNING kemur frá BREIÐHOLTI, SÍMI 35225. VIÐ MIKLATORG, SÍMI 22822. V V VIÐ KÓPAVOGSLÆK, SÍMI '42260. I FV 10 1975 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.