Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Qupperneq 67

Frjáls verslun - 01.04.1976, Qupperneq 67
Björn Steenstrup: IMýr flugvöllur við Gautaborg skapar ný tækifæri fyrir Flugleiðir Landvetter-flugvöllur verður opnaður í október 1977 og þar munu stórar flugvélar eins o DC-8 athafna sig Á næsta ári, nánar tiltekið kl. 6 að morgni þann 3. október, verður tekinn í notkun nýr flugvöllur við Landvetter fyrir utan Gautaborg, er taka mun við allri flugumferð í stað Torslandavallarins, sem nú er notaður. Þessi nýi flugvöllur mun hafa í för með sér algjöra byltingu í flugsamgöngum við Gautaborgarsvæðið, því að völlurinn verður átta sinnum stærri en Torslanda. Á hann að kosta 500 milljónir sænskra króna. Stærstu flugvélar, sem nú eru í notkun eiga að geta athafnað sig á Landvetter-flugvellin'um, en Torslanda hefur aðeins verið opinn meðalstórum þotum og þaðan af minni flugvélum. Að sögn Björns Steenstrup, forsitjóra Flugleiða í Svíþjóð, mun þessi flugvöllur skapa gjörsamlega breytt viðhorf, því að Gautaborgarbúar og flugfar- þegar úr nágrannahéruðunum í Svíþjóð, sem verða nú að fara til Osló eða Kaupmannahafnar til að fá flugfar til fjarlægari staða, munu geta stigið um borð í flugvélar á Landvetter og far- ið þaðan beint til Ameríku t.d. Þetta hefur það í för með sér að dómi Steenstrups að tíma- bært er fyrir Flugleiðir að gera ráð fyrir að hefja flug að nýju til Gautaborgar sumarið 1977, þannig að félagið sé tilbúið að hefja samkeppni við önnur fé- lög á Ameríkuleiðinni, þegar nýi flugvöllurinn verður opn- aður. Þegar Björn Steenstrup var að því spurður, hvort þarna væri um mikilvægan mankað að ræða og hversu mikla rækt önnur flugfélög myndu leggja við hann, svaraði hann því til, að farþegar frá Gautaborgar- svæðinu, sem nú yrðu að taka flugvélar í Kaupmannahöfn eða Osló vegna millilandaflugs, skiptu hundruðum þúsunda á ári hverju. Ef Flugleiðir gerðu þetta ekki, myndi félagið missa spón úr askinum við það, að farþegum frá öðrum endastöðv- um í Skandinaviu myndi fækka með tilkomu beinna ferða frá Gautaborg. BÝÐUR UPP Á NÝJA MÖGULEIKA Um raunveruleg áform ann- arra flugfélaga, sagði Steen- strup að lítið væri vitað enn- þá. Allir reyndu að halda þeim leyndum en ef dæma mætti af flatarmáli húsakynn- anna, sem sum félögin hafa lát- ið taka frá fyrir sig í nýju flug- stöðinni, væri hugsað stórt í ýmsum herbúðum. Björn Steenstrup lagði mikla áherzlu á möguleika í vöru- flutningum í lofti milli Gauta- borgar og staða í öðrum lönd- um. Vegna smæðar Torslanda- Björn Steenstrup var forstjóri Loftleiða í Gautaborg síðan 1953. Hann er nú forstjóri Flug- leiða í Svíþjóð og Finnlandi. FV 4 1976 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.