Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Síða 62

Frjáls verslun - 01.09.1977, Síða 62
mikinn áhuga á útgáfunni, eins og reynst hefur verið fyrir þessu blaði“, sagði Jóhann Briem. Ritstjóri blaðsins er Pétur J. Eiríksson, sem áður starfaði hjá Morgunblaðinu, þar sem viðskiptaþættir hans vöktu verulega athygli. Megináhersla verður lögð á að hafa í blaðinu efni, sem ekki er að finna ann- ars staðar og gefa því blaðinu sérstöðu. Þar sem blað þetta á að þjóna framleiðsluiðnaði, þjónustuiðnaði og byggingar- iðnaði, er hér um að ræða lang stærsta athafnasvið í íslensku atvinnulífi. Áskrifendur að Iðnaðarblað- inu eru þegar orðnir liðlega sex þúsund og varð að endurprenta síðasta blað, vegna þeirrar aukningar sem varð á nýjum áskrifendum, meðal annars í tengslum við iðnsýninguna hér í Reykjavík. KVENNABLAÐ í UNDIR- BÚNINGI Nú er í undirbúningi að hef ja útgáfu á nýju blaði fyrir kven- þjóðina, sem ætlunin er að fjalli um tísku og önnur mál, sem konum standa nærri. Ætl- unin er að fyrsta blaðið komi út í byrjun desember á þessu ári. Ritstjóri þess verður Hild- ur Einarsdóttir. Frjáls verslun, Sjávarfréttir og Iðnaðarblaðið eiga það sam- eigimlegt að fjalla um ákveðið atvinnusvið. íþróttablaðið og nýja kvennablaðið eiga það hinsvegar sameiginlegt að þjóna miklu almennari áhuga- málum. 25 ÞÚSUND EINTÖK Á MÁNUÐI Fjögur blöð fyrirtækisins koma út í nálægt 25 þúsund eintökum, þá mánuði, sem þau koma öll út, en þau koma út mánaðarlega, nema Iðnaðar- blaðið, sem enn kemur út ann- an hvern mánuð. Ef reiknað er með sama lesendafjölda fyrir hvert rit, eins og gert er er- lendis, er um að ræða 3 til 5 lesendur fyrir hvert blað. Les- endur eru því 75þúsund til 125 þúsund. Þegar nýja kvenna- blaðið kemur á markaðinn er reiknað með að heildarupplag blaðanna verði 35 þúsund og lesendur þá 100 til 150 þúsund. Þetta þýðir að Frjálst framtak er orðið einn stærsti útgáfu- aðili hér á landi. Það sem hefur haft afgerandi áhrif á þróun þessarar útgáfu er tvímælalaust ný stefna í auglýsingamálum. Það hefur alltaf verið stefna að búa til góðar auglýsingar, en nú er miklu meira um það hugsað hvar þær eiga að birtast. At- hygli auglýsenda og auglýsinga- skrifstofa beinist miklu meira að því nú en áður að velja rétt- an auglýsingamiðil fyrir hverja auglýsingu. Þá hefur það ekki lítið að segja við hvaða aðstæð- ur maður les viðkomandi aug- lýsingu. VAXANDI ÞÝÐING SÉRRITA Erlendis hefur sú þróun ver- ið mjög sterk að fyrirtæki nýttu sérrit til auglýsinga. Al- mennu frétta- og myndatíma- ritin hafa ekki staðist sam- keppni við sjónvarpið og eru nú flest úr sögunni, en sérritum hefur vaxið fiskur um hrygg. Auglýsingar eru óaðskiljanleg- ur hluti efnis í góðu sérriti. Hér á landi hefur ekki orðið nein stökkbreyting, en að sögn Jó- hanns Briem hefur þróunin verið stöðug í þessa átt og und- antekningarlaust auglýsi þeir aftur í sérritunum, sem einu sinni hafi reynt það. „Auglýsendur átta sig sífellt betur á því að hver auglýsinga- miðill hefur sína eiginleika, nær til mismunandi hópa og mjög er misjafnt hversu lengi auglýsingin er við lýði. Það er mjög mismunandi hversu iengi prentað mál er geymt. Dagblöð- um er hent strax, en sérritin geymast og margir safna þeim. En það sem hefur úrslitaáhrif á auglýsingar í blöðum er það, að efnið sé í samræmi við óskir lesenda og þarfir, og að lögð sé í það vinna að efnið sé gott og aðgengilega frágengið. Þá er mjög áríðandi að hluti efnis sé ótímabundinn og verði ekki úreltur strax“, sagði Jóhann Briem. STOFMAIVIR, FÉLÖG VERZLUN ARRÁÐ ÍSLANDS er allsherjarfélagsskapur kaupsýslumanna og fyrir- tækja. Tilgangur þess er að vinna að sameiginlegum hagsmunum þeirra, að styðja að jafnvægi og vexti efnahagslífsins og efla frjálsa verzlun og frjálst framtak. Verzlunarráð íslands, Laufásvegi 36, Reykjavík. Sími 11555. Skrifstofan er að Hagamel 4, sími 26850. V erzlunarmannaf élag Reykjavík. KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Marargötu 2. Símar 19390-15841. FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA er hagsmunafélag stórkaupmanna innflytjenda og umboðssala. FÉLAG ÍSLENZKRA STÓRKAUPMANNA TJARNARCÖTU 14 -- REYKJAVÍK — SÍMI 10650. 02 FV 9 1977
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.