Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Page 71

Frjáls verslun - 01.09.1977, Page 71
þeirra reglum, getur maður átt sig. Þetta er hættuleg stefna, en stefna hinna blaðanna er ekki síður hættuleg. Þau hafa oft ekki tekið þá stefnu að líta á augiýsingastofur sem sam- starfsaðila, sem miðla tii þeirra efni. Þess í stað veita þau ýms- um viðskiptavinum sínum mjög háa afslætti sem eru mun hærri en þeir veita auglýsingastofum. Þetta verður oft til þess að fyr- irtæki dreifa auglýsingum sín- um sjálf, skipulagslítið eða skipulagslaust. Til eru dæmi um allt að 65 til 70 prósent af- slátt á sama tíma og auglýs- ingastofur fá kannske 45 pró- sent afsíátt, Það væri miklu skvnsamlegra fyrir blöðin að veita auglýsingastofum hæsta hugsanlegan afslátt, svo sem 15 prósent meira en öðrum við- skiptavinum. Þá hefðu auglýs- ingastofurnar miklu meiri á- huga á að veita til þeirra efni. Mér er beinlínis í nöp við blað, sem hringir til mín oft á ári, til að biðja um auglýsingar, en veitir mér svo 30 prósent minni afslátt en manni, sem rekur fyrirtæki við hliðina á mér. Ég á líka erfitt með að réttlæta þetta fyrir mínum viðskipta- vinum. Af þessu stafar það að nú ríkir kalt stríð á milli aug- lýsingastofanna og dagblað- anna. Ég tek ekki mikið mark á því, sem mér er sagt um upp- lag dagblaðanna. Ég tel það mikið framfaraspor að Verslun- arráð fslands skuli hafa tekið upp eintakatalningu fyrir Dag- blaðið og Morgunblaðið. Ég dreg þó í efa að nokkurn tíma náist full samstaða hjá dag- blöðunum um upplagskönnun. FRÁHVARF FRÁ SJÓNVARPI Sjónvarpið er geysilega sterk- ur fjölmiðill hér á landi. Stöð er aðeins ein og fólk verður að horfa á hana, ef það á annað borð hefur sjónvarp .Ekki er þó hægt að segja að neinar raunverulegar rannsóknir hafi farið fram á því, hversu mikið er horft á sjónvarp. Þetta virð- ist vera feimnismál, eins og margt annað, svo sem upplags- kannanir. En þó að sjónvarpið FV 9 1977 71

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.