Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Síða 61

Frjáls verslun - 01.11.1978, Síða 61
Kynningarherferðir í þágu forstöðumanna stórfyrirtækja Nýr þáttur og vaxandi í starfsemi fyrirtækja sem vinna að al- menningstengslum í Bandaríkjunum Það er af kurteisisástæðum kallað „persónukynning". Þeir sem leggja á ráðin með hana eru þrautþjálfaðir kunnáttumenn, sem áður hafa fengizt við að koma Hollywood-stjörnum á toppinn og stjórnmálamönnum í sviðsljósið. Nú beita þeir kröftum sínum í vaxandi mæli í þágu forstöðu- manna fyrirtækja í Bandaríkjun- um. Enn eru nokkuð skiptar skoð- anir um ráöningu persónulegs blaöa- eða almannatengsla full- trúa, AT-manns, meðal forstjóra bandarískra fyrirtækja. Þó eru það sífellt fleiri og fleiri sem láta sig hafa það. Ástæðurnar geta verið margvíslegar: áhugi á aukinni vel- gengni fyrirtækisins, von um stöðuhækkun eða hrein og bein metnaðargirnd og sjálfselska. Sumir hinna bandarísku for- stjóra, sem leitað hafa aðstoðar AT-manna, hafa þegar náð langt. Aðrireru að undirbúa jarðveginn. í þeirra hópi er meðal annarra Jean nokkur Barrier, forstjóri Ajax-bíla- leigufyrirtækisins í Kaliforníu. Þetta er fjögurra ára gamalt fyrir- tæki meö um 20 milljón dollara tekjur í fyrra. Kynningarfyrirtækið ICPR í Los Angeles sér um að gera úr Jean Barrier sérstakan tals- mann fyrir hagstæða bílaleiguskil- mála gagnvart almenningi. Byggja sjálfa sig upp Persónuleg kynningarráðgjöf er veitt forstjórum fyrirtækja meö það markmið fyrst og fremst að þeir sem einstaklingar muni gefa al- menningi sem hagstæðasta og þægilegasta mynd af fyrirtæki sínu. En stundum eru forstjórarnir miklu fremur að byggja sjálfa sig upp persónulega en fyrirtækið. Þegar National Bank of Georgia, sú minnsta af fimm bankastofnun- um í Georgíu-ríki, vildi reka af sér slyöruorðið, réði bankinn Bert Lance, sem þá var þekktur um allt ríkið, í stöðu aðalbankastjóra. Síð- an kom kynningarfyrirtæki í At- lanta til skjalanna og gerði áætlun um kynningu Lance fyrir almenn- ingi. Þessi herferð var nýhafin þegar Lance lét af störfum og varð hagsýslustjóri Jimmy Carters, Bandaríkjaforseta. En áður en Lance fluttist til Washington var búið að gera útvarpsauglýsingar með honum, þar sem hann hvatti Georgíu-búa til að eiga viðskipti við National Bank of Georgia. Sumir forstjórarnir halda því fram, að öll kynning og áróður í þeirra þágu komi af sjálfu sér. Svo er um David J. Mahoney, for- stöðumann Norton Simon Inc., sem er einn umtalaðasti kaup- sýslumaður í Bandaríkjunum um þessar mundir að sögn vikuritsins Business Week. En Mahoney, sem er 54 ára gamall, segist aldrei hafa sótzt eftir skipulögðu umtali í fjöl- miðlum. ,,Við höfum aldrei beðið um það, en heldur ekki hafnað því“, segir hann. Mahoney heldur því hins vegar fram, að fjölmiðlar hafi ávallt sýnt stórsamningum í viðskiptaheiminum eða stööu- breytingum mikinn áhuga eins og til að mynda kaupum fyrirtækis hans á Avis-bílaleigunni nú nýver- ið. „Þegar maður fer af stað og kaupir upp fyrirtæki eins og Avis koma fjölmiðlarnir til manns óum- beðið." James Donley, sem starfrækir Donley Communications kynning- arfyrirtækið, segir sögu af því hvernig hann vann að persónu- legri kynningu forstjóra fyrirtækis nokkurs. Hann sagðist hafa fyrst og fremst stefnt að kynningu á persónu forstjórans en ekki fyrir- tækinu. Maðurinn tók sig vel út, var greindur að eðlisfari en feim- inn og lítt um persónulega kynn- ingu gefið. ,,Ég kom því til leiðar, aö hann var fenginn sem ræðu- maður á nokkra fundi, og kynnti hann fyrir blaðamönnum", segir Donley, ,,en ég bjó ekkert til, sem ekki var fyrir hendi. Ef kjarninn — Þú velzt að ég er bara að vekja athygli á fyrirtækinu — ekki sjálfum mér. 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.