Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 52
bvaad
Á Hvammstanga er alltaf
verið að byggja
Tiltölulega ör fólks-
fjölgun síðustu ára
mótar verkefni sveit-
arfélagsins nokkuö
— Atvinnulíf hér byggist fyrst
og fremst á þjónustu og verslun
við nokkuð stórt landbúnaðarhér-
að í kring, en í vaxandi mæli
einnig á útgerð og vinnslu sjávar-
afla sagði Þórður Skúlason sveit-
arstjóri á Hvammstanga þegar
Frjáls Verslun hitti hann að máli.
— Það er bara eitt fyrirtæki í
fiskvinnslu hérna, sagöi Þórður,
en það er Meleyri h.f. Þar er fyrst
og fremst unnin rækja, en þeir eru
líka farnir að taka eitthvað við bol-
fiski upp á síðkastið. Svo hefur
verið unnin skel. Héðan eru gerðir
út 5 bátar frá 15-70 tonn að stærö.
Og eitthvert slangur er hér af trill-
um, en eigendur þeirra nota þær
gjarnan til grásleppuveiöa. Útgerð
hefur verið að vaxa hérna, enda er
fiskgengd að aukast í flóanum.
önnur forsenda aukningarinnar er
sú að mikið hefur verið gert til úr-
þóta í hafnarmálum á undanförn-
um árum. Bæði hefur höfnin verið
dýpkuð og byggður grjótgarður.
Tvö sláturhús.
— Hvað snertir þjónustuna viö
landbúnaðinn sem ég nefndi fyrst,
sagði Þórður, — þá eru hér tvö
sláturhús. Annaö er í eigu kaupfé-
lagsins en hitt á vegum verslunar
Sigurðar Pálmasonar. ( þessum
húsum er slátrað um 40.000 fjár á
þessu hausti. í sambandi við þessi
fyrirtæki hefur verið reynt að koma
upp svolítilli kjötvinnslu og þyrfti
gjarnan að auka þá fullvinnslu
landbúnaðarafurða á staðnum.
— Kaupfélögin hér og á Borð-
eyri eru með sameiginlegt mjólk-
urbú hérna, sagði Þórður, — en
þaö þjónar nokkuö stóru svæði.
Aðal framleiðsluvara búsins er
45% ostur með vaxskorpu, en sá
ostur mun svo til eingöngu fram-
leiddur hér. Núna stendur yfir mikil
stækkun á mjólkurbúinu og á að
auka við bæði vinnslu- og
geymslupláss. Fyrir utan þetta er
kaupfélagiö meö nokkurn at-
vinnurekstur. Það rekur hér sér-
stakt kjötfrystihús og er að byggja
nýtt sláturhús. Þá er þar verslun-
arrekstur í nokkrum deildum.
Vegagerðarmiðstöð fyrir sýsluna.
— í sambandi við þjónustu á
öðrum sviðum má nefna að vega-
gerðin er alltaf meö mikla starf-
semi hér, sagði Þórður. — Hér er
eins konar vegageröarmiðstöö
fyrir sýsluna og eru nokkrir starfs-
menn vegagerðarinnar með fasta
búsetu hér. Við erum að vinna að
því að Póstur og sími komi sér upp
sams konar þjónustumiðstöö og
rafveitan er aö koma sér upp vísi
að slíku.
Á Hvammstanga er starfrækt lít-
ið sjúkrahús, sem þjónar Vestur-
Húnavatnssýslu auk Bæjarhrepps
í Strandasýslu, sem tilheyrir lækn-
ishéraðinu. — Fyrir okkur veitir
þetta sjúkrahús þýðingarmikla
þjónustu, sagöi Þóröur. Þarna
vinna tveir læknar, héraðshjúkr-
unarkona og Ijósmóðir. Pláss er
fyrir um 30 sjúklinga í sjúkrahúsinu
núna, en fyrirhugaðar eru breyt-
ingar á því og bygging heilsu-
gæslustöðvar við. Þá færist eitt-
hvað af. starfsemi sjúkrahússins
yfir í nýbygginguna, auk þess sem
hægt,verður að rýma íbúðir inni í
sjúkrahúsinu og ætti þetta að hafa
í för með sér betri nýtingu. Eins og
gjarnan gerist þá hefur fjárskortur
hamlað því að hægt væri að ráðast
í þessar framkvæmdir af fullum
krafti, en heilsugæslustöðin er nú
fullhönnuð.
Eitt iðnfyrirtæki.
— Eina iðnfyrirtækið hérna er
saumastofan Drífa, sagði Þórður,
— en það er ansi gott fyrirtæki.
Þar vinna nú 15-20 konur og hefur
þessi atvinna verið vinsæl meðal
þeirra kvenna sem ekki hafa
áhuga á að vinna í rækju eöa fiski.
Á síðustu árum hefur fólksfjölg-
un verið tiltölulega ör í Hvamms-
tangahreppi og hafa verkefni
sveitarfélagsins mótast nokkuð af
því. — Það er alltaf mikið verið að
byggja hérna, sagði Þórður, — og
þess vegna verðum við að sjá fyrir
byggingarhæfum lóðum, gera
götur, leggja holræsi, vatnslagnir
og hitaveitu. Af stóru verkefnunum
má nefna hafnargerðina, en því
miöur er lítið verið að sinna henni
núna. Hér bíða viðamikil verkefni á
því sviði. Núna er verið að byggja 5
leiguíbúðir á vegum hreþpsins en
4 voru teknar í notkun í fyrra. Þá er
okkar kvóti fullnýttur, en vissulega
væri þörf fyrir fleiri. Það er mikil
eftirspurn eftir húsnæöi frá fólki
sem er að flytja hingað. Af öörum
byggingaframkvæmdum mætti
nefna, aö verið er að byggja bún-
ingsklefa, sem eiga að nýtast fyrir
sundlaug og íþróttahús. Sund-
lauginni verður komið upp fyrst,
en mikill áhugi er á því að hafa
hana tilbúna fyrir næsta haust.
Sjálfsagt verður að bíða eitthvað
lengur eftir íþróttahúsi. Núna fer
íþróttakennslan fram á göngum í
gamla grunnskólahúsinu við erf-
iðar aðstæður. Og úr því ég nefni
grunnskólahúsið þá má taka fram
að það er farið að þrengjast mjög
vegna fólksfjölgunarinnar hérna
og stutt í það að eitthvað þurfi að
gera í þeim málum, sagöi Þórður
Skúlason að lokum.
52