Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 54
eru í Noregi og talsvert eru notuð hérlendis. Auk þessara tækja eru ýmis önnur fullhönnuð og bíða þess að unnt verði að hefja fram- leiðslu á, en vegna fjárskorts hefur það tafist nokkuð. SÉRSTAKT STÝRITÆKI FYRIR RAFORKUNOTKUN EFTIR MARKTAXTA Eitt af þeim rafeindatækjum sem þegar hafa verið hönnuð og reynd hjá Pólnum hf., er sér- stakt stýritæki sem tryggir að raforkunotkun fari ekki upp fyrir hámarksálag eins og víða er samið um, t.d. í sveitum og í ýmsum stærri framleiðslufyr- irtækjum. Þessi tækni byggist á því að stýringin virkar á tvö eða fleiri tengiþrep, en þá eru hin ýmsu tæki sem ganga fyrir raforku tengd inn í þrepum sem stýritækið slær sjálfvirkt út þegar nálgast hámarksálag, en síðan inn aftur þegar álagið minnkar. Sem dæmi má nefna að tækið gæti slegið út elda- vél um leið og mjaltavélar eru notaðar og síðan inn aftur þeg- ar mjöltum er lokið. Þannig má tryggja að ekki sé farið yfir þau mörk sem taxtaskipting miðast við og því hægt að halda raforkukostnaði í lágmarki. Á sama hátt mætti nota þetta tæki víða til að skipta sjálfvirkt á milli rafhitunar og olíukynd- ingar, þannig að ávallt væri tryggt að olíukynding væri í lágmarki en afgangsraforka nýtt til hins ýtrasta við upphit- un. Ekki er nokkur vafi á því að þetta tæki er þjóðhagslega hagkvæmt og gæti, ef það væri almennt notað þar sem kostur er á raforku utan álagstíma til upphitunar, sparað þjóðinni gfurlegar upphæðir. RAFEINDAVOG SEM AUKIÐ GÆTI NÝTINGU í FISKVINNSLU Annað merkilegt rafeinda- tæki sem Póllinn hf. hefur þró- að upp og gert tilraunir með er sérstök sjálfvirk rafeindavog sem ætluð er til þess að nota í vinnslurásum frysti- og fisk- vinnsluhúsa. Hér er um að ræða að vigta það sem fer í kláfi frá fiskmóttöku inn að vélum og síðan aftur frá vélunum og þannig fylgjast mjög náið með nýtingu hráefnisins á algjör- lega sjálfvirkan hátt og án þess að nokkrar tafir verði á vinnslu- rásinni af þeim sökum. Tölvu- búnaður sem tengdur er vog- inni skráir jafnóðum magnið að og frá vélunum og reiknar út nýtingarhlutfallið. Á þennan hátt má fylgjast með stillingu vélanna og tryggja að frávikum sé haldið í lágmarki. Með þessu móti er talið mega auka með- alnýtingu hráefnis um a.m.k. 1%, sem þýddi 4 milljón króna sparnað á ári í rekstri frysti- húss sem framleiddi úr 5000 tonnum á ári. Ef tækist að auka þannig nýtingu í fiskiðnaði landsmanna um einunis 1% af ársaflamagni sem væri nálægt 300 þúsund tonnum þá væri fræðilegur möguleiki á 240 milljón króna sparnaði á ári í rekstri fiskiðnaðarins. Frystihúsamenn hafa mikinn hug á að auka nýtingu aflans og því ekki að furða þótt marg- ir þeirra hafi sýnt mikinn á- huga á þessu nýja tæki frá fsa- firði. Póllinn hf. hefur þegar varið röskum 4 milljónum til hönnunar og tilrauna á þessari rafeindavog en vantar nú nauð- synlegt fjármagn til þess að hrinda af stað framleiðslu. FYRIRGREIÐSLU AÐ VÆNTA? Póllinn hf. sótti um fram- leiðslustyrk til Framkvæmda- sjóðs í nóvember 1977 í því skyni að koma af stað fram- leiðslu á rafeindavoginni. Þar §em það mun vera eitt af við- fangsefnum Framkvæmdasjóðs að stuðla að aukinni nýtingu sjávaraflans og um leið aukinni framleiðni í fiskiðnaðinum, binda ísfirðingar vonir við að þar muni fást sú fyrirgreiðsla sem nauðsynleg er til þess að gera þessa framleiðslu að veru- leika og væri vissulega skemmtilegt til þess að vita að á fsafirði eigi ef tii vill eftir að rísa vísir að beim iðnaði sem hineað til hefur vart verið tal- inn á valdi fslendinga og kallast háþróuð rafeindatækni. SJÁVARFRÉTTIR koma nú út í hverjum mánuði. Upplag SJÁVARFRÉTTA er nú á sjöunda þúsund eintök. Fjórfalt stærra blað en nokkuð annað á sviði sjávarútvegsins. SJÁVARFRÉTTIR er lesið af beim, sem starfa við sjávarútveginn og faka ákvarðanir um innkaup vöru og þjóniustu fyrir útgerð, fiskiðnað, skipa- smíðastöðvar, vél- smiðjur og aðra aðila á sviði sjávarútvegs og þjónustu- greina hans. • Eflið viðskiptin við sjávarútveginn og kynnið vörur og þjónustu í SJÁVARFRÉTTUM. SJAVARFRÉTTIR Ármúla 18. SÍMAR 82300 OG 82302. 54 FV 1 1978
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.