Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 54
Ný bygging fyrir mjólkursamlagið nauðsynleg 1980 Rætt við Árna S. Jó- hannsson, kaupfé- lagsstjóra á Blöndu- ósi um starfsemi fé- lagsins Á skrifstofu Kaupfélags Hún- vetninga á Blönduósi hitti Frjáls verslun fyrir kaupfélagsstjórann, Árna S. Jóhannsson, en hann sinnir framkvæmdastjórn fyrir Sölufélag Austur-Húnvetninga auk Kaupfélagsins. — Hérna hafa verið stofnuð tvö félög til aö sinna þjónustu viö landbúnaðinn, sagði Árni. — Þau hafa hvort sína stjórn, en skrif- stofurnar eru sameiginlegar og að einhverju leyti er starfsfólkið sam- eiginlegt líka. Þessi félög skipta með sér verkum þannig, að sölu- félagið sér um úrvinnslu á land- búnaðarvörum og sölu þeirra, en kaupfélagið er aftur með verslun- arþjónustuna. Sölufélagið er með mjólkursamlag hérna þar sem unnið er úr u.þ.b. 5 milljónum lítra af mjólk á ári, en það er ca. 4% af framleiðslunni í landinu. Úr mjólk- inni er mest unnið smjör og mjólk- urduft. Þetta er fyrsta mjólkurbúið hér á landi sem var stofnað til að vinna þurrmjólk. Nú er sú fram- leiðsla að minnka, enda er verðið ákaflega óhagstætt. Smjörfram- leiðslan er því aðaluppistaðan núna. Þurfa stórgripasláturhús. — Sölufélagið rekur sláturhús, sem er nokkuð stórt, sagöi Árni. Á þessu hausti var slátrað þar 60 þúsundum fjár. Þar er líka slátrað 1-2 þúsundum stórgripa yfir árið. Aðstæður til þess eru að vísu ekki mjög góðar og þyrfti helst að byggja sérstakt stórgripaslátur- hús, en þetta bjargast. I slátur- húsinu höfum viö komið okkur upp aðstöðu til kjötvinnslu og förum í gang með hana eftir sláturtíðina. Með því skánar nýtingin á húsinu. Við erum með stóra frystiklefa til að geyma kjötið í og fer nýting á þeim eftir því hvernig gengur að koma kjötinu á markað. — Við haustslátrun núna voru um 120 manns í vinnu, sagði Árni. — Það gengur misjafnlega vel að manna sláturhúsið á haustin. Enda má telja furðulegt að hægt sé að manna 120 manna vinnu- stað aðeins í 6 vikur. En þetta gekk vel í ár og gerði það líka í fyrra. Fólkið kemur bæði af staðnum og úr sveitunum. Þessi vinna gefur góðar tekjur meðan á henni stendur og ef atvinnuástand er ekki þess betra finnst fólki gott að grípa í þetta. Margþætt verslun. — í rauninni er þáekki um meiri starfsemi að ræða hjá sölufélag- inu, nema hvað það þarf að losna viö þessar afuröir. Kaupfélagið sér aftur um allan verslunarrekstur. Verslunin er nokkuð margþætt hjá okkur. Við erum með matvöru- deild, byggingarvörur, fóðurvörur, búsáhöld og fatnað. Þá erum við með veitingaskála þar sem seldar eru olíur og bensín auk veiting- anna. Útibú með tveimur verslun- um er á Skagaströnd og eitt útibú fyrir innan á. — Kaupfélagið hefur reynt að taka svolítinn þátt í þjónustustarf- semi hérna sagði Árni. — Það á t.d. hlut í bílaverkstæði og tré- smíðaverkstæði, sem bæði er með nýbyggingar og ýmsa þjónustu. Það má segja að það sé stefna kaupfélagsins að styðja eftir megni við uppbyggingu atvinnulifs með því að eiga hlut í fyrirtækjum. — Mest allir vöruflutningar í héraðinu eru á vegum kaupfé- lagsins hér, sagði Árni. — Eins veitum við nágrannabyggðum þjónustu á því sviöi. Við erum með vöruflutningabíla í förum bæði til Reykjavíkur og Akureyrar og skipaafgreiðsla hér er í okkar höndum. Starfsmenn um 100. Hjá kaupfélaginu og sölufélag- inu vinna hátt í 100 manns ef með eru talin fyrirtæki sem eru á þeirra vegum. Árstíöamunur er þó á starfsmannafjölda. Eru þessi félög því lang stærsti vinnuveitandi á Blönduósi. Og sem nærri má geta með svo stór fyrirtæki er alltaf eitt- hvað nýtt á döfinni. — Það verk- efni sem liggur fyrir næst, sagði Árni, — er að stækka þetta versl- unarhús um 500 fermetra, aðal- lega til að auka verslunarrými. Á þessu hefðum viö þurft að vera byrjaðir, en það varð að bíða vegna skorts á fé. Hins vegar er nú verið að byggja 460 fermetra við- bót við bílaverkstæðið sem við eigum hlut í. Þá er annað mjög stórt verkefni sem bíöur, en þaö er endurbygging mjólkursamlagsins. Við þraukum kannski næsta ár, en 1980 verðum við að hafa eitthvað tilbúið. Ef það á að vinna osta í því húsi t.d. þá þarf það aö vera tölu- vert stórt. Og þegar við sækjum um lán til þeirra framkvæmda þá hreinlega verðum við að fá jákvætt svar. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.