Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 70

Frjáls verslun - 01.11.1978, Page 70
„Menningin getur orðið okkur æði dýr” Á Egilsstöðum hittum við að máli Guðmund Magnússon, sveitarstjóra, og inntum hann eftir málum frá sjónarhóli sveitarfé- lagsins sjálfs. „Það sem snýr að hreppsfélag- inu hér er vafalítið svipað og það sem að flestum öðrum sveitarfé- lögum snýr“, sagði Guðmundur, „en því er þó ekki hægt að neita að við höfum nokkra sérstöðu hér, því við erum þjónustumiðstöð fyrir Austurland. Héreru ríkisstofnanir, svo sem rafveiturnar og póstur og sími með sínar miðstöðvarog hér er aðalmiðstöð landbúnaðarfram- leiðslunnar og afurðanna fyrir þetta svæði, allt frá Vopnafirði niður á Djúpavog. Fólksfjölgun hefur orðið ákaf- lega ör hérna og nú eru rúmlega eitt þúsund íbúar í þessu hrepps- félagi. Atvinna er meir en nóg og ekki hægt að segja að hér hafi komist maður á atvinnuleysisskrá og hér starfa fyrirtæki sem hafa talsverð verkefni á fjörðunum, auk þeirra framkvæmda sem hér eru fyrir hendi. Menntaskólinn í byggingu Það tvennt sem hæst ber hjá okkur er Menntaskóli Austurlands, sem hér er í byggingu og svo hita- veitan, því við höfum fundið nóg heitt vatn við Urriðavatnið til að nægja Hlöðum og Egilsstöðum. Það er Ijóst að afkoma sveitar- félaga er erfið í dag. Þarf að end- urskoöa algerlega afstöðuna milli sveitarfélaga og ríkis, ekki sízt núna, þegar ríkið seilist einfald- lega í vasa með því að leggja við- bótargjöld á eftir þörfum, en sveit- arfélögin þurfa að standa viö sitt án þess að geta bætt við tekjur sínar. Viö getum ekki farið eftir á í vasa skattgreiðenda, hvorki þeirra sem versla né annarra. Því er nauðsynlegt að annað hvort fáum við nýjan tekjustofn, eða losnum við gjaldaliði. Svona gengur þetta ekki. í því sambandi má minna á að þegar stofnanir eins og mennta- skóli eru byggðar á stöðum, er á- vinningurinn ekki eins mikill fyrir sveitarfélagið og oft er látið í veðri vaka. Reikna má með aö hingað flytjist um hundrað manns til bú- setu vegna skólans og því fylgja margar kvaðir fyrir hreppinn. Skólinn greiðir engin fasteigna- gjöld og ætlast er til þess að lóðir fáist fyrir ekki neitt, þannig að menningin getur orðið okkur æði dýr, þegar allt kemur til alls. Það er ekki nóg að staðurinn verði þjónustu-, samgangna- og menningarmiðstöð, ef hann ber sig engan veginn fjárhagslega.“ „Vlð getum ekkl farlð eftlr á f vasa skattgrelðenda elns og ríklð", seglr Guðmundur sveltarstjóri á Egllsstöðum. 70

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.