Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Page 39

Frjáls verslun - 01.09.1977, Page 39
SamlíAarmaðar Víglundur Þorsteinsson, forstjóri B.IVI. Vallá: „Samdráttur í byggingarfram- kvæmdum þegar orðinn og heldur áfram í vor og sumar” Innflutningur á erlendu sementi gæti orftift hagkvæmur — Afnema ætti reglur húsnæftismálastjórnar um stærftarmörk íbúfta — Eftir þenslutímabilið 1974 varð samdráttur á árinu 1975, sem nam um 20%. Síðan hefur fram- leiðsla steypustöðvanna hér á höfuðborgarsvæðinu haldizt nokkurn veginn í því marki, með 5% heildaraukingu á árunum 1975 til 1977. A þessum sama tíma hefur fjárskortur farið mjög vaxandi og greiðslugeta viðskiptavinanna minnkað með aukinni verðbólgu. Nú er fólk fyrir alvöru að kom- ast í greiðsluþrot og margir geta ekki staðið við skuldbindingar sínar. Þetta hefur haft sinn aðdrag- anda en nú eru tvímælalaust að skapast alvarleg vandræði. Samdráttur hefur þegar orðið í bygg- ingarstarfsemi hér á höfuðborgarsvæðinu og ég spái að hann muni aukast í vor og næsta sumar. Þetta sagði Víglundur Þor- steinsson, forstjóri Steypustöðv- ar B.M. Vallá, þegar Frjáls verzlun ræddi við hann nýverið um byggingariðnaðinn og starf- semi fyrirtæ'kis hans, en Steypustöð B.M. Vallá er ein af þremur slíkum, sem selja hús- byggjendum í Reykjavík og ná- grenni steypu til framkvæmda sinna. Víglundur: — Það ríkir hörð samkeppni milli þessara steypu- stöðva og nú toafa þær allar ó- nýtta afkastamöguleika. Þetta kemur fram í að menn fá út- töktir til ákveðins tíma og boð- ið er upp á lánsviðskipti í ríik- ara mæli en oft áður. Það verð- ur greinilega vart peningaleysis hjá byggingaraðilum og á þetta fyrst og fremst við um einstak- linga, sem eru að reisa íbúðar- húsnæði. F.V.: — Hvaða kjör eru það, sem cinstaklingum eru boðin? Víglundur: — Við lánum % steypuverðs þar til 1. hluti húsnæðismálastjórnarláns er afgreiddur. Steypa í einbýlis- Víglundur með hluta af steypubílakosti B.M. Vallá í baksýn. AIls eru bílarnir 15 og nýr steypubíll kostar nú 17 % milljón. hús í dag kostar á bilinu 1,7—2 milljónir, ef við miðum t.d. við einbýlisihús á einni og hálfri hæð í Breiðholtinu eins o>g ver- ið er að reisa um þessar mundir ir. Aðalviðskiptavinir okkar eru hins vegar verktakar og bygg- ingameistarar, sem standa í meiriháttar verkefnum fyrir aðra oftast opinbera aðila. Þeir hafa því margir þá sérstöðu að FV 9 1977 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.