Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 37
hafnanna hér heíma. Við vilj- um einnig geta dregið úr óþaeg- indum þeirra sveiflna, sem verða í flutningaþörfinni. Við allt þetta hefur verið miðað þegar ákvarðanir voru teknar um skipakaup. I markaðskönnun vegna skipakaupa þarf m.a. að hafa hafnarskilyrði í huga, auk vörumagns og vörutegunda, að því ógleymdu að leitast alltaf við að veita sem allra flestum landsmönnum þjónustu. Hin aukna notkun gáma og eininga- lestunar virðist hæfa vel þeim kröfum, sem almennast eru gerðar í dag og þeirri hafnar- aðstöðu, sem við búum nú við. Sumir hafa spurt: Hvers vegna kaupið þið ekki sérbyggð skip9 Við svörum því og segjum: Vegna þess að við erum sann- færðir um að það sé ekki — enn sem komið er — þjóðhagslega hyggilegt. Eflaust mun ein- hverntíma til þess koma að ís- lendingum verði reikningslega rétt að kaupa skip, sem flytja eingöngu ósekkjað mjöl, áburð, frystan fisk, bíla, timbur, járn, svo að nokkur vöruheiti séu nefnd. En þá þarf einnig með vaxandi fólksfjölda og aukinni þörf fyrir sérhæfð skip að koma til breytt og sérhæfð hafnaaðstaða. Við munum á- reiðanlega fylgjast vel með þessu eins og öðru í framtíðinni og ákveða þá >ný skipakaup þegar tími er til þess kominn. En í dag teljum við að fjöldi og gerð þeirra samræmist vel þeim kröfum, sem til okkar eru nú gerðar. >ess vegna hafa engar ákvarðanir enn verið teknar um kaup eða sölur skipanna, sem eru nú í þjón- ustu Eimskipafélags íslands. Um síðari hluta spurningar- innar, uppbyggingu í landi, gegnir allt öðru máli en hina fyrri. Þar kreppir enn víða skór- inn og þess vegna stefnum við þar til úrbóta. Við 'höfum alltof lítið rými fyrir vörugeymslur hér í Reykjavík. Þær eru líka of dreifðar t.d. hér við Reykja- víkunhöfn og víðar í gamla bænum, í eigin húsnæði eða leigðu, og svo inni við Sunda- höfn. Og hér er vitanlega stefnt til þess að byggja geymslur, sem fullnægi þörfum félagsins. Hvenær því verður lokið veit ég ekki. En til þessa markmiðs er stefnt. Þá er unnið við að fuUgera Oddeyrarskálann á Akureyri og vonum við að því verði lokið að sumri. Þar eiga að verða góðar geymslur, skrifstofur, rými fyrir tollgæzlu og annað það, sem samræma þarf óskum Akureyringa um góða þjónustu Eimskipafélagsins í höfuðstað þeirra Noi'ðlendinga. Við erum nú að stækka Eim- skipafélagshúsið og samræmum hið ytra upprunalega stíl Guðjóns Samúelssonar en hið innra mjög brýnni þörf aðal- skrifstofunnar fyrir aukið hús- rými, en þrengsli hafa þar lengi verið okkur til vinnutjóns og ama. Tæki — einkum vegna ferm- ingar og affermingar — erum við alltaf að endurnýja, en áreiðanlega nú í stærri áföng- um en fyrr. F.V.: — Rekstur ryðvarnar- stöðvar félagsins var nokkuð á dagskrá í fyrra. Hvernig hefur hann gengið? — Miðað við afköst og stutt- an starfstíma hefur árangurinn orðið mjög eðlilegur og þess vegna erum við eftir atvikum mjög ánægðir. Annað mál er það, að þó að ryðvarnarstöðin sé sjálf að dómi sérfróðra út- lendinga og óvilhallra ein í röð hinna fullkomnustu í Evrópu að tækjabúnaði þá þarf bætta aðstöðu til fullnýtingar. Nú er verið að íhuga hvernig sá vandi verði leystur og að því búnu verður ryðvarnarstöðin áreið- anlega gott fyrirtæki. Jú, ryðvarnarstöðin var víst á dagskrá í fyrra, en hún hefur fyrr verið til umræðu. Það var t.d. talað um nauðsyn ryðvarn- arstöðvar árið 1974, þegar hundruð bifreiða ryðféllu hjá skipafélögunum, sumar óvarð- ar á annað ár og innflytjendur urðu fyrir stórfelldu tjóni. Það er þjóðarnauðsyn að bílar ryð- falli ekki hér eftir að búið er að koma þeim á land. Það var reynt að leysa þennan vanda með aðgerðum, sem ég hirði ekki um að rekja hér, en Eim- skípafélag íslands taldi að leiddu til margvíslegra óþæg- inda og árekstra, sem félagið áleit að auðveldlegast yrði af- stýrt með því að félagið eign- aðist eigin ryðvarnarstöð og byði þar viðskiptavinum sínum eða öðrum þá þjónustu, sem þeim var og er nauðsyn að fá. Hugmynd okkar var alls ekki sú að stofna til þarflausrar sam- keppni. Við töldum — og telj- um enn — að þessi þjónusta standi í álíka nánum tengslum við flutninga skipanna og t.d. vörugeymslurnar. Það er fræðilega mögulegt að leigja allt geymslurými af ein- hverjum húseigendum. En við teljum hagsmunum viðskipta- vinanna betur borgið með því að gefa þeim kost á að geyma vörurnar í því húsnæði, er við ráðum sjálfir yfir. Sama má raunar segja um flest tæki afgreiðslumannanna. Náttúrulega gætum við leigt þau. En við teljum heppilegra að geta valið þau í samræmi við þarfir okkar og átt þau. En um þetta allt má náttúrulega alltaf deila ef menn finna sér ekki önnur og veigameiri ágreinings- atriði. F.V.: — Hefur félagið í hyggju að taka upp cinhverja nýbre.vtni í áætlun skipa sinna á þessu ári, t.d. með siglingum til nýrra áfangastaða erlendis? — Ég held að svar mitt við þessari spurningu verði naum- ast talið bitastætt. Enn hafa engar fastmótaðar áætlanir ver- ið gerðar um reglubundnar ferðir til nýrra staða. Við höf- um hins vegar tjáð stjórnvöld- um landsins og viðskiptavinum okkar, að strax og grundvöllur sé fundinn fyrir nýjum áætl- anaferðum þá séum við reiðu- búnir til að hefja þær. í þessu sambandi hefur einkum verið rætt um Portúgal. Það væii sannarlega bæði gaman og nyt- samlegt ef sú breyting yrði á viðskiptum okkar við Portú- gala, sem kaupa af fátækt sinni umtalsverðan hluta út- flutningsframleiðslu okkar, að hún réttlæti upphaf fastra á- ætlunarferða. Þá mun sannar- lega ekiki standa á okkur að hefja þær. FV 1 1978 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.