Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 33

Frjáls verslun - 01.12.1978, Side 33
Philip Morris eykur sígarettusölu um allan heim Tóbaksframlelðendur á uppboðl að spá í gæðl Burley-tóbakslaufsins. Færir enn út kvíarnar m.a. með framleiðslu á Miller-bjór og kaup- um á 7Up-gos- drykkjaverksmiðjun- um Allir komast í snertingu við tó- baksreykingar í einni eða annarri mynd. Reykingar eru og hafa verið mjög algeng venja fjölda fólks frá örófi alda. Þeir, sem þekkja sögu tóbaksreykinga best t.d. í Banda- ríkjunum segja, að innfæddir í Norður- og Suður-Ameríku hafi reykt tóbak þúsundum ára áður en Kólumbus fann landið. Þaö er því ekki úr vegi að segja örlítið frá einni stærstu sígarettu- verksmiðju í heimi, Philip Morris Incorporated, og viðhorfum tó- baksframleiðenda til reykinga og þess mikla áróðurs, sem krabba- meinsfélög og aðrar heilbrigðis- stofnanir í Bandaríkjunum hafa í frammi gegn tóbaksreykingum. Philip Morris Incorporated framleiðir og selur sígarettur um allan heim. Aðalbækistöðvar fyrir- tækisins eru í Richmond í Virginíu í Bandaríkjunum. Þar er rekin ein stærsta, nýtískulegasta og tölvu- væddasta sígarettuverksmiðja, sem um getur. 1000 sígaretturá 15 sekúndum. Við verksmiöjuna starfa um S.OOO manns við framleiðslu á um 160.000 milljónum sígaretta, sem framleiddar eru árlega í verk- smiðjunni, eða 26.2% af allri tó- baksneyslu í Bandaríkjunum. En þegar Philip Morris var að hefja sígarettuframleiðsluna um 1850, framleiddi fyrirtækið 1.000 síga- rettur á klukkutíma, en nú eru þessar 1.000 sígarettur framleidd- ar á 15 sekúndum. Philiþ Morris framleiðir um 175 tegundir af sígarettum í 160 lönd- um. Á Vesturlöndum eru Marlboro sígaretturnar þekktastar, en sú tegund er mest selda sígarettu- tegundin í Bandaríkjunum. Benson og Hedges er einnig vel þekkt merki, svo og Virginia Slims, sem eru einkum reyktar af konum, en þær innihalda lítið magn af tjöru og nikótíni. Merit er nýjasta framleiðsluvara Philip Morris og sú sem þeir byggja mestar vonir á, því þessi tegund hefur að geyma lágt tjöru- og nikótíninnihald, en heldur samt fulllum bragðgæðum, að því er framleiðendurnir segja. I tengslum við sígarettuverk- smiðjuna í Richmond er starfrækt rannsóknarstöð. Þar fara m.a. fram efnafræðilegar rannsóknir á því, hvernig hægt er að framleiöa sem bestar sígarettur hvað bragð og gæði snertir. Einnig fara þar fram tilraunir á nýjum tegundum, og koma framleiðendur þannig til móts við breyttar kröfur og smekk fólks sem reykir sígarettur. Merit sígaretturnar eru til dæmis árang- ur tólf ára rannsókna, segja for- svarsmenn rannsóknarstöðvar- innar. Þessi rannsóknarstöð er afar vel tækjum búin og hönnuð þannig, að hægt er að hreyfa til skilveggi milli herbergja eftir þörfum, og þannig má ná mestri hagkvæmni út úr húsnæðinu. Við rannsóknar- stöðina starfa um 400 vísinda- menn, tæknimenn og annað að- stoðarfólk auk 52 sérfræöinga 33

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.