Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 32

Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 32
Þar fer Reinhard Mohn á 200 kílómetra hraða Hvert er stærsta út- gáfufyrirtæki í heimi? Time Inc.?, Mc- Graw-Hill? Springer? Nei, ekkert þessara. Stærst er þýzkt fyrir- tæki, sem þú hefur líklega aldrei heyrt nefnt: Bertelsmann- samsteypan Glæsilegur hvítur Mercedes Benz þýtur eftir hraðbrautinni rétt hjá Dússeldorf á 200 kílómetra hraða. Við stýrið er vopnaður ökumaður, Breti að uppruna, sem þjónað hefur sem herlögreglu- maður. Hann hefur líka verið vörður í opnum dýragarði í Þýzkalandi og getur bent á nokkr- ar rispur eftir klær villidýra á and- litinu þessu til sönnunar. Við hlið hans situr Reinhard Mohn, 57 ára gamall, atorkusamur tækifæris- sinni, sem safnað hefur að sér einum mestu auðæfum, sem sög- ur fara af í Þýzkalandi. Báðir virðast mennirnir lítt skeyta um þyrlurnar með merkjum lögreglunnar, sem yfir þeim sveima né heldur grænu og hvítu lögreglubílana, sem hafa stað- næmzt við öll vegamót, sem ekið er framhjá. Ökumaður Mohns, sem um leið er lífvörður hans, ekur alla daga á þessum ógnarhraða. Það eru engin hraðatakmörk á hraðbrautunum í Þýzkalandi. Lög- reglan er ekki að leita að ökuþór- um. Hún er á eftir hryðjuverka- mönnum. Reinhard Mohn var stríðsfangi í Ameríku fyrir 33 árum og hlaut þar tilsögn í tæknifræði. Hann var tek- inn höndum í Túnis árið 1943, þar sem hann var í Afríkuher Romm- els. Þegar Mohn sneri aftur til Þýzkalands komst hann að raun um að bókafyrirtæki föður hans sem aðallega gaf út og seldi bæk- ur trúarlegs eðlis, hafði eyðilagt í loftárásum og bræðra hans tveggja var saknað. Faðir Mohns hvatti hann til að segja skilió við tæknifræðina en reyna þess í stað að hefja bóksölu og bókaútgáfu á nýjan leik. Reinhard Mohn forstjóri og aðaieig- andi Bertelsmann Nú er þessi heimilisiðnaður, sem svo mátti í raun nefna, orð- inn að Bertelsmann Aktiengesell- schaft — risafyrirtæki í útgáfu- málum, sem selur fyrir meir en þrjá milljarða marka á ári. Fyrirtækið gefur út bækur, hljómplötur og tímarit, þar á meðal vikublaðið Stern, sem kemur út Í1.6 milljón eintaka, Brigitte, stærsta kvenna- blað í Evrópu og Kapital, mánað- arrit um efnahags- og viðskipta- mál. Þar að auki rekur Bertels- mann bókaklúbba. Tekjur fyrir- tækisins árið 1977 urðu meiri en hjá bandarísku útgáfufyrirtækjun- um Time og McGraw-Hill. Og Mohns fjölskyldan á 88,5% í fyrir- tækinu, sem gerir það að verkum að hún er meðal hinna sönnu mill- jarðamæringa í heiminum. Úr alfaraleið Þýzkaland var í sárum eftir styrj- öldina, þegar Mohn hófst handa. Og hann fórekki neinar venjulegar leiðir. „Skammt frá okkur var verk- smiðja, sem framleiddi þýzkt brennivín, Steinhaeger", sagði Mohn. ,,Þeir áttu flöskur en ekki límmiða. Við sögðum því: ,,Við skulum prenta límmiðana fyrir ykkur en látiö okkur fá viskí í staö peninga." Síðan fórum viö til múr- aranna og sögðum:,,Viljiö þið ekki viskí? Látið okkur fá múrsteina í staðinn." Til þess að komast yfir pappír fór Mohn til háskólaborg- arinnar Göttingegn, sem hafði sloppið við sprengjuárásirnar og bauðst til að skipta á nýjum bókum fyrir tvöfalda þyngd þeirra í göml- um. Viðbrögðin voru svo einstök að hann gat ekki einungis keypt pappírinn heldur skapaðist grund- völlur að nýjum viðskiptum — fornbókasölu. Eins og víða í einkafyrirtækjum reynir Mohn að sýna sem minnst- an hagnað til að komast hjá skött- um. Ágóðanum heima fyrir í Þýzkalandi skiptir hann jafnt milli sín og starfsmanna og minnkar þar með nettóhagnað en pening- arnir haldast eftir sem áður í Bert- elsmann, því að sjóðir starfs- mannanna eru notaðir til hluta- bréfakaupa. Þannig hefur Bertels- mann heldur ekki þurft að hafa á- hyggjur af aðgerðum verkalýðsfé- laga, því stærsti hlutinn af starfs- mönnunum stendur utan þeirra. 32

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.