Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 62
Senda grjót til steinullar- vinnslu vestan hafs Tilraun gerö með hrá- efni úr Skagafirði vegna fyrirætlana um steinullarverksmiðju á Sauðárkróki. Skömmu eftir síðustu sveitar- stjórnarkosningar var um það rætt í fjölmiðlum, að könnun hefði leitt í Ijós að Sauðárkrókskaupstað vantaði verulegt fé til að geta sinnt þeim verkefnum og greiðslum sem væru á fjárhagsáætlun árs- ins. Þegar Frjáls verslun átti leið um Sauðárkrók í haust var nýr bæjarstjóri, Þorsteinn Þorsteins- son, inntur frétta af þessu máli og fleirum sem eru þar á döfinni. — I þessu tilfelli var ekki um neina könnun eða úttekt að ræða á fjárhag sveitarfélagsins, sagði Þorsteinn, — heldur var verið að framkvæma reglulega endurskoð- un, sem alltaf er gerð á miðju ári. Þá er bókhaldið gert upp og síðan gerð greiðsluáætlun til áramóta miðað við þann rekstur og þær framkvæmdir sem áætlaðar hafa verið. Niðurstaða þessarar endur- skoðunar sýndi aö okkur vantaði verulegt fjármagn til að gera allt sem til stóð. Hins vegar gerði fjár- hagsáætlunin að sumu leyti ráð fyrir að allar framkvæmdir yrðu greiddar upp. Þannig kom fram meiri fjárþörf en var fyrir hendi í raun og veru því sumar greiðslur hefðu dregist eitthvað. Þá gerði þessi endurskoðun ráð fyrir minni yfirdráttarheimild en við höfum í raun og veru. Vandinn leystur með lánsfe — Endurskoðun af þessu tagi, sagði Þorsteinn, — er gerð til þess að bæjarstjóri geti gert ráðstafanir til að útvega fjármagn ef þaö er af skornum skammti. Þá má segja að á þessum tíma sé fjármagn alltaf naumt. Framkvæmdir á vegum sveitarfélaga eru alltaf mestar á sumrin, en tekjurnar koma aðal- lega inn á haustin og fram að ára- mótum. En í þessu tilfelli sáum við fram á að þurfa að draga eitthvað saman seglin. Við felldum því svo- lítið niður af áætlaðri gatnagerð og holræsalagningu. Hins vegar var vandinn að mestu leystur með út- vegun lánsfjár. Á vegum Sauðárkrókskaup- staðar hafa að undanförnu staðið yfir athuganir á möguleikum þess að setja upp steinullarverksmiðju, sem ynni úr innlendu hráefni með innlendri orku. Var Þorsteinn bæjarstjóri spurður hvað liði því máli. — Málin standa þannig núna, sagði Þorsteinn, — að gerðar hafa veriö tilraunir í tilraunastofum með bræðslu á grjóti. Næsta tæknilega skref verður að senda 10—20 tonn af efni til verksmiðju í Bandaríkj- unum og framkvæma tilrauna- vinnslu úr því. Ýmsar aðrar athug- anir eru í gangi. Iðntæknistofnunin hefur verið okkar helsti ráðunaut- ur í þessu máli og Útflutningsmið- stöö iðnaðarins hefur verið að gera markaðsrannsókn sem ekki er komin niðurstaöa á. Þaö liggur að vísu Ijóst fyrir að markaður fyrir steinull er fyrir hendi og eykst með hækkandi olíuverði. Þá hefur Þorsteinn bæjarstjóri á Sauðárkróki. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.