Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1978, Page 69

Frjáls verslun - 01.01.1978, Page 69
Kjarvalsstaftir Övenjuleg sögusyning, Kjarvals- syning og Erró meðal viðburða Fjölbreyttar málverkasýningar, fyrirlestrar og margt fleira á dötrinni Á Kjarvalsstöðum verður að vanda mikið um sýningar yfir vcfrarmánuðina og fram á vor, en það sem fram fer í húsinu á þessu tímabili er að þesu sinni fjallað um hér. Fyrstu sýningarnar, sem vcrða í febrúar að Kjarvals- stöðum eru málverkasýningar þeirra Ómars Skúlasonar og Guðbergs Auðunssonar, sem hafa til umráða sitt hvorn helminginn af vestursalnum. Síðari hluta janúar var opnuð sýning í austursalnum á verk- um Jóhannesar Kjarvals og hafa sum verkanna á sýning- - iunni eki verið sýnd áður. Sýn- ingin stcndur fram að Lista- hát'íð, sem hefst í byrjun júní. Seinni hluta febrúarmánaðar verður haldin mikil ljósmynda- sýning, Ljós ’78, en sams konar sýning var einmitt í fyrra, að sögn Aðalsteins Ingólfssonar, listfræðings, sem Frjáls verzl- un fékk þessar uplýsingar hjá. ÓVENJULEG SÖGUSÝNING í mars verður haldin óvenju- leg sögusýning í vestursal Kjarvalsstaða, en það er styrkt- arfélag vangefinna, sem heldur þá sýningu. Á sýningunni verða ljósmyndir og margar aðrar heimilidir, sem skýra eiga sögu félagsins, auk þess sem til sýn- is verða ýmsir munir, sem van- gefnir hafa gert. Fyrri hluta aprílmánaðar heldur Kjartan Guðjónsson, málari sýningu á verkum sín- um. Hann er þekktur málari, einn af septem mönnunum. Eft- ir sýningu hans tekur við mál- verkasýning Vilhjálms Bergs- sonar. FYRIRLESTRAR OG MINNI SÝNINGAR JAFNHLIÐA MÁLVERKASÝNINGUNUM Listráð skipuleggur allar sýn- ingar, sem fram fara í húsinu að sögn Aðalsteins og er áætlað að vera með sýningar í sýning- arglerskápum, sem eru í hús- inu, sýningu á handunnum bók- um frá dönsku fyrirtæki, og ennfremur verður yfirlitssýn- ing á smáhlutum, sem Magnús Tcmasson SÚMari hefur gert. Þegar vorið heldur innreið sína verður Ragnar Páll með málverkasýningu, það er í byrj- un maí, og síðari hluta maí skipta vestursalnum á milli sín annars vegar Sigurður Örlygs- son og Örn Þorsteinsson og hins vegar Hörður Karlsson, sem búsettur er í Bandaríkjun- um, og halda þeir þar málverka- sýningar. Fyrirhugað er að halda nok'kra fyrirlestra að Kjarvals- stöðum m.a. um sögu ljósmynd- unar, sem Guðmundur Ingólfs- son annast. Ennfremur heldur Gestur Ólafsson, arkitekt fyrir- lestur um sögu byggingalistar á 20 öld og Aðalsteinn Ingólfsson heldur í mars fyrirlestur um höggmyndalist á 20 öld. ERRO Á KJARVALSSTÖÐUM Á LISTAHÁTÍÐ Upp úr 20. maí hefst undir- búningur fyrir listahátíð og verður húsið til nota fyrir lista- hátíð fram í júnílok, en hinn þekkti listamaður Erro, Guð- mundur Guðmundsson mun halda þar sýningu á verkum sínum. Loks er ógetið einnar sýn- ingar sem haldin verður i sam- ráði við Menningarstofnun Bandarikjanna. Er þetta sýning bandarískrar stúlku á stoppuð- um teppurn, samansettum úr bútum. — Slík teppagerð er mjög þekkt í Bandaríkj- unum, sagði Aðalsteinn, og verður stúlkan með sýningu á um 30 teppum, en jafnframt verður hún með kennslu í þess- ari list. Sýningin verður í mars á göngum Kjarvalsstaða. FV 1 1978 69

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.