Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.12.1978, Blaðsíða 56
h.f. hefur tekið dauöa punkta af í atvinnulífinu og því komið sér mjög vel. Hins vegar virðast stjórnvöld líta svo á að hér eigi ekki að gera út. Alla vega er staðnum ekki úthlutað sanngjörnum kvóta af rækju. Ef ekki fæst leiðrétting á því verður ákaflega erfitt fyrir þessa þrjá báta að hafa hér út- gerðargrundvöll. Hins vegar getur maður farið að vona að hægt veröi að vinna hér bolfisk af Húnaflóa, því svo virðist sem flóinn sé að lifna við aftur. Sveitarfélagið stefnir að því að gera hér veruleg- ar hafnarbætur og hefur tekist að fá loforð um fjárveitingar til þess frá ríkinu. Hversu langt verður endanlega gengið í hafnargerð hér vitum við ekki, en alla vega viljum við fá aðstöðu fyrir smærri báta. Helstu framkvæmdir hreppsins. — Ef segja á frá helstu verk- efnum hreppsins, sagði Hilmar, þykir mér rétt að byrja á að segja frá því, að hafnar voru hitaveitu- framkvæmdir hér á síðasta ári. Byrjað var í júní og var fram- kvæmdum að mestu lokið á 4 mánuðum. Var lagt í flest öll hús í bænum þá, en var klárað í sumar að leggja í síðustu húsin og nokkra sveitabæi. Við fáum heitt vatn frá Reykjum, 14 km leið. Þar var mikið vatn til að byrja með, en rennslið minnkaði síðan og þarf þvi að bora nýjar holur. Þurfum viö því að út- vega fjármagn fyrir borun en vil- yrði fyrir bor höfum við fengið. All- ar hitaveituframkvæmdirnar kost- uðu 320-360 milljónir, en eitthvað af því kemur aftur í aðveitugjöld- um. Þetta verk var unnið undir stjórn sérstakrar hitaveitunefndar og var öll vinna framkvæmd af heimamönnum, nema tæknileg ráðgjöf og þjónusta sem fékkst hjá Fjarhitun h.f. í Reykjavík. Það fyr- irtæki hafði einnig umsjón með framkvæmd verksins og var alveg sérstaklega vel að þessu staðið að þess hálfu. Vegna þessara fram- kvæmda hefur gatnagerð í þorp- inu verið látin bíða, en ætlunin er að taka hraustlega til höndunum næsta sumar við lagningu slitlags. Neysluvatn af skornum skammti. — i vatnsveitumálum þurfum við að leggja í nokkuð dýra fram- kvæmd á næstunni, sagði Hilmar. — Neysluvatn er að verða af skornum skammti og vantar t.d. vatn um sláturtíðina. Viðbótar- vatnið verðum við að sækja 5-6 km austur fyrir bæinn. Þar er upp- sprettulind með 50 sek.l. af góðu neysluvatni. Þar munum við dæla vatninu upp í miðlunartank, en úr honum verður sjálfrennsli í þorpið. — Af öðrum framkvæmdum hreppsins má nefna byggingu leikskóla fyrir 40 börn, sem verður fokheldur í vetur. Nýlega lauk framkvæmdum við 14 leiguíbúðir í fjölbýlishúsi en þær framkvæmdir stóðu í 2 ár. Hér þyrftum við að byggja meira af íbúðarhúsnæði því fólki fjölgar ört. Ég sé heldur ekki ástæðu til aö breyting verði þar á. Hingað sækir fólk til allra mögulegra starfa, bæði úr sveitum og frá þéttbýlisstööum. Hér eru tekjumöguleikar miklir og afkoma fólks góð, þótt alltaf þurfi að leggja eitthvað að sér til að afla teknanna. Húnvetningar — Ferðafólk Vér bjóðum yður góða þjónustu í verzlunum vorum: Matvörudeild: Úrval matvara, búsáhöld. Vefnaðarvörudeild: Sportfatnaður, skór, gjafavörur. Byggingavörudeild: Veiðarfæri, viðleguútbú- naður. Essó-skáli: Veitingar, matvörur, benzín, olíur. Útibú á Blönduósi og Skagaströnd. Eitthvað af öllu. KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA BLÖNDUÓSI. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.