Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 70
Regnboginn
Margar frægar og umtalaðar myndir
sýndar á næstu mánuðum
Kvikmyndahúsið Regnboginn við Hverfisgötu.
Regnboginn, nýjasta kvik-
myndahúsið í Reykjavík, er fyr-
ir margt sérstakt, cg algjör nýj-
ung í kvikmyndahúsarekstri
hcr á landi. í Rsgnboganum eru
fjórir kvikmyndasalir, sá
stærsti tekur 323, tveir salir
taka 110 manns hvor, en
minnsti salurinn tekur 80
manns í sæ't'i. Þessir salir er.u
hvcr með sínum rcgnbogans lit,
gulum, rauðum, grænum eða
bláum. Meira að segja aðgöngu-
miðarnir í rauða salinn eru
rauðir, í bláa salinn bláir og
þar fram eftir götunum.
Sýningarklefi er aðeins
einn fyrir alla fjóra sal-
ina. Sýningar standa oftast
samtímis yfir í öllum sölunum
en sýningarklefi kvikmynda-
hússins er búinn nýjum tækj-
um, sem einnig eru nýjung
hér á landi. Filman er á einni
spólu, en ekki mörgum eins og
aðallega þekkist, og síðan kem-
ur hún rétt yfir á aðra spólu,
þannig að vinna sýningarstjór-
ans verður ólíkt þægilegri fyr-
ir bragðið.
DAGLEGA 20 KVIKMYNDA-
SÝNINGAR
Jón Ragnarsson, eigandi
Regnbogans, sem F.V. spjall-
aði við kvaðst vera mjög ánægð-
ur með fyrirkomulagið í Regn-
boganum og reynslan væri þeg-
ar orðin mjög góð.
Þegar komið er inn í and-
dyri hússins getur á að
líta mörg nýtízkuleg atriði hvað
innréttingar snertir. Aðallitirn-
ir eru hvítt og svart, veggirnir
hraunaðir hvítir, en teppi á
stiga upp í sýningarsalinn svart.
Eru innréttingarnar verk Finns
Fróðasonar innanhússarkitekts
og kvaðst Jón vera mjög ánægð-
ur með þá vinnu.
Daglega eru 20 kvikmynda-
svningar í húsinu, 5 sýningar á
dag í hverjum sal. Fyrstu sýn-
ingar hefjast um 3 leytið á
daginn, en síðustu eru kl. 11 á
kvöldin. Sagði Jón, að það hefði
mælst vel fyrir að byrja kl. 3.
Það getur verið hentugur tími
fyrir suma eins og vaktavinnu-
fólk og skólafólk. Hlé eru á sitt
hvorum tíma, þannig að það
skapar ekki vanda, og betri
nýting kemur út úr starfsfólki,
að sögn Jóns.
MJÖG FRÆGAR KVIKMYND-
IR Á NÆSTUNNI
Regnboginn er ekki bundinn
neinu stóru erlendu kvikmynda-
félagi hvað innkaup á filmum
snertir, og sagði Jón að keypt-
ar væru filmur mjög víða að.
Hann ætlar að leggja áherslu á
að vera með mikið af splunku-
nýjum myndum og margar
myndanna, sem þegar hafa ver-
ið fest kaup á eru í framleiðslu
nú.
Af kvikmyndum, sem Regn-
boginn sýnir á næstu mánuðum
má nefna Death on the Nile
eftir sögu bresku skáldkonunn-
ar Agatha Christie. Þar fer Pet-
er Ustinov með hlutverk Her-
cule Poirot. Fleiri myndir má
nefna eins og The Deerhunter
með Robert De Niro í aðalhlut-
verki, The Driver með Ryan
O’Neal, Capricorn one með Elli-
ott Gould, Telly Savalas ásamt
mörgum öðrum frægum leik-
urum, Convoy með Ali Mac-
Graw og Kris Kristofferson.
Nasty Habits er ein myndanna,
sem væntanleg í Regnbogann
á næstu mánuðum, en þar fer
hin góðkunna leikkona Glenda
Jackson með eitt aðalhlutverkið
ásamt Melina Mercouri. Einnig
má nefna kvikmyndirnar Yeti,
The boys from Brasil, sem nú
er verið að framleiða og The
Cass of Miss McMichels.
Margar þessara mynda eru
keyptar frá bresku kvikmynda-
félögunum ITC og EMI og
bandaríska félaginu Brut, svo
eitthvað sé nefnt.
í minni sölunum eru sýndar
myndir, sem minni aðsókn er
að. Sagði Jón að einnig yrðu
sýndar í minni sölunum mynd-
ir, sem þegar hefðu verið sýnd-
ar í stóra salnum en að-
sókn hefði minnkað að. Þannig
væri hægt að ná betri nýtingu
út úr hverri mynd.
70
FV 1 1978