Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 45
árið 1970. Um það leyti, eða nokkru seinna, stofnuðum við heimilistækjadeildina. Það var eftir að við fengum umboð fyr- ir Hoover-heimilistæki. Húsið á Laugaveginum hefur verið selt og við leigjum þar aðeins að- stöðu fyrir hljómplötuverzlun og sömuleiðis erum við með verzlun í Vesturveri. Fyrir tæpu ári fengum við lóð uppi í Borgarmýri, sem er tæpur hektari að stærð. Hönn- un hússins, sem þar á að reisa, er langt komin og ætlunin er að byrja að byggja vorið 1979. Húsið verður byggt í áföngum þannig að véladeildin flytzt þangað fyrst en annars gerum við ráð fyrir að þriðjungur af nýja húsinu verði þá tekinn i notkun. Þar með skapast rými hér á Suðurlandsbrautinni sem leiðir til þess að heimilistæki eins og þvottavélar, ryksugur og ísskápar verða í sérstakri deild og elektróníkin eins og hljómflutningstæki, verður líka sérdeild. Gólfflötur í þessu núverandi húsnæði er um 3500 fermetrar á þremur hæðum og með bak- húsi en fyrsti áfanginn í Borg- armýri verður 1600—2000 fer- metrar. Við gerum í áætlunum ráð fyrir að höfuðstöðvar fyrir- tækisins verði áfram hér, það er að segja skrifstofustarfsem- in, og við eigum reyndar bygg- ingarrétt fyrir þrjár hæðir ofan á þetta hús, og það húsnæði verður ekki notað fyrir annað en skrifstofur. Uppbyggingin í Borgarmýr- inni er meðal annars áformuð með það fyrir augum að hefja iðnrekstur. Við höfum verið að athuga ýmsar leiðir í þeim efn- um, sem ekki er tímabært að fjölyrða um á þessu stigi máls- ins. Fyrir nokkru fékk Fálkinn einnig úthlutað lóð fyrir verzl- unarhúsnæði í Mjóddinni í Breiðholti. F.V.: — Hvemig er starfsemi fyrirtækisins skipt milli deilda? Ólafur: — Núna starfar fyr- irtækið í fjórum deildum og starfsmenn eru alls 45. Elzt er xæiðhjóladeildin, en síðan koma plötudeild, véladeild og heim- ilistækjadeild. Véladeildin hefur verið stærst veltulega séð af deildum fyrirtækisins en síðustu tvö- þrjú árin hefur veltan verið mjög svipuð hjá henni og hljómplötudeildinni. Heimilis- tækjadeildin, sem var stofnuð 1971, hefur vaxið mjög hratt, þannig að hún slagar hátt í í'eiðhjóladeildina í veltu. Þess- ar tvær síðastnefndu eru tölu- vert fyrir neðan hinar fyrri hvað veltuna snertir. Reiðhjóla- deildin var stærst fram undir 1960 en þá fór véladeildin fram úr. í fyrra var veltan 'hjá fyrir- tækinu tæpar 1200 milljónir nettó, án söluskatts. Og hlut- fallið milli deilda er þannig að Ólafur: — Það má segja að þetta skiptist nokkurn veginn til helminga. Skipting innan hverrar deildar er þó öðruvísi og þannig eru % af allri sölu hljómplötudeildar heildsala en í 'hinum deildunum er smásal- an meiri. F.V.: — Hver eru helztu um- boð scm Fálkinn hefur fyrir er- lenda framleiðenidur? Ólafur: — Ef við byrjum á hljómplötudeildinni þá er stærsta umboðið, sem við höf- um á því sviði fyrir EMI. Það er samsteypa margra fyrir- tækja m.a. His Master‘s Voice. Á hljómplötusviðinu höfum við líka sambönd við CBS, RCA og Decca. Hjá Fálkanum starfa alls uni 45 manns. heimilistækjadeildin var með um 18%, reiðhjóladeildin 22%, véladeildin 26% og hljómplötu- deildin 34%. Hvað stjórnun þessara deilda viðkemur þá er hún mjög sam- tvinnuð. Þær eru engan veginn reknar sem sjálfstæð fyrirtæki út af fyrir sig. Yfirstjórn er að flestu leyti sameiginleg og fjármál sömuleiðis. Innkaup og sölustarfsemi er að vissu leyti sjálfstæð og við höfum deildarstjóra í hveriú deild, sem stjórnar öllum dag- legum rekstri. Söluskipulagn- ing er sameiginleg að miklu leyti fyrir allar deildir, því að margir viðskiptavinir okkar eiga samskipti við þær allar og njóta kjara í samræmi við það. F.V.: — Hvemig er lilutfallið milli heildverzluna.r og smá- söluverzlunar? í reiðhjóladeild eru tvö mei’ki yfirgnæfandi, það er enska merkið Raleigh og norska fyrii'tækið DBS. Við flytjum líka inn Necchi- sauma- vélar, Decca-sjónvai'pstæki og nýlega fengum við umboð fyi'ir SKIL-rafmagnsvei'kfæri. í heimilistækjunum eru það svo aftur Hoover og Kenwood í hljómflutningstækjum. Stærsta umboð véladeildarinnar er FAG-kúlulegur og ameríska merkið Timken. Þannig mætti lengi telja. Ég vil sérstaklega geta þess, að við erum með umboð fyrir fjöldann allan af fyi’irtækjum, sem selja ýmis konar tæki í fiskimjölsvei'ksmiðjur. Þau tæki flytjum við ekki inn á lager heldur seljum beint til þriðja aðila. Meðal annars höf- um við umboð fyrir norska fyr- FV 1 1978 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.