Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 49
i hvert skipti. Þær geta farið vaxandi eftir því sem salan eykst og það þekkist að samið sé við listamennina um hluta af ágóða, þannig að þeir fái ekert í sinn hlut fyrr en platan skilar hagnaði. Umslagið um plötuna kostar 15—20% af heildarverði hennar en press- unin sjálf, sem fer fram erlend- is, t.d. í Bretlandi, Bandaríkj- unum eða Þýzkalandi, nemur ekki nema um 15%. Platan sjálf efni og pressun, kostar eitthvað um 300 krónur og umslagið 200'—300 krónur. Kostnaðurinn við að gefa út nýja plötu er ekki undir tveim milljónum, frekar á bilinu 2—4 milljónir að meðaltali. Yfirleitt tökum við ekki minna upplag en 1500 eintök, þó eru dæmi um 500 eintaka upplag ef séð hefur verið fyrir að sölugildi væri takmarkað en menningargildi þeim mun meira. Kostnaðurinn í þeim tilvikum er líka lægri en almennt gerist. F.V.: — Telurðu að fjörkippur- inn í íslcnzkri hljómplötuút- gáfu sé stundarfyrirbæri, sem eigi eftir að lognast út af? Ólafur: — Það held ég ekki. Á fyrstu árunum eftir að Hljóð- riti tók til starfa varð aukn- ingin geysilega mikil en stöð- ugleikinn er orðinn meiri núna. f fyrra komu t.d. út mun færri titlar en árið þar á undan. Ég held að ástandið sé orðið eðli- legt núna. Þetta voru milli 30 og 40 nýir íslenzkir titlar, sem komu út í fyrra og vöxturinn gæti orðið um tveir til fjórir á ári að meðaltali. Plötusalan er nokkuð stöðug og plötuútgáfan dreifist mun meira á allt árið en t.d. bóka- útgáfan. Toppurinn er að vísu í desember en jólasalan er ekki afgerandi fyrir ársútkomuna eins og í bóksölunni. F.V.: — Hverjar voru met- söluplölur í fyrra? Ólafur: — Ég geri ráð fyrir að það hafi verið „Gamlar lummur“ og Vísnaplatan seld- ist vel. Af því sem við gáfum út, seldist platan með Ríó-tríó- inu bezt. Hún kom út á miðju ári í fyrra, og seldist í u.þ.b 6000 eintökum. Það þykir mjög gott ef salan fer í 10 þús. ein- tök og fáar plötur ná því marki. Þó er alltaf eithvað um það. F.V.: — Hljómplötuverzlun- in er umtalsverður starfsþáttur hjá Fálkanum. Hvaða plötur seljast mest og hvernig standa innlendar plötur að vígi í sam- keppni við þær erlendu? Ólafur: — íslenzkir plötuút- gefendur hafa reynt að fylgja verðlagi á erlendum plötum og fara ekki upp fyrir það. Verð- ið á erlendu plötunum hefur verið nokkuð ráðandi á mark- aðnum og menn hafa verið feimnir við að fara upp fyrir það. Verð á íslenzkum plötum þyrfti aftur á móti að vera tals- vert hærra en það er nú. Oft á tíðum þurfa að seljast yfir 2000 eintök eða jafnvel 3000 til að endar nái saman. Þetta er alltof há tala. Salan í hljómplötudeildinm snýst að langmestu leyti um er- lendu popp-plöturnar. í verzl- uninni niðri á Laugavegi hafa erlendu popp-plöturnar verið 50% af heildarsölunni, klass- ískar plötur tæp 10%, íslenzk- ar plötur 30% og kassettur 10%. Sé heildsalan 'hjá okkur könnuð, þ.e. bæði heildsala og smásala, þá gera erlendar popp- plötur yfir 60% en klassíkin um 4%. Af erlendu popp-plötunum, ef þær eru vinsælar, getur ein- takasalan orðið sambærileg við íslenzku plöturnar en það þyk- ir gott að selja um 1000 stykki af útlendum popp-plötum. Það sem er mjög vinsælt eins og t.d. Abba-plötur seljast kannski í 10 þúsund eintökum. F.V.: — Verð á erlendum popp-plötum þykir liátt hér á landi miðað við smásöluverð í búðum t.d. í Bandaríkjunum. Hvernig er verðlagningu á er- lendum plötum háttað hér? Ólafur: — Þetta er alveg rétt. Vinsælar plötur í Bandaríkj- unum kosta oftast ekki yfir 8 dollara, þegar þær koma nýj- ar á markaðinn. Þessar plötur kosta milli 3 og 4 þús. 'hérna. Orsökin fyrir þessum mikla mun er fyrst og fremst gífur- lega háir tollar. Við þurfum að greiða 75% toll og 18% vöru- gjald. F.V.: — Hvernig hefur út- koman verið í öðrum greinum verzlunarinnar? Hafa peninga- ráð fólks verið ábcrandi mikil? Ólafur: — Árið í fyrra kom mjög vel út fyrir okkur. Kaup- geta síðustu mánuðina var ó- hemjumikil. Desembersalan var meiri en nokkurn tíma áð- ur en ég á ekki von á að það ástand sé til frambúðar. Maður veit ekki hvað gerist á næstu vikum og mánuðum en fólk virðist hafa það á tilfinning- unni að eitthvað sé í aðsigi og 'heimilistæki hafa selst Ihér mjög mikið undanfarið, ekki sízt litsjónvarpstækin. Fólk er í óða önn að fjárfesta. í afgreiðslu véladeildar á Suðurlandsbraut 8. FV 1 1978 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.