Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 35
Sálfræðingur kominn til starfa við fyrirtækið. Rannsóknarstofnunin hefur einnig á sínum snærum sálfræð- ing, sem sér um rannsóknir á því hvers vegna fólk reykir. Sálfræð- ingurinn heitir Dr. William Dunn. Dunn kemur með þá tilgátu, að ein aðalástæðan fyrir því, að fólk reyki sé sú að ná fram ákveðnum áhrif- um, sem sígarettureykurinn hefur á líkamann. Heldur hann því einnig fram, aö svo virðist sem sígarettureykurinn hafi þau áhrif að halda tilfinning- um í einhvers konar jafnvægi. Segir hann, að margar rannsóknir hafi verið gerðar á því, hvernig reykurinn geti náð þessum áhrif- um, en enn þá hafi ekki verið komist til botns í því, hvernig það gerist. Dunn segir: — Við lifum í flóknu samfélagi. Því flóknara sem sam- félagið verður, þess meiri kröfur eru gerðar til þess aö fólk hafi hemil á tilfinningum sínum. Það er ekki leyfilegt í okkar þjóðfélagi að eiga í sífelldum útistöðum, og við megum heldur ekki flýja af hólmi. Við verðum að standa okkur og vinna bug á erfiðleikunum. Samt er sífellt verið að ýfa upp tilfinn- ingar okkar, en við verðum að hafa vald á þessum tilfinningum, og því betur sem við getum það, því betur komumst við áfram í þessu þjóð- félagi. Sígarettur hjálpa að mínu áliti til við að hafa stjórn á tilfinn- ingum. Tóbaksframleiðendur bindast samtökum. Allir tóbaksframleiðendur í Bandaríkjunum reka sameiginlega stofnun sem kallast „TheTobacco Institute" og hefur stofnunin það verkefni að vera málsvari tóbaks- framleiðenda og fræða almenning um tóbak. Enda þótt sala á sígarettum minnkaði um 0.7% hér á landi á árinu 1977, þá er aðra sögu að segja í Bandaríkjunum, þar eykst sala á sígarettum um 1 % á ári. Þar í landi reykir meðal tóbaksreykinga- maður 1 'A pk. af sígarettum á dag, en um 60 milljónir Bandaríkja- manna reykja sígarettur, eða um 40% fullorðins fólks. í Bandaríkjunum er sem sagt ekki búið að afgreiða þessi mál endanlega, enda hafa tóbaks- framleiöendur mikilla hagsmuna að gæta í því sambandi, svo og sjálft ríkið, sem fær geysiháar fjár- hæðir í ríkiskassann í formi skatta frá tóbaksframleiðendum. Helsta röksemdafærsla tó- baksframleiðenda er sú, aö enn hafi ekki verið færöar órækar vís- indalegar sannanir fyrir því, að sígarettureykingar orsaki lungna- krabbamein, heldur hafi aðeins verið sýnt fram á tölfræðilegar lík- ur þessara tengsla. Segja tóbaks- fram'leiðendur, að enn sé mörgum spurningum ósvarað í þessum efnum eins og t.d., hvers vegna margir miklir tóbaksreykingamenn fái ekki lungnakrabbamein og hvers vegna fólk sem aldrei hefur reykt sígarettur fái sjúkdóma eins og lungnakrabbamein, hjartasjúk- dóma eða aðra sjúkdóma, sem tengdir eru sígarettureykingum. Hvers vegna hafi með 40 ára rannsóknum á tilraunadýrum ekki tekist að sanna óyggjandi tengsl milli reykinga og lungnakrabba- meins? Segja tóbaksframleiðend- ur ennfremur að hætt sé við því, að á meðan heilbrigðisyfirvöld ein- blíni svo mjög á sígarettureykingar sem einn helsta orsakavald lungnakrabbameins, þá verði aðrir hugsanlegir orsakavaldar lungna- krabbameins útundan í rannsókn- um. Tóbaksframleiðendur benda ennfremur á það mikla atvinnu- leysi, sem stöðvun tóbaksfram- leiðslu myndi hafa í för með sér, bæði hjá þeim bændum sem stunda tóbaksrækt, svo og iðn- verkafólki og öðru fólki sem starfar við tóbaksframleiðslu. Segja þeir, að of mikið sé í húfi fyrir þjóðar- búið og allur áróður gegn síga- rettureykingum því mjög tvíeggj- aöur, meðan enn sé ekki fullkom- lega vísindalega sannaö, að tó- baksreykingar orsaki krabbamein. Phllip Morrls-verksmlðjurnar ( Richmond i Virginfu. Arkltektar í Bandaríkjunum sæmdu bygglnguna heltinu „Verksmiðja framtíðarinnar." 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.