Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 38
viðskipti þessara ríkja, en þau skipta mest hvert við annað. Skapaðist af þessu óviðunandi óvissa fyrir stjórnvöld og framleiðendur. Svipað ástand á gjaldeyrismörkuðum undanfarna mánuöi hefur vafalaust haft sitt að segja um að þetta mál er nú aftur komið á dagskrá. Viðhorf þessara hópa, þ.e. Evrópusinnanna annars vegar og landbúnaðarstefnumanna og annarra, sem uröu fyrir barðinu á gengisrótinu hins vegar, fóru saman í lok síðasta áratugs. Á leiðtogafundi Efnahagsbandalagsins í Haag í desember 1969 var tekin ákvörðun um að koma á hreinræktuðu gjaldeyrisbandalagi aðildarríkja fyr- ir 1980 til þess að draga úr óvissu í viöskiptum ríkjanna og auka stöðugleika í gjaldeyriskerfinu. Frá upphafi voru skoðanir mjög skiptar um hvernig peningabandalaginu skyldi komið á, enda fóru þessi áform að miklu leyti út um þúfur næstu árin á eftir. Var það að hluta til vegna ófyrirséðra orsaka eins og komið verður að síðar, en einnig og ekki síður vegna ágreinings, sem innbyggður var í þessar fyrirætlanir og skorts á pólitískum vilja. Hvað er peningabandalag? Rétt er að nema hér staðar og gera sér grein fyrir því, hvað er í raun átt við með peningalegu bandalagi eða gjaldeyrisbandalagi (monetary union). í hreinræktuðu bandalagi af þessu tagi er gengi gjaldmiðla aðildarríkja óhagganlegt inn- byrðis og þar með er raunverulega um aðeins eitt gengi bandalagsmyntanna að ræða gagnvart ríkj- um, sem ekki eiga aðild. í raun er hér um að ræða einn gjaldmiðil (hvort sem það er látið heita svo eöa ekki) og stjórn á honum verður aö vera í höndum sameiginlegrar peningastofnunar, sem gegnir hlutverki seðlabanka. Þar með láta að- ildarríkin af hendi vissan hluta af efnahagslegu fullveldi sínu og gefa eftir réttinn til þess að grípa til gengisbreytinga til að vinna bug á efnahags- vandamálum heima fyrir. Jafnframt er látinn af hendi rétturinn til að hafa beina stjórn á inn- og útflutningi fjármagns en frjáls fjármagnsflutningur er ein forsenda þess að bandalagið geti starfað. Hömlur á viðskiptum milli aðildarríkja yrðu vita- skuld einnig að vera úr sögunni, eins og gerst hefur hjá EBE og í hreinu peningabandalagi væri viðskipta- og greiðslujöfnuður ekki einu sinni skráður. (Bandaríki Noröur-Ameríku eru pólitísk og peningaleg heild. Jöfnuður á viðskiptum ein- stakra fylkja er hvergi skráður.) Hinn sameiginlegi seðlabanki yrði að hafa yfir að ráða nægilega stórum varasjóði til að geta mætt þrýstingi á veikari myntir og jafnað út óeðli- legar sveiflur. Sjóður þessi þyrfti ekki að vera jafnstór og sameiginlegir núverandi varasjóðir viðkomandi ríkja samtals. Myndu þar losna tölu- verðir fjármunir, sem nota mætti til að uppfylla aðrar þarfir. Loks eru margir sem telja, að peningabandalag geti ekki orðið árangursríkt án sameiginlegrar stefnu í ríkisfjármálum og skattamálum, en þar veltur frelsi einstakra ríkisstjórna til aðgerða 1 -Á: * -f i Frá leiatogafundinum í Brússel í desemberbyrjun. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.