Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 30
adutan Þegar neyðin er stærst.... Bandarískir framleið- endur mæta skerpt- um kröfum um meng- unarvarnir með auk- inni framleiðni og nýjum hugmyndum Á undanförnum áratug hafa kröfur um megnunarvarnir í bandarískum iðnaði, og þá sér- staklega í efnaiðnaði, farið vax- andi auk þess sem viðurlög hafa verið hert samfara auknu og strangara eftirliti. Þegar kastljósinu var fyrst beint að þeirri gífurlegu mengun lofts, láðs og lagar, sem viðgekkst í bandarískum efnaiönaöi heyrðust spár um að kostnaður við tryggi- lega losun úrgangsefna mundi verða gífurlegur. Því var jafnvel haldið fram, að efnaiðnaðurinn ætti einskis annars úrkosta en að velta þeim kostnaði, að stórum hluta, yfir á bandaríska og erlenda neytendur í mynd hækkaðs vöru- verðs. Án þess ráðs ættu fyrirtæk- in enga möguleika á aö forða sér frá gjaldþroti. Nú, nokkrum árum síðar, er enn einu sinni Ijóst, að „nauðsynin er móðir hyggjuvitsins". Framfarir í mengunarvörnum hafa orðið gíf- urlegar í Bandaríkjunum og telja sérfróðir að þetta sé einungis byrjunin á því að snúa þróuninni við. Um leið hefur það sýnt sig að skerptar kröfur um losun og með- ferð úrgangsefna, og jafnvel olíu- kreppa sem reið yfir, hefur ekki leitt til neinna umtalsverðra verð- hækkana á iðnaðarvörum í Bandaríkjunum, a.m.k. ekki í lík- ingu við þaö sem spáð var fyrir um í byrjun þessa áratugs. En hvað er það sem hefur gerzt, — hvernig hafa fyrirtæki í banda- ríska efnaiðnaðinum brugðist við þeim viðlögum sem stjórnvöld hafa beitt þau í baráttunni gegn mengun umhverfisins? Endurvinnsla — alvinnsla Mörg bandarísk efnaiðnaðarfyr-■ irtæki hafa uppgötvað nýja mögu- leika sem felast í hinum auknu kröfum um mengunarvarnir. í stað þess að leggjast á bakið og gefast upp, hafa þau í auknum mæli tekið upp endurvinnslu og í mörgum til- vikum alvinnslu, sem ekki var talin framkvæmanleg áður, hvað þá að hún borgaði sig. Árangurinn hefur oróið sá, að afkoma margra þess- ara fyrirtækja er nú jafn góð, í sumum tilvikum jafnvel betri en áöur en mengunarlögin tóku gildi. Á ráðstefnu markaðssérfræð- inga í New York fyrr á þessu ári, flutti Burton M. Rein forstjóri markaðsdeildar J.T. Baker Chemical Company fróðlegt erindi um þessi mál. Er þar varpað Ijósi á hvernig bandaríski efnaiðnaður- inn hefur brugðist við breyttum aðstæðum varðandi mengunar- mál. J.T. Baker Chemical Com- pany er eitt af fyrirtækjum í sam- steypunni Richardson-Merrel, en framleiösla þess eru lyf og alls konar kemísk efni og nemur árleg sala samsteypunnar röskum 800 milljónum dollara, þar af selur Baker Chemical um 10%. For- stjórinn gat þess að um 35% af ráðstöfunartekjum Baker Chemi- cals færu til þess að fullnægja kröfum bandarískra stjórnvalda um frágang og losun kemískra úr- gangsefna ásamt kröfum um holl- ustuhætti starfsfólks í efnaiðnaði. Rein segir: Þegar okkur varð Ijóst að fjölmörg önnur fyrirtæki áttu við sama vanda að glíma og við, fórum við að velta fyrir okkur á hvern hátt við gætum aðstoöað þau við að leysa vandann. Okkur varð Ijóst að mjög strangar kröfur um mengunarvarnir höfðu skapað þörf fyrir gífurlega tækniþekkingu og þjónustu. Með því að leysa vandamál margra mismunandi fyrirtækja samtímis, varö okkur Ijóst að hægt væri að endurnýta og fullnýta ýmis efni í einu fyrir- tæki, sem var úrgangur annarra og öfugt. Nýlega tókst okkur aö þróa upp aðferð til þess að vinna mjög verðmætt hráefni fyrir okkur úr úr- gangsefni frá einum af okkar við- skiptaaðilum. Nú erum við í aukn- um mæli farin að nota þetta hrá- efni og um leið hefur sala okkar til þessa ákveðna fyrirtækis aukist verulega. Á þann hátt tekst þeim að nota tankbíla okkar til þess að flytja til baka úrgangsefnið sem við vinnum úr. Þeir sleppa við að greiða gjald fyrir að losna við efn- ið, en það var nálægt því að vera 10% af framleiðslukostnaði þeirra, og við fáum þarna hráefni á mjög hagstæðu verði. Tækin sem við notum til þess að endurvinna þetta ákveðna hráefni voru til staðar hjá okkur, sam- kvæmt lögum um meðferð affalls- efna. Baker Chemical skiptir nú í auknum mæli við efnaiðjur þar sem hráefniskostnaður er stór lið- ur í reksturskostnaði og það bregst varla aö okkur tekst að endurvinna verulegan hlut af þeirra úrgangi á hagkvæmari hátt en ef við keyptum hráefnið á venjulegu markaðsverði. Samkeppnin leiðir til aukinnar hagkvæmni Og Rein heldur áfram: Við erum stöðugt að leitast viö að lækka framleiöslukostnað okkar um leið og við reynum að leysa vandamál þeirra sem kaupa af okkur iðnað- 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.