Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.11.1978, Blaðsíða 70
„Menningin getur orðið okkur æði dýr” Á Egilsstöðum hittum við að máli Guðmund Magnússon, sveitarstjóra, og inntum hann eftir málum frá sjónarhóli sveitarfé- lagsins sjálfs. „Það sem snýr að hreppsfélag- inu hér er vafalítið svipað og það sem að flestum öðrum sveitarfé- lögum snýr“, sagði Guðmundur, „en því er þó ekki hægt að neita að við höfum nokkra sérstöðu hér, því við erum þjónustumiðstöð fyrir Austurland. Héreru ríkisstofnanir, svo sem rafveiturnar og póstur og sími með sínar miðstöðvarog hér er aðalmiðstöð landbúnaðarfram- leiðslunnar og afurðanna fyrir þetta svæði, allt frá Vopnafirði niður á Djúpavog. Fólksfjölgun hefur orðið ákaf- lega ör hérna og nú eru rúmlega eitt þúsund íbúar í þessu hrepps- félagi. Atvinna er meir en nóg og ekki hægt að segja að hér hafi komist maður á atvinnuleysisskrá og hér starfa fyrirtæki sem hafa talsverð verkefni á fjörðunum, auk þeirra framkvæmda sem hér eru fyrir hendi. Menntaskólinn í byggingu Það tvennt sem hæst ber hjá okkur er Menntaskóli Austurlands, sem hér er í byggingu og svo hita- veitan, því við höfum fundið nóg heitt vatn við Urriðavatnið til að nægja Hlöðum og Egilsstöðum. Það er Ijóst að afkoma sveitar- félaga er erfið í dag. Þarf að end- urskoöa algerlega afstöðuna milli sveitarfélaga og ríkis, ekki sízt núna, þegar ríkið seilist einfald- lega í vasa með því að leggja við- bótargjöld á eftir þörfum, en sveit- arfélögin þurfa að standa viö sitt án þess að geta bætt við tekjur sínar. Viö getum ekki farið eftir á í vasa skattgreiðenda, hvorki þeirra sem versla né annarra. Því er nauðsynlegt að annað hvort fáum við nýjan tekjustofn, eða losnum við gjaldaliði. Svona gengur þetta ekki. í því sambandi má minna á að þegar stofnanir eins og mennta- skóli eru byggðar á stöðum, er á- vinningurinn ekki eins mikill fyrir sveitarfélagið og oft er látið í veðri vaka. Reikna má með aö hingað flytjist um hundrað manns til bú- setu vegna skólans og því fylgja margar kvaðir fyrir hreppinn. Skólinn greiðir engin fasteigna- gjöld og ætlast er til þess að lóðir fáist fyrir ekki neitt, þannig að menningin getur orðið okkur æði dýr, þegar allt kemur til alls. Það er ekki nóg að staðurinn verði þjónustu-, samgangna- og menningarmiðstöð, ef hann ber sig engan veginn fjárhagslega.“ „Vlð getum ekkl farlð eftlr á f vasa skattgrelðenda elns og ríklð", seglr Guðmundur sveltarstjóri á Egllsstöðum. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.