Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.09.1977, Blaðsíða 73
sé sterkt, tel ég nauðsynlegt að fylgja sjónvarpsherferð eftir með blaðaauglýsingum. Það er sjáanlegt að um er að ræða meiri háttar fráhvarf frá sjónvarpinu. Maður sér það best á því að aðsókn að kvik- myndahúsum fer ört vaxandi. Það er fyrst og fremst yngra fólk, sem sækir þau, en það breytir ekki því að eldra fólk er líka að hætta að horfa á sjónvarp. Það er ekki að undra, þegar litið er á hversu forkast- anleg dagskrá sjónvarpsins er. Þrátt fyrir það hversu sjón- varpið er lélegt, er það samt sterkasti auglýsingamiðill, sem við höfum. Það er meðal ann- ars vegna þess að fólk horfir á fréttir í sjónvarpi og sterkasti auglýsingatíminn er á eftir fréttum. Sama máli gegnir um útvarpið, að auglýsingatímar sem eru næstir fréttum eru mjög sterkir, fyrir það sem þeir henta. Gallinn við auglýs- ingar í útvarpi og sjónvarpi er sá, hversu miklar takmarkanir eru settar á hvað má segja, sérstaklega í. útvarpi. Ef út- varpið leyfði að menn legðu til sinn eigin segulbandsspotta með auglýsingu, sem þeir sjálf- ir búa til, myndi það efla hag sinn gifurlega. TEIKNIVINNA UM OF í FYRIRRÚMI Grafik og texti verða alltaf að vinna saman og ég held að ekki hafi verið kennt nóg af því, t.d. í Myndlistarskólanum. Það á ekki að geta komið fyrir að auglýsing fari út af auglýs- ingastofu á slæmu máli og því síður með málvillum, en þetta kemur því miður allt of oft fyrir. Þetta stafar af því að fóiki hefur ekki verið kennt að nota málið. Það er grundvall- armisskilningui', sem er mjög algengur, t.d. þegar fólk er að sækja um vinnu, að þessi vinna byggist svo til eingöngu á grafik. Á mörgum auglýsinga- stofum eða teiknistofum, eins og þær eru oft kallaðar, situr leiknivinna í algeru fyrirrúmi. í rauninni þarf þetta alveg að snúast við. Efni auglýsingarinn- ar, það sem á að segja fólki. þarf að koma fyrst og síðan eiga teikningar og ljósmyndir að styðja við efnið. Það gengur erfiðlega að fá fólk til starfa í auglýsingum. Myndlistarskólinn hefur aug- lýsingadeild, en skammarlega illa hefur verið búið að henni. Það er mjög lítið um nemend- ur í auglýsingadeild skólans. Þetta er býsna einkennilegt, því að alls staðar í heiminum er þett mjög eftirsótt starf. Trú- lega hefur fólk verið hrakið frá skólanum, vegna þess hvernig, að auglýsingadeildinni er búið. Vinna við auglýsingar er vel launað og lifandi slarf. Það er ekki ein einasta manneskja, sem hefur kunnáttu á þessu sviði, sem ekki er i starfi og samt stórvantar bæði auglýs- ingateiknara og annað fólk, sem hefur þekkingu á auglýsingum. STJÓRNUNARNÁMSKEIÐ Við höfum gert tilraun með það í einu fyrirtæki að halda námskeið fyrir starfsfólkið, sem beinast að hluta að al- mennri stjórnun, en þó fyrst og fremst að almennum tengslum innbyrðis í fyrirtækinu, sem er mjög mikilvægt, til að auglýs- ingar nýtist, sérstaklega þar sem mikil deildaskipting er. Þessi tilraun gaf mjög góða raun. Oft vill brenna við að menn sem reka deildir í stóru fyrirtæki, reki þær sem sjálf- stæðar einingar, en ekki sem hluta af stærri heild. Þetta á við á öllum sviðum rekstursins, og þar á meðal auglýsingar. Sér- staklega skortir oft á sam- ræmda stefnu í því, hvar aug- lýsingar eru birtar, sem verður oft til að skapa aukakostnað. Algengt er að viðbrögð starfs- manna í fyrirtækjum séu ekki nógu góð, þegar viðskiptavinir leita til þeirra, sem svari við auglýsingu. Oft veit afgreiðslu- fólk ekki nóg um fyrirtækið og þjónustu þess, þar sem það er of bundið ákveðnum deildum. Þá er framkomu starfsfólks við viðskiptavini oft ábótavant. Þessi námskeið eru mjög al- menn og auglýsingaþátturinn ekki nema einn af mörgum þáttum. Við byrjum á að kynna námskeiðið og síðan höfum við svokallaðan ísbrjót, sem er kynning hvers manns á sínu starfssviði. Það er ótrúlegt hvað menn geta vitað lítið hver um annan og hvers annars starf, þó að þeir hafi unnið saman í tuttugu ár, hver í sinni deild. Því næst höfum við spurninga- lista, sem er mótaður að ame- riskri fyrirmynd, sem kennir fólki að þekkja sjálft sig. Fólki virðist þetta kjánalegt í bvrjun, en það er athyglisvert að sjá niðurstöðurnar. Hægt er að sjá hvort menn eru fáskiptir eða leitast við að hafa sig í frammi og koma sér sjálfum á fram- færi. Við höfðum erindi um hegðun stjórnenda við undir- menn og hvernig þeir eiga að umgangast hver annan. Þá tökum við fyrir sérstök vandamál innan fyrirtækisins. Til dæmis var það einskonar orðtak að segja „bölvuð tölv- an“. Þessi afstaða var tekin til sérstakrar athugunar og reynt að grafast fyrir um hvað olli henni í mismunandi deildum fyrirtækisins. S AMSTARFI ÁBÓTAVANT Það kom afar skýrt fram, að loknu tveggja daga námskeiði, að samstarfi hinna ýmsu deilda fyrirtækisins hafði verið mjög ábótavant og menn virtust gera sér grein fyrir að þetta þyrfti að lagfæra. Þetta tengist aug- lýsingum þannig, að árangur af þeim þarf að vera sem mestur, en ég gat ekki sætt mig við þau viðbrögð, sem viðskiptavin- ir urðu fyrir. Mér virtist starfs- fólkið ekki nógu opið og vin- samlegt, til að halda í við- skiptavini’nn og helst fá hann til sín. Móttaka innan fyrirtæk- isins hefur bein áhrif á hvern- ig það fé nýtist, sem eytt er í auglýsingar. Það er sérstaklega mikilvægt að menn í mismun- andi deildum geti unnið saman að sameiginlegum markmiðum fyrirtækisins, sem heildar, en ekki hverrar deildar fyrir sig. FV 9 1977 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.