Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 14
Úrtakskönnun hjá iönfyrirtækjum: Lítil framleiðsluaukning í fyrra miðað við 1976 — ef miðad er við þriðja ársfjórðung beggja ára Nýlega fór fram úrtakskönnun á vegum Félags ísl. iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna hjá iðnfyrirtækjum í 23 iðngreinum. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess, að lítil fram- leiðsluaukning hafi átt sér stað í iðnaðinum á 3. ársfj. 1977 miðað við 3. ársfj. 1976. Ætla má sam- kvæmt beim upplýsingum sem bárust um hlutfallslega breytingu framleiðslumagnsins, að aukn- ingin hafi orðið í kring um 9.0% en það er svipuð niðurstaða og árið áður. Kemur það einnig heim við bá niðurstöðu könnunarinnar ,að um framleiðsluaukningu var að ræða hjá fyrirtækjum með um 44% mannaflans á 3. ársfj. 1977, en á síðasta ári var um aukningu að ræða hjá fyrirtækjum með um 49% mannaflans sem er svipað. Framleiðslumagnið virðist hafa orðið heldur minna á 3. ársfj. 1977 en á 2. ársfj. 1977 eða um 4,5%. Er það breyting frá því sem verið hefur, því aukningin milli þessara tveggja ársfj. hefur verið á síðustu tveim árum, yfir heildina litið, um 3—4% hvort ár. Sé miðað við mannafla, þá gefa fyrirtæki með 7,1% mann- aflans til kynna samdrátt i fram- leiðslu milli 2. og 3. ársfjórð- ungs 1977, sem er í samræmi við hlutfallslega breytingu framleiðslumagnsins. Búist er við nokkurri aukningu fram- leiðslunnar á 4. ársfj. 1977 mið- að við 3. ársfj. 1977. NOKKUR AUKNING SÖLUMAGNS Sölumagn á 3. ársfj. 1977 virðist hafa aukist nokkuð, bæði miðað við 3. ársfj. 1976 og lítillega miðað við 2. ársfj. þessa árs. Miðað við 3. ársfj. 1976 jókst sölumagn minna en framleiðslumagn, en miðað við 2. ársfj. jókst sölumagn en framleiðslumagn minnkaði aft- ur á móti. Söluhorfur eru að jafnaði taldar betri á 4. árs- fjórðungi. Birgðir fullunninna vara hafa minnkað í samræmi við aukna sölu á 3. ársfj og minnkandi íslenzkar iðnaðarvörur kynntar. Hver verða áhrif hennar til lengri tíma á cftirspurnina hjá neyit'enduni? framleiðslumagn, en birgðir hráefna svo til staðið í stað á 3. ársfj 1977. Fyrirliggjandi pantanir virð- ast hafa aukist nokkuð á 3. árs- fjórðungi 1977 miðað við 2. ársfj. 1977. Nýting afkastagetu var talin nokkru betri í lok 3. ársfj. 1977 en í lok 2. ársfj. 1977 og er það í samræmi við fyrri reynslu. Starfsmönnum fækkaði nokk- uð á 3. ársfj. og er það einnig í samræmi við fyrri reynslu. Hins vegar er gert ráð fyrir að starfsmannafjöldinn standi að mestu leyti í stað á 4. ársfj. Venjulegur vinnutími var að jafnaði nokkuð lengri við lok 3. ársfj. en um mitt ár og er það svipuð þróun og á fyrra ári. Innheimta söluandvirðis gekk heldur verr á 3. ársfj. en á 2. ársfj. 1977. Nettó niðurstaðan varð sú, að hjá 7,9% fyrirtækj- anna gekk innheimtan verr en í lok 2. ársfj. Virðist innheimta söluandvirðis ganga stöðugt verr frá einum ársfjórðungi til annars. 14 FV 1 1978
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.