Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 50
ísaf jörftur
„Samgöngumálin eru í ólestri”
— segir Bolli Kjartansson, bæjarstjóri
Hér hefur verið skortur á íbúðium öll síðustu ár og þótt hér sé mikið byggt þá virðist ekki sjást
högg á vatni. Ásitæðan er m.a. sú að uppbygging atvinnurekstrar hefur verið gífurlega hröð og því
skortur á vinnuafli og svo hitt, að eðlileg endurnýjun á íbúðarhúsnæði átti sér ekki stað í áraraðir
á þeim árum sem allt stóð í stað hér. Af þessu leiðir að húsnæðisþörfin er meiri en tekist hefur að
fullnægja.
Bolli Kjartansson, bæjarstjóri á ísafirði.
Þá má einnig minnast á að
lóðaskortur var hér um tíma,
eða þar til Eyrarhreppur sam-
einaðist Isafjarðarkaupstað, þá
áskotnaðist okkur mjög gott
byggingasvæði hér í fjarðar-
botninum. Þar hefur verið út-
hlutað lóðum undir talsverðan
fjölda einbýlis- og raðhúsa, en
fjarðarsvæðið gerir okkur kleift
að tvöfalda íbúafjölda ísafjarð-
ar á næstu áratugum.
Nefna mætti i þessu sam-
bandi að hér á Isafirði eru skól-
ar með u.þ.b. 1000 nemendur
og hluti þeirra er aðkomufólk
sem þarf á húsnæði að halda,
sagði Bolli Kjartansson, bæjar-
stjóri í samtali við Frjálsa
verzlun.
F.V.: — Hvað hefur verið
byggt mikið á síðasta ári?
— Við úthlutuðum lóðum fyr-
ir 70 búðir í fyrra og munum
úthluta lóðum fyrir 50 íbúðir
í ár. Það hafa verið byggðar
frá 40—70 íbúðir á ári síðustu
árin. Til samanburðar þá voru
byggðar hér 10 íbúðir að jafnaði
á ári á tímabilinu frá 1950 —
1960. í nýja skipulaginu fyrir
ísafjörð er gert ráð fyrir 600
til 700 manna íbúðahverfi í svo-
kölluðu Holtahverfi og að sú
uppbygging tæki um 8 ár, en
nú í janúar erum við að út-
hluta síðustu lóðunum í þessu
hverfi, þannig að það hefur
tekið helmingi styttri tíma að
byggja upp hverfið en upphaf-
lega var gert ráð fyrir. Staðan
er þannig nú að þótt við hefð-
um 50 leiguíbúðir til reiðu hér
á ísafirði þá gengju þær út á
einni viku. Hér hafa ekki feng-
ist byggðar nema 12 íbúðir af
þeim 1000 sem byggja átti sam-
kvæmt lögunum um leiguíbúðir
á vegum sveitarfélaga. Við átt-
um að fá 64 íbúðir samkvæmt
50
FV 1 1978