Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 13
að draga úr eða eyða sam- keppni. 3) Yfirvöldum er ætlað að örva samkeppni rpeð ýmsum ráð- um. 4) Samruni fyrirtækja, sem getur takmarkað samkeppni er háður samþykki yfir- valda, sem mega banna samruna, sem skapar hinu nýja fyrirtæki óæskilega samkeppnisaðstöðu. Þótt ætla mætti, að hægt væri að koma þessum fjórum atriðum fyrir í styttra máli, á lengd frumvarpsins sínar skýr- ingar. Sú hefð hefur skapast í islenzkri lagasetningu, að lög séu oft almennt orðuð, en séu nánar útfærð í reglugerð, sem ráðherra setur. Hér er farið öf- ugt að. Allar skilgreiningar á hugtökum, málsmeðferð og á- byrgð og skyldum fyrirtækja jafnt sem yfirvalda er að finna í lögunum sjálfum. Frumvarpið ætlar því Alþingi að ákveða bæði stefnu og framkvæmd þessara mála fyrirtækjum og framkvæmdavaldi til eftir- breytni. SAMKEPPNISHÖMLUR í fyrstu grein frumvarpsins eru samningar og ákvarðanir fyrirtækja í þeim tilgangi að takmarka eða útiloka sam- keppni bannaðir. Þær aðferðir, sem fyrirtæki gætu notað til að takmarka samkeppni eru margvislegar. í þremur köflum eru slíkar aðferðir tilgreindar og bannaðar. Af slíkum sam- keppnishömlum má nefna á- kvörðun endursöluverðs á næsta sölustigi, ýmsa misnotk- un markaðsaðstöðu, þvinganir alls konar, söluneitun, verðmis- munun og sölu undir kostnað- aðarverði til að knésetja keppi- naut Þótt undarlegt megi virðast eru flestar aðgerðir fyrirtækja til þess að hamla gegn sam- keppni löglegar hérlendis. Sums staðar erlendis hafa stjórnvöld hins vegar 100 ára reynslu í framkvæmd löggjafar til að sporna við samkeppnishömlum og örva samkeppni. Vegna mark- aðsaðstæðna, mikillar eftir- spurnar, lítils áhuga á verði meðal kaupenda, og örrar verð- bólgu, hefur verðsamkeppni ekki verið mjög virk hérlendis, nema í vissum greinum. Þó hafa flestar þær tilraunir til takmörkunar á samkeppni, sem frumvarpið tiltekur, gert vart við sig hérlendis. VERÐMYNDUN Öllum fyrirtækjum er ætlað að ákveða verð á vörum sínum og þjónustu án íhlutunar opin- berra aðila eða afskipta ann- arra fyrirtækja. Frá þessari meginreglu eru þó gerðar tvær mikilvægar undantekningar: 1) Framleiðsluráð landbúnað- arins getur áfram ákveðið heildsöluverð landbúnaðar- vara og afurðaverð til bænda, og 2) Verðlagsráð sjávarútvegsins getur ákveðið fiskverð með sama hætti og nú er. Þrátt fyrir að frjáls verð- myndun sé meginregla laganna þurfa þau fyrirtæki sem búa við óhjákvæmilega einokun á markaði að fá samþykki fyrir verðbreytingum. Þau fyrirtæki sem ráða markaði sínum að verulegu leyti þurfa hins veg- ar að tilkynna yfirvöldum um allar verðbreytingar. Líki yfir- völdum ekki verðákvarðanir, mega þau mótmæla verðbreyt- ingum, sem þessi fyrirtæki þurfa þá að endurskoða. í frumvarpinu er viðskipta- ráðherra einnig veitt heimild til algerrar verðstöðvunar í einn mánuð í senn, sem getur lengst orðið í þrjá mánuði. Sé henni beitt, má hvorki hækka verð á vöru og þjónustu né laun eða leigu fyrir afnot fasteigna og lausafjár. Vegna þess hve slík verðstöðvun er harkaleg aðgerð, ef henni er beitt lengi á þenslu- tímum, er sennilegt að þessu ákvæði verði sjaldan beitt og einungis tímabundið á meðan raunhæfari aðgerðir eru undir- búnar. Að slíkri verðstöðvun sé beitt samfellt í mörg ár, er ó- hugsandi, enda er hér um að að ræða reglu, sem nær til allra án miskunnar. YFIRVÖLD Fjórum aðilum er ætlað að annast eftirlit og framkvæmd laganna. Framkvæmd laganna heyrir undir viðskiptaráðherra. Hann skipar í Einokunarnefnd og Markaðsstofnunin heyrir undir hann. Markaðsstofnun er ætlað að koma í stað skrifstofu verðlagsstjóra og annast eftir- lit og framkvæmd laganna. Stofnuninni er ætlað að fylgj- ast með samkeppnishömlum í atvinnulífinu og grípa inn í slíkar samkeppnistakmarkanir. Henni er einnig ætlað að örva samkeppni með beinum aðgerð- um og fjalla um samruna fyrir- tækja. Einokunarnefnd er hins veg- ar nefnd þriggja aðila, sem er ætlað að ákvarða söluverð ein- okunarfyrirtækja og fjalla um umdeildar verðbreytingar markaðsráðandi fyrirtækja. Að þessu leyti kemur Einokunar- nefnd í stað núverandi verð- lagsnefndar, en starfssvið henn- ar er mun þrengra og bundn- ara og ákveðnar kröfur eru gerðar til þekkingar aðila í nefndinni. Til þess að rannsaka og dæma í málum vegna brota á lögunum er ráðgert að stofnsetja sér- stakan dómstól, Markaðsdóm- stól, sem skal skipaður þremur mönnum. Formann dómsins skipar dómsmálaráðherra, en meðdómendur velur formaður dómsins úr hópi skipaðra sjó- og verzlunardómsmanna í hverri þinghá. Um meðferð mála og dómsrannsókn eru settar á- kveðnar reglur og er dómnum ekki síður ætlað að veita yfir- völdum aðhald í framkvæmd laganna en fyrirtækjum. GILDISTAKA Lögunum er ætlað að taka gildi 15. apríl 1978. Það virðist skammur tími til undirbúnings, en fyrirtækin ættu þó ekki að eiga erfiðara með að aðlagast frjálsri verðmyndun og virkari samkeppni en þau áttu með að aðlagast verðmyndunarhöftum og takmarkaðri samkeppni fyrir 40 árum síðan. FV 1 1978 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.