Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 33
Philip Morris eykur sígarettusölu um allan heim Tóbaksframlelðendur á uppboðl að spá í gæðl Burley-tóbakslaufsins. Færir enn út kvíarnar m.a. með framleiðslu á Miller-bjór og kaup- um á 7Up-gos- drykkjaverksmiðjun- um Allir komast í snertingu við tó- baksreykingar í einni eða annarri mynd. Reykingar eru og hafa verið mjög algeng venja fjölda fólks frá örófi alda. Þeir, sem þekkja sögu tóbaksreykinga best t.d. í Banda- ríkjunum segja, að innfæddir í Norður- og Suður-Ameríku hafi reykt tóbak þúsundum ára áður en Kólumbus fann landið. Þaö er því ekki úr vegi að segja örlítið frá einni stærstu sígarettu- verksmiðju í heimi, Philip Morris Incorporated, og viðhorfum tó- baksframleiðenda til reykinga og þess mikla áróðurs, sem krabba- meinsfélög og aðrar heilbrigðis- stofnanir í Bandaríkjunum hafa í frammi gegn tóbaksreykingum. Philip Morris Incorporated framleiðir og selur sígarettur um allan heim. Aðalbækistöðvar fyrir- tækisins eru í Richmond í Virginíu í Bandaríkjunum. Þar er rekin ein stærsta, nýtískulegasta og tölvu- væddasta sígarettuverksmiðja, sem um getur. 1000 sígaretturá 15 sekúndum. Við verksmiöjuna starfa um S.OOO manns við framleiðslu á um 160.000 milljónum sígaretta, sem framleiddar eru árlega í verk- smiðjunni, eða 26.2% af allri tó- baksneyslu í Bandaríkjunum. En þegar Philip Morris var að hefja sígarettuframleiðsluna um 1850, framleiddi fyrirtækið 1.000 síga- rettur á klukkutíma, en nú eru þessar 1.000 sígarettur framleidd- ar á 15 sekúndum. Philiþ Morris framleiðir um 175 tegundir af sígarettum í 160 lönd- um. Á Vesturlöndum eru Marlboro sígaretturnar þekktastar, en sú tegund er mest selda sígarettu- tegundin í Bandaríkjunum. Benson og Hedges er einnig vel þekkt merki, svo og Virginia Slims, sem eru einkum reyktar af konum, en þær innihalda lítið magn af tjöru og nikótíni. Merit er nýjasta framleiðsluvara Philip Morris og sú sem þeir byggja mestar vonir á, því þessi tegund hefur að geyma lágt tjöru- og nikótíninnihald, en heldur samt fulllum bragðgæðum, að því er framleiðendurnir segja. I tengslum við sígarettuverk- smiðjuna í Richmond er starfrækt rannsóknarstöð. Þar fara m.a. fram efnafræðilegar rannsóknir á því, hvernig hægt er að framleiöa sem bestar sígarettur hvað bragð og gæði snertir. Einnig fara þar fram tilraunir á nýjum tegundum, og koma framleiðendur þannig til móts við breyttar kröfur og smekk fólks sem reykir sígarettur. Merit sígaretturnar eru til dæmis árang- ur tólf ára rannsókna, segja for- svarsmenn rannsóknarstöðvar- innar. Þessi rannsóknarstöð er afar vel tækjum búin og hönnuð þannig, að hægt er að hreyfa til skilveggi milli herbergja eftir þörfum, og þannig má ná mestri hagkvæmni út úr húsnæðinu. Við rannsóknar- stöðina starfa um 400 vísinda- menn, tæknimenn og annað að- stoðarfólk auk 52 sérfræöinga 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.