Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 26
átti aö vera búið aö byggja upp
iðnaðinn í landinu m.a. með því að
útvega honum aögang að fjár-
magni, skrá gengið rétt og afnema
söluskatt af vélum til iðnrekstrar.
En við þetta hafa stjórnvöld ekki
staðið. Þess vegna erum við mjög
illa búnir undir samkeppni við há-
þróuð iðnaöarlönd. Auk þessa
erum viö eitt af fáum löndum í
V-Evrópu sem búum við óheftan
innflutning frá þriðjaheimslöndun-
um eins og t.d. Hong Kong."
,,í stað þess að styðja við bakið á
verslun og iðnaði í landinu viröist
svo vera að það sé stefna stjórn-
valda að drepa niður þessi höfuð-
vígi einkaframtaksins í landinu, því
þau leggja á auknar álögur hvort
sem atvinnureksturinn hefur svig-
rúm til þess að taka við þessum
álögum eða ekki. Þetta þýðir að
hver reynir að bjarga sér með ein-
hverjum skammtíma „reddingum"
en hefur ekki tækifæri til að vera
með langtímaáætlanir sem þýðir
aftur minna sigrúm til hagræðing-
ar í rekstri fyrirtækisins og því
minni afrakstur."
Heil stétt drepin
niður
„Það er einkennilegt að hugsa
til þess að ein ríkisstjórn skuli hafa
það á valdi sínu að drepa niður
heila stétt í landinu. En það er til í
stjórnarskránni svokallaður neyð-
arréttur, sem felur það í sér að
hægt er að beita honum ef lögin í
landinu eru svo óréttlát að við-
komandi einstaklingur eða hópar
verði að ósekju að berjast fyrir til-
verurétti sínum. — Ef til vill eigum
við eftir að þurfa að þeita þessum
rétti."
„Eins og ég sagði í upphafi er
mér illa við að barma mér. Þrátt
fyrir auknar álögur og léleg rekst-
ursskilyrði bæði í iðnaði og versl-
un þá munum við hjá Karnabæ
finna leiðir til að greiða úr þeim
vanda sem á vegi okkar verður
eins og við höfum alltaf gert og
reyna að halda okkar striki. Við
erum nú að byggja um 3000 fm
iðnaðarhúsnæði upp í Iðnborg.
Nýlega stækkuðum við verslunar-
húsnæði okkar við Austurstræti
um 180 fm. Við höfum í hyggju að
auka enn við vöruúrvalið. Á næst-
unni mun verða opnað veitinga-
hús í verslunarhúsnæðinu við
Austurstræti en staðurinn verður
rekinn af Jóni Hjaltasyni og Bjarna
Árnasyni. Við erum að sækja um
það hjá borgaryfirvöldum að fá að
útbúa svokallað Inn-stræti þar
sem gengið var inn í Nýja bíó áður
frá Austurstræti, en þar verður
gengið inn í veitingahúsiö. Við
sækjum ennfremur um leyfi til að
fá að byggja yfir þetta stræti að
hluta til og ætlum að setja hita í
loftið þannig að fólk geti setið úti
og fengið sér kaffisopa þótt ís-
lenska sumarið verði kalt. Þarna
höfum við í hyggju að setja upp
sýningarkassa með upplýsingum
um ýmislegt sem er að gerast í
borgarlífinu," sagði Guðlaugur aö
lokum.
yyni^
f [ a ' l'”
1 : [í ■ l'JÉuri (t Mt&mM't
u *%1 - >/ i . .- •!■' ■ _ ’
Verslun Karnabæjar vlð Austurstræti
26