Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 18
vill væri hægt að koma upp hálfat- vinnumannaliðum. Við í Val höfum t.d. þurft í vaxandi mæli að taka af þeim tekjur sem meistaraflokkur aflar til að greiða með unglinga- starfi. Það kostar tæpar 50 þúsund krónur að þjálfa leikmann í 5. flokki 12 ára gamlan eitt keppnistímabil. Á móti þessum 50 þúsundum höf- um við 2000 kr. sem hver leikmað- ur greiðir í félagsgjöld, sagði Pét- ur. — Ef eingöngu væri um kostn- að vegna meistaraflokks að ræða, væri ef til vill hægt að koma upp hálfatvinnumannaliði, en það er enn lengra í land. Félögin ættu að fá greiðslu fyrir þá sem gerast atvinnumenn. Um tíma æfði Skoti með meist- araflokki Vals í knattspyrnu og lék einn og hálfan leik með honum. Gerðist hann síðan atvinnumaður í knattspyrnu í Belgíu og fékk knattspyrnudeild Vals 700 þús. kr. í aðra hönd fyrir þennan mann, og sagði Pétur að þarna hefði verið um aö ræða kostnað af hálfu knattspyrnudeildarinnar vegna þessa leikmanns. — Ég held því fram, að knatt- spyrnufélög ættu að setja sameig- inlega ákveðnar reglur um þessi mál, sagði Pétur. Það er út í hött, að við skulum vera eina þjóðin í heiminum, þar sem hægt er að sækja leikmenn í knattspyrnu án þess að erlenda félagið beri nokk- urn kostnað af gagnvart íslenska félaginu. — Mér finnst sjálfsagt að fé- lögin fái nokkurn hlut af þeim mikla kostnaði við að ala þessa leikmenn upp. Það væri heiðarlegt gagnvart öllum aðilum, að félögin kæmu sér saman um ákveðna upphæð ef um félagaskipti milli landa er aö ræða t.d. 2 milljónir króna, án þess þó aö það mundi skaða samningsstöðu knatt- spyrnumanns við viðkomandi er- lent félag. Pétur gat þess aö sér fyndist Reykjavíkurborg ekki veita íþróttamálum nægan stuðning og sagði m.a. í því sambandi: — Má segja, aö í stað þess að maður skyldi halda að það væri borgar- stjórn Reykjavíkur eins og bæjar- félögum annarra sveitarfélaga Júlíus Hafstein gjaldkeri H.S.f. verulegt metnaóarmál, að Reykja- vík ætti á að skipa a.m.k. einu knattspyrnuliði sem berst um ís- landsmeistaratitilinn, þá er því eina félagi af Reykjavíkurfélögun- um sem keppt hefur um íslands- 'meistaratitilinn í knattspyrnu s.l. 6 ár refsað fjárhagslega fyrir frammistöðu sína. — Ég held því fram, að með óbreyttri stefnu borgaryfirvalda verði þess ekki langt að bíða, að Reykvíkingar geti ár eftir ár, ein- göngu horft á utanbæjarlið berjast um æðstu verðlaun íslenskrar knattspyrnu, sagöi Pétur að lok- um. Fjárhagur HSf bágborinn. Næst var rætt við Júlíus Hafstein um fjárhag HSl og stuðn- ing Reykjavíkurborgar við íþrótta- starfið. — Fjárhagur HSl er heldur bágborinn, og það er sammerkt með öllum sérsamböndunum, ef til vill að undanskyldu knattspyrnu- sambandinu, að fjármálin eru í slæmu ástandi, og það er einnig Ijóst, að á þessu ári verða öll sér- sambönd innan ÍSÍ rekin með tapi. — Nærtæk dæmi eru fimleika- sambandið, sem nýlega hélt árs- þing sitt, en þar kom fram að halli á yfirstöðnu starfsári var 4'/2 milljón, og frjálsíþróttasambandiö, sem „Fáir vilja taka að sér störf sem byggj- ast á endalausu betli og rukkunum.“ einnig hélt nýlega ársþing sitt. Sýndu þeirra reikningar 11 milljón kr. skuldir. — Við hjá HSÍ höfum s.l. mán- uði verið að vinna upp þessa slæmu fjárhagsstöðu hjá okkur, og hefur tekist nokkuð. Um ára- mót, þegar reikningum er lokað vonumst við til að ekki verði mikill halli á rekstrinum. Kostar um 3'/2 milljón að senda lið utan. Langmest samskipti við erlend- ar þjóöir á íþróttasviðinu eru í handknattleik, og á þessu starfsári verða leiknir 30 landsleikir, og til þess þarf að fara 4-5 ferðir utan, sem samtals munu kosta milli 14-18 milljónir. — Til skamms tíma voru tekjur af landsleikjum hér heima helsta tekjulind HSÍ, en þetta hefur breyst. Við stöndum í alls konar fjáröflun, höldum happdrætti, þ. á m. íbúðahappdrætti, bílahapp- drætti, farseðlahappdrætti, höld- um bingó, dansleiki, söfnum aug- lýsingum, eða förum allar þær fjáröflunarleiðir sem þekkjast. — Kostnaður við að senda handknattleikslið utan er svipaður og í knattspyrnunni, eða um 3VS>. milljón króna. Sá samningur gildir milli (slands og austantjaldsþjóð- 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.