Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 38

Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 38
viðskipti þessara ríkja, en þau skipta mest hvert við annað. Skapaðist af þessu óviðunandi óvissa fyrir stjórnvöld og framleiðendur. Svipað ástand á gjaldeyrismörkuðum undanfarna mánuöi hefur vafalaust haft sitt að segja um að þetta mál er nú aftur komið á dagskrá. Viðhorf þessara hópa, þ.e. Evrópusinnanna annars vegar og landbúnaðarstefnumanna og annarra, sem uröu fyrir barðinu á gengisrótinu hins vegar, fóru saman í lok síðasta áratugs. Á leiðtogafundi Efnahagsbandalagsins í Haag í desember 1969 var tekin ákvörðun um að koma á hreinræktuðu gjaldeyrisbandalagi aðildarríkja fyr- ir 1980 til þess að draga úr óvissu í viöskiptum ríkjanna og auka stöðugleika í gjaldeyriskerfinu. Frá upphafi voru skoðanir mjög skiptar um hvernig peningabandalaginu skyldi komið á, enda fóru þessi áform að miklu leyti út um þúfur næstu árin á eftir. Var það að hluta til vegna ófyrirséðra orsaka eins og komið verður að síðar, en einnig og ekki síður vegna ágreinings, sem innbyggður var í þessar fyrirætlanir og skorts á pólitískum vilja. Hvað er peningabandalag? Rétt er að nema hér staðar og gera sér grein fyrir því, hvað er í raun átt við með peningalegu bandalagi eða gjaldeyrisbandalagi (monetary union). í hreinræktuðu bandalagi af þessu tagi er gengi gjaldmiðla aðildarríkja óhagganlegt inn- byrðis og þar með er raunverulega um aðeins eitt gengi bandalagsmyntanna að ræða gagnvart ríkj- um, sem ekki eiga aðild. í raun er hér um að ræða einn gjaldmiðil (hvort sem það er látið heita svo eöa ekki) og stjórn á honum verður aö vera í höndum sameiginlegrar peningastofnunar, sem gegnir hlutverki seðlabanka. Þar með láta að- ildarríkin af hendi vissan hluta af efnahagslegu fullveldi sínu og gefa eftir réttinn til þess að grípa til gengisbreytinga til að vinna bug á efnahags- vandamálum heima fyrir. Jafnframt er látinn af hendi rétturinn til að hafa beina stjórn á inn- og útflutningi fjármagns en frjáls fjármagnsflutningur er ein forsenda þess að bandalagið geti starfað. Hömlur á viðskiptum milli aðildarríkja yrðu vita- skuld einnig að vera úr sögunni, eins og gerst hefur hjá EBE og í hreinu peningabandalagi væri viðskipta- og greiðslujöfnuður ekki einu sinni skráður. (Bandaríki Noröur-Ameríku eru pólitísk og peningaleg heild. Jöfnuður á viðskiptum ein- stakra fylkja er hvergi skráður.) Hinn sameiginlegi seðlabanki yrði að hafa yfir að ráða nægilega stórum varasjóði til að geta mætt þrýstingi á veikari myntir og jafnað út óeðli- legar sveiflur. Sjóður þessi þyrfti ekki að vera jafnstór og sameiginlegir núverandi varasjóðir viðkomandi ríkja samtals. Myndu þar losna tölu- verðir fjármunir, sem nota mætti til að uppfylla aðrar þarfir. Loks eru margir sem telja, að peningabandalag geti ekki orðið árangursríkt án sameiginlegrar stefnu í ríkisfjármálum og skattamálum, en þar veltur frelsi einstakra ríkisstjórna til aðgerða 1 -Á: * -f i Frá leiatogafundinum í Brússel í desemberbyrjun. 38

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.