Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 78
AUGLÝSING
CLARK:
Sífellt fullkomnari lyftarar
Clark lyftarar hafa veriö i
notkun hér á landi í marga ára-
tugi, en það er Elding Trading
Company, sem hefur umboð fyr-
ir þessa Iyftara og flytur þá
inn.
Clark verksmiðjurnar í V-
Þýskalandi og Bandaríkjunum
eru elstu og langstærstu fram-
Ieiðendur cg seljendur lyftara
í heiminum nú. Framleiddir
eru sífellt fullkomnari lyftarar,
en höfuðáhcrsla er lögð á
tæknileg gæði.
Hægt er að fá 1 lestar lyftara
upp í 30 lestir, en algengast.a
stærðin er 3—3,5 lestir. Fjöl-
breyttan sérútbúnað má fá
með Clark lyfturunum, eftir
þörfum hvers og eins viðskipta-
vinar. Meðal aukahluta, sem
geta fengist með lyfturunum
má nefna ýtutennur, salt- og
malarskóflur, gálga og klemm-
ur með veltibúnaði. Á lyfturun-
um geta verið hreinsitæki, sem
hreinsa 90°/,, útblástursins, þeg-
ar lyftarinn er í notkun innan-
húss.
Mest hefur verið selt af dies-
ellyfturum, en sala rafmagns-
lyftara hefur aukist. Fluttir eru
inn rafmagns-, gas-, diesel- og
bensínlyftarar.
Mörg fyrirtæki nota Clark
lyftara bæði flutninga- og versl-
unarfyrirtæki og helstu frysti-
og fiskvinnsluhús á landinu.
Eimskipafélagið, Ríkisskip, Haf-
skip, SÍS, Áburðarverksmiðja
ríkisins, Á.T.V.R., Coca Cola,
Kassagerðin og Sementsverk-
smiðja ríkisins eru meðal fyr-
irtækja, sem nota Clark lyftara.
Verð á lyfturunum er breyti-
legt eftir stærð og aukabúnaði.
Fyrirtækið Vélaröst sér um
viðgerða- og varahlutaþjónustu,
og eru viðgerðarmennirnir sér-
þjálfaðir af Clark verksmiðjun-
um.
Velkomin til Bolungarvíkur
BOLUNGARVÍKURKAUPSTADUR
78
FV 1 11)78