Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 55
Djúpbáturinn h.f, Með Fagranesinu til undra- lands? Stóraukin aðsókn að friðlýstri og stórbrotinni náttúrufegurð Hornstranda Fólk getur,farið með FAGRANESINU 5—6 ór í röð án þess að fara á sama staðinn. Náttúrufegurð er rómuð í ísafjarðardjúpi, en inn í Djúp siglir FAGRANESIÐ 3svar í viku yfir sumartím- ann, en 2svar á vetrum.í Jökulfirði er farið þegar þess er óskað, oftast með hópa náttúruskoðenda og einstaklinga sem þá slásí oft með í förina. Fólk er síðan sótt inn í Jök- ulfirði aftur að viku liðinni, eða það gengur úr Jökulfjörðum og yfir í Djúp og fær sér far til ísafjarðar með áætlunarferð Úr Grunnavík er ekki nema tveggja stunda gangur yfir í Djúp. Kunnugir segja að þeim sem ætli að skoða Jökulfirðina vel nægi ekki minni tími en vika. Ekki hefur verið búið í Jökulfjörðum síðastliðin 20 ár, en mörgum íbúðarhúsum þar er þó haldið við og búið í þeim á sumrin . Með FAGRANESINU er hægt að fara á Strandir. Þá er farið í Aðalvík, Fljótavik og á Horn. Margir láta setja sig á land við Hornbjargsvita og farið í Aðalvík, Fljótavik og vík og þar um borð í FAGRA- NESIÐ aftur. Oft fara hópar á Strandir til þess að dvelja þar í vikutíma og þeir sem hafa uppgötvað þennan sérkennilega blett á landinu eiga vart orð til að lýsa þeirri friðsæld og feg- urð sem þarna rikir, enda mun áhugafólk um útiveru og nátt- úruskoðun þegar hafa skipulagt nokkrar hópferðir á Strandir á sumri komanda í fylgd leiðsögu- manna. Kristján Jónasson fram- kvæmdastj. Djúpbátsins fræddi okkur á því að þeir skipulegðu og auglýstu sérstakar ferðir á sumrin og væru þá þaulkunn- ugir og sögufróðir leiðsögu- menn með í förinni. • Heillandi náttúrufegurð Kristaján fræddi okkur á því að það sem fólk einkum sækt,- ist eftir, þegar það notfærði sér Djúpbátinn ,væri að komast í Kristján Jónsson, framkvæmdastjóri. þá ósnortnu og heillandi nátt- úru, sem er inni í Djúpinu og á Ströndum. Þar væri um að litast eins og var áður en nokk- ur sté þar fæti, landslagið væri stórbrotið og fagurt. Á Horn- ströndum mætti segja að hægt væri að finna brot af öllu því landslagi sem væri til á íslandi. Þar er jökull, hrikaleg björg, iðgrænar grundir og gamlir sveitabæir. Á Hornströndum mætti einnig sjá hvernig fólkið hér áður fyrr nýtti sér rekann, dýralíf væri fjölskrúðugt, sér- staklega fuglalífið og þar mætti jafnvel skoða tófurnar vandlega án sjónauka og væru þær spak- ar. Hornstrandirnar eru frið- lýstar og er þar óheimilt að beita skotvopnum. Eggjataka er enn leyfð. 0 Leiftin liggur um Djúp Þeðar farið er með Fagranes- inu er fyrsti viðkomustaðurinn í Vigur. Þar er ýmislegt skemmtilegt að sjá, svo sem mylna sem er í fullkomnu lagi. Hún var notuð til að mala korn hér áður fyrr, en hefur síðan verið vel við haldið. Þarna eru bæjarhús tveggja ef ekki þriggja kynslóða og fuglalífið mikið, bæði lundi og æðarkolla. Næsti viðkomustaður er Hvítanes, en þar er ekki bryggja eins og er en kemur væntanlega innan tíðar. Þá er næst komið í Ogur, en það- an haldið í Æðey og eins og nafnið ber með sér þá er þar mikið æðarvarp. Svo eru það Bæir, þá Unaðsdalur og Mýri. Upp úr Unaðsdal er hægt að fara fótgangandi inn í Jökul- firði. En næst kemur Fagranes- ið á Melgraseyri, — sú bryggja er einnig fyrir Skjaldfannadal- inn allan, en þar er jarðhiti og rekin gróðurhús með tómötum og fleira grænmeti. Drangajök- ull nær alveg niður í Skjald- fannardal og má segja að þar mætist bæði ylur og ís. FV 1 1978 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.