Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 20
Athugun vestan hafs:
Húmorleysi í bandarísku
viðskiptalífi
Stjórnunarnámskeiðum m.a. kennt um
„Viðskiptalífið er að verða leiðinlegt“, segir bandaríski stjórnunarráðgjafinn Richard J. Cronin. „Nú
er tekið grafalvarlega hlutum sem áður var brosað að“. Gainansemi, skrítlur og skemmtilegheit
flokkast nú sem ónauðsynleg tímaeyðsla — tafir í bandarísku viðskiptalífi, allt er orðið svo andskoti
alvarlegt.
Þótt ótrúlegt kunni að virðast, jafnvel á
þessum síðustu og verstu tímum kannana
og skýrsluiöju, þá hefur fariö fram sérstök
könnun á kímni í bandarísku viðskiptalífi
og er skemmst frá því að segja aö niöurstöð-
urnar eru hundleiðinlegar.
„MÓRALLINN ' KANNAÐUR
Að þessari könnun vann fyrirtæki
Richards J. Cronin, Hodge & Cronin Ass.
Meö í spilinu voru 90 forstjórar bandarískra
stórfyrirtækja, 5 skólastjórar verzlunarskóla
og 7 grínleikarar. Eftir að hafa kynnt sér
,,móralinn“ á ótal vinnustöðum og spurt
þátttakendur spjörunum úr, varð niðurstaö-
an á þá leið að „húmorinn“ væri á hröðu
undanhaldi vegna sóknarþunga krafna um
aukna hagkvæmni, sem ætla nú flesta for-
stjóra lifandi að drepa.
STJÓRNUNARNÁMSKEIÐUM KENNT UM
Önnur orsök almennra leiðinda í við-
skiptalífinu hjá „könum“ eru alls kyns
stjórnunarnámskeið, sem tíðkast hafa um
árabil. Skýrsluhöfundar segja að flest þau
stjórnunarnámskeið, sem fyrirtækin pína
starfsfólk sitt með, séu þannig hugsuð að
afleiðingar þeirra hljóti að verða aukin leið-
indi. Þungamiðjan í boðskap slíkra nám-
skeiða sé að útiloka markvisst öll aukaatriði
í því skyni að auka afköst starfsfólksins, og
allt sem ekki verður samstundis flokkað
undir markvissa stjórnun, eða markviss
vinnubrögð, í þágu aukinnar hagkvæmni, sé
tímasóun — og skuli leggjast af.
SKORTIR FLEST NEMA FÉ
Niðurstöðurnar eru í stuttu máli þær, að
viðskiptalífið sé orðið leiðinlegt vegna hag-
ræðingar og stjórnunarnámskeiða og á-
framhaldandi þróun stefni markvisst að þvi
að ameríska „businessmenn“ muni að end-
ingu skort flest nema fé.
Sprelligosar og grínistar eru sjaldséóir í for-
stjórastólunum nú orðið.
20
FV 1 1978