Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1978, Side 14

Frjáls verslun - 01.01.1978, Side 14
Úrtakskönnun hjá iönfyrirtækjum: Lítil framleiðsluaukning í fyrra miðað við 1976 — ef miðad er við þriðja ársfjórðung beggja ára Nýlega fór fram úrtakskönnun á vegum Félags ísl. iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna hjá iðnfyrirtækjum í 23 iðngreinum. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess, að lítil fram- leiðsluaukning hafi átt sér stað í iðnaðinum á 3. ársfj. 1977 miðað við 3. ársfj. 1976. Ætla má sam- kvæmt beim upplýsingum sem bárust um hlutfallslega breytingu framleiðslumagnsins, að aukn- ingin hafi orðið í kring um 9.0% en það er svipuð niðurstaða og árið áður. Kemur það einnig heim við bá niðurstöðu könnunarinnar ,að um framleiðsluaukningu var að ræða hjá fyrirtækjum með um 44% mannaflans á 3. ársfj. 1977, en á síðasta ári var um aukningu að ræða hjá fyrirtækjum með um 49% mannaflans sem er svipað. Framleiðslumagnið virðist hafa orðið heldur minna á 3. ársfj. 1977 en á 2. ársfj. 1977 eða um 4,5%. Er það breyting frá því sem verið hefur, því aukningin milli þessara tveggja ársfj. hefur verið á síðustu tveim árum, yfir heildina litið, um 3—4% hvort ár. Sé miðað við mannafla, þá gefa fyrirtæki með 7,1% mann- aflans til kynna samdrátt i fram- leiðslu milli 2. og 3. ársfjórð- ungs 1977, sem er í samræmi við hlutfallslega breytingu framleiðslumagnsins. Búist er við nokkurri aukningu fram- leiðslunnar á 4. ársfj. 1977 mið- að við 3. ársfj. 1977. NOKKUR AUKNING SÖLUMAGNS Sölumagn á 3. ársfj. 1977 virðist hafa aukist nokkuð, bæði miðað við 3. ársfj. 1976 og lítillega miðað við 2. ársfj. þessa árs. Miðað við 3. ársfj. 1976 jókst sölumagn minna en framleiðslumagn, en miðað við 2. ársfj. jókst sölumagn en framleiðslumagn minnkaði aft- ur á móti. Söluhorfur eru að jafnaði taldar betri á 4. árs- fjórðungi. Birgðir fullunninna vara hafa minnkað í samræmi við aukna sölu á 3. ársfj og minnkandi íslenzkar iðnaðarvörur kynntar. Hver verða áhrif hennar til lengri tíma á cftirspurnina hjá neyit'enduni? framleiðslumagn, en birgðir hráefna svo til staðið í stað á 3. ársfj 1977. Fyrirliggjandi pantanir virð- ast hafa aukist nokkuð á 3. árs- fjórðungi 1977 miðað við 2. ársfj. 1977. Nýting afkastagetu var talin nokkru betri í lok 3. ársfj. 1977 en í lok 2. ársfj. 1977 og er það í samræmi við fyrri reynslu. Starfsmönnum fækkaði nokk- uð á 3. ársfj. og er það einnig í samræmi við fyrri reynslu. Hins vegar er gert ráð fyrir að starfsmannafjöldinn standi að mestu leyti í stað á 4. ársfj. Venjulegur vinnutími var að jafnaði nokkuð lengri við lok 3. ársfj. en um mitt ár og er það svipuð þróun og á fyrra ári. Innheimta söluandvirðis gekk heldur verr á 3. ársfj. en á 2. ársfj. 1977. Nettó niðurstaðan varð sú, að hjá 7,9% fyrirtækj- anna gekk innheimtan verr en í lok 2. ársfj. Virðist innheimta söluandvirðis ganga stöðugt verr frá einum ársfjórðungi til annars. 14 FV 1 1978

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.