Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 32
Hvernig á að ná viðskipta- samböndum í Vestur-Þýzkalandi? Þrátt fyrir fréttir í fjölmiðlum um að hvergi í Evrópu sé launakostn- aður iðnfyrirtækja hærri en í V-- Þýzkalandi þá er það engu að síður staðreynd, sem hægt er að ganga úr skugga um hériendis, að þýzkar iðnaðarvörur standast samkeppni og vel það á fjölmörg- um sviðum. Til blaðsins hafa bor- ist fyrirspurnir varðandi kynningu á þeim stofnunum og samtökum, sem annast miðlun viðskipta í hinum ýmsu löndum og verður hér byrjað á Þýzkalandi. Segja má, að allflest þýzk fyrir- tæki sem flytja út séu aðilar að einhverjum þeirra samtaka sem hér verða talin upp. Með því að snúa sér til einhverra þeirra má oft spara verulegan tíma. Opinberar upplýsingastofnanir Hér er fyrst að telja þýzku sendiráðin, ræöismenn, viöskipta- miðstöðvar og aðrar þær ríkis- stofnanir, sem hafa með höndum upplýsingastarfsemi um verzlun og viðskipti. Með því að snúa sér beint til sendiráðs er oft hægt að leysa vandann án mikillar fyrir- hafnar. Bundesstelle fur Aussenhand- elsinformation eða BfA, er upplýs- ingastofnun fyrir erlend viðskipti. Hlutverk hennar er að efla við- skiptatengsl á milli Sambandslýð- veldisins og annarra ríkja með því að gefa út og dreifa ritum með uþplýsingum, og einnig á þann hátt að koma fyrirspurnum varö- andi inn- og útflutning til fyrirtækja og samtaka sem áhuga hafa. BfA hefur náið samstarf með Verzlunarráði Sambandslýðveld- isins og mörgum stærri samtökum viðskiptalífsins. The BfA Service, Blaubach 13, D-5000 Köln gefur út upplýsingabækling um viöskipta- möguleika á þýzku, ensku og frönsku, og sendir hverjum sem hafa vill án endurgjalds. er framleiðsluiðnaðar og verzlun- Bundesamt fur gewerbliche Wirtschaft, er önnur opinber r\ '.HMBibBsuLfáibjaa f ■ iTBW 1 | — i| mi ■ —| tm |n ~l ni- ss&nr-- mmmmmmmm stofnun, sem annast fyrirspurnir á sviöi verzlunar og iðnaðar. Þar er hægt að fá upplýsingar um fram- leiðendur og seljendur vara. Utanáskriftin er: BfgW., Frankfurt- er Strasse 29, D-6236 Eschborn. Samtök viðskiptalífsins og fyrir- greiðsluaðiiar Industrie- und Handelskamm- ern/Hantwerkskammern, en það er Framleiðsluiðnaður og verzlun- arráð, sem er samnefnari fyrir minni aðildarráð í flestum sveitar- félögunum, en í þeim eru yfirleitt öll fyrirtæki, með hvaða starfsemi sem er. Smærri ráð viðskipta- greina hafa yfirleitt með sér sam- tök, sem hægt er að leita til með fyrirspurnir, eftir því sem við á. Nokkur þessara samtaka eru: — Deutscher Industrie- und Handelstag (DIHT), Adenauer Al- lee 148, D-5300 Bonn. DIHT er samband verzlunarráða í Sambandslýðveldinu og Vestur- Berlín. Aðildarráðin eru 81. Fyrir- spurnir sem berast DIHT eru sendar til þeirra aðildarráða sem talin eru geta aðstoðað, en þau svara síðan beint til fyrirspyrjanda. — Deutscher Hantwerks- kammertag, Johanniter Strasse 1, D-5300 Bonn. DH eru samtök 45 þýzkra við- skiptaráða og annast miðlun upp- lýsinga um iönaðarframleiðslu, framleiðsluleyfi, einkaleyfi og iðn- aðarvélar. Félög einstakra atvinnugreina Um 80% þýzkra fyrirtækja eru aðilar að samtökum einstakra greina. Nöfn og heimilisföng allra þessara félaga er að finna í við- skiptahandbók, sem kallast „Paulini" en það er uppsláttarrit sem ber titilinn: „Verbánde Behörden und Organisationen der Wirtschaft". Það er gefið út af Verlag Hoppen- stedt & Co, Havelstrasse 9, D-6100 Darmstadt. Nokkur stærstu sam- tökin sem þar er að finna eru: — Bundesverband der Deutschen Industrie (Iðnaðarfyrir- tæki) Oberlánder Ufer 84, D-5000 Köln 51. — Bundesverband des Deutschen Gross- und Aussen- handels (Heildsölur, inn- og út- flytjendur) Kaiser-Friedrich- Strasse 13, D-5300 Bonn. — Bundesvereinigung der Fachverbánde des Deutschen Handwerks (Smærri iðnfyrirtæki) Johanniter Strasse 1, D-5300 Bonn. Viðskiptatímarit Einna þekktast og útbreiddast er ,,Made in Europe". Þetta tímarit er gefið út af einkaaðilum í sam- vinnu við flugfélagið Lufthansa. Auk þess að kynna þýzkar vörur annast það upplýsingamiðlun um vörur frá flestum löndum Evrópu. Sérhæft starfsfólk kemur fyrir- spurnum á framfæri og hefur um- sjón með því að þeim sé svarað. I tímaritinu eru vörur kynntar í tveimur aðskildum blöðum, ann- arsvegar vélar og iðnvarningur, hinsvegar neyzluvörur, fatnaður, húsmunir o.fl. Heimilisfang tíma- ritsins er: Unterlindau 21, D-6000 Frankfurt/Main. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.