Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1977, Side 76

Frjáls verslun - 01.09.1977, Side 76
------------------------------ AUGLYSING HILDA HF.: Flytur út íslenskar ullarvörur fyrir 500 milljónir króna í ár Hilda hf., Suðurlandsbraut (i flytur út íslenskar ullarvörur fyrir rúmlega 500 milljónir króna á þcssu ári. Stærsti hluti framleiðslunnar fer á Banda- ríkjamarkað, eða 65—70%, en cinnig eru fluttar út vörur til Kanada, Þýskalands, Danmerk- ur, Hollands, Belgíu cg Ástral- íu svo eitthvað sé nefnt. 16 fyrirtæki um allt land framleiða vörur fyrir Hildu hf., auk hundruð prjónakvenna. Hönnun á flíkunum er í hönd- um Hildu hf., en gæðaeftirlit með framleiðslunni er mjög strangt. Hilda hf. hefur sérstak- an mann, Bjarna Ámason, klæðskera, sem annast þetta gæðaeftirlit, og veitir fram- leiðsluaðilum leiðbeiningar í því sambandi. Vörurnar eru eingöngu fram- leiddar til útflutnings, en ekki seldar hér innanlands. Á hverju ári heldur Hilda hf. fundi með umboðsmönnum og fulltrúum verslana, sem selja íslensku ullarvörurnar, þar sem farið er yfir framleiðslu síðasta árs, rætt hvaða breytingar þurfi að gera og hvað framleiða ætti næsta ár, svo eitthvað sé nefnt. Framleiddar eru fjölmargar tegundir af jökkum og kápum, m.a. eru framleiddar 7 tegund- ir af prjónuðum kvenjökkum, 5 tegundir af ofnum jökkum, 3 tegundir af prjónuðum kápum, 2 tegundir af ofnum kápum, 1 gerð af slá og 1 tegund af pon- cho, auk 7 gerða af prjónuðum peysum og fjölmörgum gerðum af húfum, vettlingum, treflum og sokkum. Framleiddar eru 5 gerðir af prjónuðum karlmannapeysum, 1 tegund af fóðruðum prjóna- jökkum og 1 tegund af ofnum karlmannajökkum. Fyrirhugað er að leggja meiri áherslu á karlmannaflikurnar, en þær hafa átt miklum vinsældum að fagna. Það er Max hf., sem framleið- ir ofnu jakkana og hefur fatn- aðurinn fengið mikið lof erlend- is fyrir hversu vandaður hann er. Hilda hf. hefur lagt mjög mikla áherslu á að bjóða vör- ur í hæsta gæðaflokki. Á iðn- sýningunni í LaugardalshöJl- inni vöktu vörurnar mikla at- hygli fyrir gæði og útlit m.a. og var mikið spurst fyrir um þær. Forráðamenn fyrirtækis- ins þeir Tómas Holton og Þrá- inn Þorvaldsson hafa þó í hyggju fyrst um sinn að láta framleiða íslenskar ullarvörur eingöngu fyrir utanlandsmark- að, þar sem eftirspurn er svo mikil að ekki er unnt að sinna innanlandsmarkaði einnig. Markaðsþáttur FRJÁLSRAR VERSLUNAR kynnir vörur og vörumerki. Birtir ítarlegar, áreiðanlegar og tæknilegar upplýsingar, scm gefa kaupend.um meiri valkosti. Markaðsþáttur FRJÁLSRAR VERSLUNAR — ný aðferð, sem skilar árangri. FRJÁLS VERZLUN — kynningardeild — Ármúla 18. 70 FV 9 1977

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.