Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 34
meó doktorsgráður á ýmsum sviö-
um.
Rannsóknarstöðin var kosin
,,The Lab of the Year“, eða rann-
sóknarstöö ársins árið 1974, af
tímaritinu Industrial Research,
sem fjallar um rannsóknir í iðnaði.
Fallegt og notalegt iðnaðarhús-
næði
í verksmiðjuhúsinu og á rann-
sóknarstöðinni er mikil áhersla
lögð á, að umhverfið sem fólkið
vinnur í sé bæði örvandi og fallegt.
Á veggjum verksmiðjunnar hanga
myndlistarverk eftir listamenn,
sem starfa í Virginíu og þá einkum
Richmond. Þessi listaverkakaup
fyrirtækisins eru einnig liöur í
starfsemi þess að styrkja lista-
menn í fylkinu.
í sjálfri verksmiðjubyggingunni,
sem er risastór samsteypa sex
húsa má sjá fallega litla garða, en
þangað getur fólkið farið í matar-
og kaffihléum, t.d. í sólbaö, gengið
um eða hvílt sig á bekkjum sem þar
eru.
Þeir sem vinna í rannsóknar-
stöðinni, sem er 120 feta há bygg-
ing og myndar nokkra turna eins
og sígarettur í laginu, hafa fallegt
útsýni. Fallegar setustofur auk
vistlegs matsalar auka enn á
þægilegheitin á þessum vinnu-
stað.
Clifford H. Goldsmith, sem er í
forsæti Philip Morris segir, að
þessi áhersla á umhverfi starfs-
fólksins sé til þess að laða að gott
starfsfólk og markmið fyrirtækis-
ins sé að búa þannig að umhverfi
þess að það örvaði sköpunargáfu
þess og yki vinnuafköst.
Joseph F. Cullman sem er
stjórnarmaður í Philip Morris fyrir-
tækinu segir að það væri fólkinu,
en ekki vélunum sem mætti þakka
þá miklu grósku, sem Philip Morris
fyrirtækið hefði átt að fagna.
En auk þess að leggja mikla
áherslu á umhverfi starfsfólksins
fer fram ýmis konar fræðslu- og
menningarstarfsemi, sem starfs-
fólk Philip Morris tekur þátt í.
ört vaxandi fyrirtæki.
Philip Morris fyrirtækið hefur átt
góðu gengi að fagna. Síöastliðin
tíu ár hefur sígarettuframleiðsla
fyrirtækisins aukist um helming. Á
síðasta ári jókst salan um 5.2% í
Bandaríkjunum, og utan þeirra um
9.3%
Auk sígarettuframleiöslunnar á
og rekur Philip Morris fyrirtækið
bjórverksmiðjur og framleiðir bjór
fyrir bandarískan markað, Miller-
bjór. Sala á Miller-bjórnum eykst
sífellt og á árinu 1976 jókst salan
um 31.6% í Bandaríkjunum. Hlutur
Miller í heildarbjórneyslu lands-
manna er 15.4%.
Philip Morris á einnig pappírs-
verksmiðju, sem framleiðir m.a.
pakkana utan um sígaretturnar.
Fyrir nokkrum mánuðum keypti
Philip Morris 7Up gosdrykkjaverk-
smiðjurnar, en 7Up er þriðja í röð-
inni, hvað snertir gosdrykkja-
neyslu í Bandaríkjunum.
Heildarfjöldi starfsmanna Philip
Morris innan Bandaríkjanna sem
utan er um 53.000 manns.
fpffllf Útgerðarfélag
Skagfirðinga hf
Sauðárkróki sími 95-5450
TRÉSMIÐJAN
BCC© BORGARMÝRI 1
SÍMI 95-5170 SAUÐÁRKRÓKI GERIR ÚT
FRAMLEIÐSLA: SKUTTOGARANA:
Inni- og útihurðir
Vegg- og ioftklæðningar
Hvers konar innréttingar Drangey SK 1
Húsbyggingar Hegranes SK 2
UMBOÐ FYRIR: Skafti SK 3
ISPAN einangrunargler
34