Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 69
Kjarvalsstaftir Övenjuleg sögusyning, Kjarvals- syning og Erró meðal viðburða Fjölbreyttar málverkasýningar, fyrirlestrar og margt fleira á dötrinni Á Kjarvalsstöðum verður að vanda mikið um sýningar yfir vcfrarmánuðina og fram á vor, en það sem fram fer í húsinu á þessu tímabili er að þesu sinni fjallað um hér. Fyrstu sýningarnar, sem vcrða í febrúar að Kjarvals- stöðum eru málverkasýningar þeirra Ómars Skúlasonar og Guðbergs Auðunssonar, sem hafa til umráða sitt hvorn helminginn af vestursalnum. Síðari hluta janúar var opnuð sýning í austursalnum á verk- um Jóhannesar Kjarvals og hafa sum verkanna á sýning- - iunni eki verið sýnd áður. Sýn- ingin stcndur fram að Lista- hát'íð, sem hefst í byrjun júní. Seinni hluta febrúarmánaðar verður haldin mikil ljósmynda- sýning, Ljós ’78, en sams konar sýning var einmitt í fyrra, að sögn Aðalsteins Ingólfssonar, listfræðings, sem Frjáls verzl- un fékk þessar uplýsingar hjá. ÓVENJULEG SÖGUSÝNING í mars verður haldin óvenju- leg sögusýning í vestursal Kjarvalsstaða, en það er styrkt- arfélag vangefinna, sem heldur þá sýningu. Á sýningunni verða ljósmyndir og margar aðrar heimilidir, sem skýra eiga sögu félagsins, auk þess sem til sýn- is verða ýmsir munir, sem van- gefnir hafa gert. Fyrri hluta aprílmánaðar heldur Kjartan Guðjónsson, málari sýningu á verkum sín- um. Hann er þekktur málari, einn af septem mönnunum. Eft- ir sýningu hans tekur við mál- verkasýning Vilhjálms Bergs- sonar. FYRIRLESTRAR OG MINNI SÝNINGAR JAFNHLIÐA MÁLVERKASÝNINGUNUM Listráð skipuleggur allar sýn- ingar, sem fram fara í húsinu að sögn Aðalsteins og er áætlað að vera með sýningar í sýning- arglerskápum, sem eru í hús- inu, sýningu á handunnum bók- um frá dönsku fyrirtæki, og ennfremur verður yfirlitssýn- ing á smáhlutum, sem Magnús Tcmasson SÚMari hefur gert. Þegar vorið heldur innreið sína verður Ragnar Páll með málverkasýningu, það er í byrj- un maí, og síðari hluta maí skipta vestursalnum á milli sín annars vegar Sigurður Örlygs- son og Örn Þorsteinsson og hins vegar Hörður Karlsson, sem búsettur er í Bandaríkjun- um, og halda þeir þar málverka- sýningar. Fyrirhugað er að halda nok'kra fyrirlestra að Kjarvals- stöðum m.a. um sögu ljósmynd- unar, sem Guðmundur Ingólfs- son annast. Ennfremur heldur Gestur Ólafsson, arkitekt fyrir- lestur um sögu byggingalistar á 20 öld og Aðalsteinn Ingólfsson heldur í mars fyrirlestur um höggmyndalist á 20 öld. ERRO Á KJARVALSSTÖÐUM Á LISTAHÁTÍÐ Upp úr 20. maí hefst undir- búningur fyrir listahátíð og verður húsið til nota fyrir lista- hátíð fram í júnílok, en hinn þekkti listamaður Erro, Guð- mundur Guðmundsson mun halda þar sýningu á verkum sínum. Loks er ógetið einnar sýn- ingar sem haldin verður i sam- ráði við Menningarstofnun Bandarikjanna. Er þetta sýning bandarískrar stúlku á stoppuð- um teppurn, samansettum úr bútum. — Slík teppagerð er mjög þekkt í Bandaríkj- unum, sagði Aðalsteinn, og verður stúlkan með sýningu á um 30 teppum, en jafnframt verður hún með kennslu í þess- ari list. Sýningin verður í mars á göngum Kjarvalsstaða. FV 1 1978 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.