Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Qupperneq 32

Frjáls verslun - 01.11.1978, Qupperneq 32
Þar fer Reinhard Mohn á 200 kílómetra hraða Hvert er stærsta út- gáfufyrirtæki í heimi? Time Inc.?, Mc- Graw-Hill? Springer? Nei, ekkert þessara. Stærst er þýzkt fyrir- tæki, sem þú hefur líklega aldrei heyrt nefnt: Bertelsmann- samsteypan Glæsilegur hvítur Mercedes Benz þýtur eftir hraðbrautinni rétt hjá Dússeldorf á 200 kílómetra hraða. Við stýrið er vopnaður ökumaður, Breti að uppruna, sem þjónað hefur sem herlögreglu- maður. Hann hefur líka verið vörður í opnum dýragarði í Þýzkalandi og getur bent á nokkr- ar rispur eftir klær villidýra á and- litinu þessu til sönnunar. Við hlið hans situr Reinhard Mohn, 57 ára gamall, atorkusamur tækifæris- sinni, sem safnað hefur að sér einum mestu auðæfum, sem sög- ur fara af í Þýzkalandi. Báðir virðast mennirnir lítt skeyta um þyrlurnar með merkjum lögreglunnar, sem yfir þeim sveima né heldur grænu og hvítu lögreglubílana, sem hafa stað- næmzt við öll vegamót, sem ekið er framhjá. Ökumaður Mohns, sem um leið er lífvörður hans, ekur alla daga á þessum ógnarhraða. Það eru engin hraðatakmörk á hraðbrautunum í Þýzkalandi. Lög- reglan er ekki að leita að ökuþór- um. Hún er á eftir hryðjuverka- mönnum. Reinhard Mohn var stríðsfangi í Ameríku fyrir 33 árum og hlaut þar tilsögn í tæknifræði. Hann var tek- inn höndum í Túnis árið 1943, þar sem hann var í Afríkuher Romm- els. Þegar Mohn sneri aftur til Þýzkalands komst hann að raun um að bókafyrirtæki föður hans sem aðallega gaf út og seldi bæk- ur trúarlegs eðlis, hafði eyðilagt í loftárásum og bræðra hans tveggja var saknað. Faðir Mohns hvatti hann til að segja skilió við tæknifræðina en reyna þess í stað að hefja bóksölu og bókaútgáfu á nýjan leik. Reinhard Mohn forstjóri og aðaieig- andi Bertelsmann Nú er þessi heimilisiðnaður, sem svo mátti í raun nefna, orð- inn að Bertelsmann Aktiengesell- schaft — risafyrirtæki í útgáfu- málum, sem selur fyrir meir en þrjá milljarða marka á ári. Fyrirtækið gefur út bækur, hljómplötur og tímarit, þar á meðal vikublaðið Stern, sem kemur út Í1.6 milljón eintaka, Brigitte, stærsta kvenna- blað í Evrópu og Kapital, mánað- arrit um efnahags- og viðskipta- mál. Þar að auki rekur Bertels- mann bókaklúbba. Tekjur fyrir- tækisins árið 1977 urðu meiri en hjá bandarísku útgáfufyrirtækjun- um Time og McGraw-Hill. Og Mohns fjölskyldan á 88,5% í fyrir- tækinu, sem gerir það að verkum að hún er meðal hinna sönnu mill- jarðamæringa í heiminum. Úr alfaraleið Þýzkaland var í sárum eftir styrj- öldina, þegar Mohn hófst handa. Og hann fórekki neinar venjulegar leiðir. „Skammt frá okkur var verk- smiðja, sem framleiddi þýzkt brennivín, Steinhaeger", sagði Mohn. ,,Þeir áttu flöskur en ekki límmiða. Við sögðum því: ,,Við skulum prenta límmiðana fyrir ykkur en látiö okkur fá viskí í staö peninga." Síðan fórum viö til múr- aranna og sögðum:,,Viljiö þið ekki viskí? Látið okkur fá múrsteina í staðinn." Til þess að komast yfir pappír fór Mohn til háskólaborg- arinnar Göttingegn, sem hafði sloppið við sprengjuárásirnar og bauðst til að skipta á nýjum bókum fyrir tvöfalda þyngd þeirra í göml- um. Viðbrögðin voru svo einstök að hann gat ekki einungis keypt pappírinn heldur skapaðist grund- völlur að nýjum viðskiptum — fornbókasölu. Eins og víða í einkafyrirtækjum reynir Mohn að sýna sem minnst- an hagnað til að komast hjá skött- um. Ágóðanum heima fyrir í Þýzkalandi skiptir hann jafnt milli sín og starfsmanna og minnkar þar með nettóhagnað en pening- arnir haldast eftir sem áður í Bert- elsmann, því að sjóðir starfs- mannanna eru notaðir til hluta- bréfakaupa. Þannig hefur Bertels- mann heldur ekki þurft að hafa á- hyggjur af aðgerðum verkalýðsfé- laga, því stærsti hlutinn af starfs- mönnunum stendur utan þeirra. 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.