Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 53
Saumastofan Drífa byggir
nýtt verksmiðjuhús
f litlum fundarsal í félagsheim-
ilinu á Hvammstanga situr hópur
kvenna og saumar uilarfatnað. f
skrifstofu sem stúkuð hefur verið
af í horni salarins situr Þórhallur
Jónsson framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, sem nefnist Saumastof-
an Drífa h.f. — Það voru fimm
einstaklingar hérna á staðnum
sem stofnuðu fyrirtækið fyrir 6 ár-
um, sagði Þórhallur.
— Þetta er eingöngu sauma-
stofa og viö vinnum úr ullarvoö
sem viö fáum frá Pólarprjón h.f. á
Blönduósi. Viö erum í samtökum
sem prjóna- og saumastofur á
Noröurlandi, allt frá Hvammstanga
til Raufarhafnar hafa myndaö með
sér. Þessi samtök hafa þaö að
markmiði að deila verkefnum nið-
ur á fyrirtækin þannig aö allir hafi
mátulega mikiö aö gera. Hefur
þetta verið heldur til bóta fyrir fyr-
irtækin. Viö erum svo sameigin-
lega að vinna upp í pantanir frá
stærstu útflytjendunum, Hildu,
Álafossi og S(S. Þessir aöilar sjá
um hönnunina aö mestu en við
framleiöum eftir beiöni. Þó kemur
fyrir aö góöir hlutir eru hannaðir á
stofunum sjálfum og þá gjarnan
teknir íframleiðslu.
Framleiða fyrir Hildu h.f.
— Aðaluppistaðan íframleiöslu
okkar núna eru fóöraðir ullarjakk-
ar og anorakkar, sem viö fram-
leiöum fyrir Hildu h.f., sagði Þór-
hallur. Þessi vara fer mest á mark-
aö í Bandaríkjunum og Kanada en
einnig til Evrópu að einhverju leyti.
Því miður eru verkefnin aldrei
langvarandi hjá okkur og við sjá-
um aldrei lengra en 3 mánuöi fram
í tímann hvaö verkefni snertir. Svo
verðum viö bara aö treysta því að
viðbótarpantanir berist. Þetta hef-
ur tekist býsna vel, því hér hefur
rekstur ekki stöövast lengi.
— Erfiðasti tíminn hjá svona
fyrirtækjum, sagði Þórhallur, er
kringum áramót. Þá er venjulega
skipt um sniö og verið aö móta
Á saumaverkstæðlnu hjá Drífu.
tískuna eitthvað. Upp úr áramótum
koma nýju sniðin og er byrjað að
framleiða eftir þeim svona í mars.
Á þessum tíma höfum viö oft
framleitt vörur sem SÍS sendir á
markað í Rússlandi. Á þessu ári
verður hins vegar ekki af slíku.
Trúlega hefur reynst erfitt aö
semja langt fram í tímann vegna
þeirrar óvissu sem ríkt hefur í
gjaldeyrismálum.
Nýtt hús á teikniborðinu.
— Við verðum að vona að end-
ar nái saman hjá okkur með þeim
verkefnum sem fyrir hendi eru,
sagði Þórhallur, — enda væri erfitt
fyrir okkur að verða verkefnalausir
með 20 konur í vinnu. Við erum
mikið til með sama fólkið frá ári til
árs og virðist konunum hérna hafa
líkað þessi atvinna vel. Hins vegar
er húsnæðiö mjög þröngt og
ófullkomið eins og sjá má og eng-
inn möguleiki á framleiðsluaukn-
ingu við þessar aðstæður. Við er-
um að láta teikna fyrir okkur nýtt
hús, sem vonandi verður hægt að
byrja að byggja næsta vor. Það á
að veröa u.þ.b. 600 fermetrar.
Tækniform h.f. í Kópavogi sér um
hönnunina. Það er ekki alveg
ákveðið hvar húsiö verður látið
standa, en vonandi miðsvæðis í
þorpinu svo stutt verði í vinnuna
fyrir fólkið okkar. Þá er heldur ekki
Ijóst hvernig verður með fjár-
mögnun, en við höfum sótt um lán
til opinberra sjóða og vonumst
eftir góðri fyrirgreiðslu. Þegar búið
verður að byggja verður starfsfólki
e.t.v. fjölgað um 5-10 manns, en
aðal munurinn verður að fá betri
vinnuaðstöðu og lagerpláss, sem
ekki er fyrir hendi hér í félags-
heimilinu.
53