Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.01.1978, Blaðsíða 36
Óttarr Möller, forstióri „Eimskipafélagið á tilvist sína að þakka frjálsri samkeppni” Félagið veitir um 900 manns atvinnu Óttar Möller, forstjóri Eimskipafélags íslands gerir í eftirfarandi viðtali grein fyrir helztu málum, sem á döfinni eru hjá fyrirtæki hans auk þess sem hann svarar spurningum blaðsins um stöðu fé- lagsins með tilliti til nýrrar samkeppni. Þau mál hafa sem kunnugt er verið nokkuð til umræð'u að undanförnu. F.V.: — Hvemig gekk rekst- ur Eimskipafélagsins í fyrra, hvað voru mörg skip í förum og hve mikið var flutt? — Fyrsta hluta spurningar af þessu tagi svörum við yfirleitt aldrei nákvæmlega fyrr en á aðalfundi. Þá skýrir stjórnin hluthöfunum fyrst frá helztu niðurstöðutölum sl. reikings- árs. Ég vona að aðrir skilji þá afstöðu okkar að vilja ekki láta hluthafana frétta það eftir ýmsum leiðum, sem okkur ber að láta þá fyrst fá um fullvissu. Það getur þó varla — að því er ég vona — reiknast mér til trúnaðarbrots að segja að rekst- urinn hafi gengið sæmilega. í fyrsta tölublaði EIMSKIPS, hins nýja fréttabréfs okkar, birtist skrá um skipaeign fé- lagsins. Hún er enn óbreytt, og þess vegna má birta hana. Skipin eru 24, samanlagður tonnafjöldi 35716, teningsfet lesta alls 2.992.382 og frysti- rýmis 551.991. Enn erum við ekki búnir að fá allar upplýsingar frá tölvu- deildinni til þess að ég geti svarað þriðja lið spurningarinn- ar nákvæmlega. Nægjanlega mikið vitum við þó til þess að geta fullyrt að miðað við fyrri ár hafa flutningarnir vaxið. F.V.: — Hvaða framkvæmda- áform eru fyrirhuguð hjá félag- inu nú, skipakaup eða uppbygg- ing í landi? — Að því er varðar skipa- kaup, þá er það satt bezt að segja, að i dag hefur stjórn fé- lagsins hvorki tekið ákvarðanir um að fækka þeim 24 skipum, sem sigla nú undir fána félags- ins, eða f jölga þeim. Þetta svar mitt, sem er rétt í dag, gæti hugsanlega orðið annað — og einnig rétt — um það leyti, sem lesendur Frjálsrar verzlunar sjá þetta svar mitt á prenti. Þó þykir mér það fremur ósenni- legt. En ég slæ þennan varnagla vegna þess að skipakostur fé- lagsins er eilífðar viðfangsefni. sem auðvitað verður aldrei leyst í eitt skipti fyrir öll. Þess vegna er skipaeignin alltaf end- urmetin og samræmd þeim kröfum, sem til okkar eru gerð- ar á hverjum tíma. Þessar kröí- ur eru breytilegar. Við teljum að með fimm síðustu skipa- kaupunum getum við boðið há- marksfjölda ferða milli íslands og helztu erlendu viðskipta- hafna inn- og útflutningsverzl- unarinnar og þýðingarmestu Óttarr Möllcr forstjóri Eimskipa- félags íslands. 36 FV 1 1978
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.