Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 13
ordspor Nú er svo komið að verð á mokkavör- um úr íslenzkum skinnum er orðið svo hátt, að útlendingar eru að mestu hættir að kaupa vöruna. Þannig hefur sala á skinnavöru hjá íslenzkum markaði á Keflavíkurflugvelli hrunið úr 13,4% í 3,2% á síðustu 6 árum og er þá átt við hlutfall af heildarsölu fyrirtækisins. Þeir sem áttu leið um Strikið í Kaupmanna- höfn um miðjan febrúar gátu séð, að mikil útsala á íslenzkum ullarvörum fór fram í verzlun Kaufmann, sem er einn helzti smásöluaðili fyrir ullarvörur okkar á Norðurlöndum. Kunnugir segja að miklar birgðir hafi legið óhreyfðar í verzluninni og þær þess vegna settar á útsölu á hálfvirði eða svo. Háu verði er fyrst og fremst kennt um sölutregðu. • Staðan í forsetakjöri gerist stöðugt óljósari og virðast menn almennt reikna með því að miðað við þau framboð, sem þegar hefur verið lýst, séu allar horfur á að næsti forseti íslands verði kjörinn með um 30% atkvœða. Kenningar eru nú uppi um, að í Ijósi þessa sé Ólafur Jóhannes- son, utanríkisráðherra, enn á ný að íhuga framboð til forseta. Samstarfsmenn Ólafs reikna dœmið þannig að hann geti mögu- lega smíðað sér þann stökkpall að dugi til að hefja hann langt upp fyrir aðra fram- bjóðendur á örskömmum tíma. Eru menn þá með samningaviðrœður um Jan May- en-málið í huga. Verði Jan Mayen-deilan leyst á viðunandi hátt fyrir íslendinga undir forystu utanríkisráðherrans yrði það geysiþýðingarmikið veganesti fyrir forsetaframbjóðandann Ólaf Jóhannes- son. Framsóknarmenn spá því að Tómas Árnason yrði líklegur arftaki Ólafs sem utanríkisráðherra og Halldór Ásgrímsson vœntan/egur viðskiptaráðherra í stað Tómasar. Undarlegrar ritskoðunartilhneigingar gætir hjá forystumönnum bænda, þegar landbúnaðarmálin eru annars vegar. í einum af fréttaþáttunum frá Reykjavík- urskákmótinu, sem Hermann Gunnars- son flutti í léttum dúr í kvöldfréttum út- varpsins, komst hann svo að orði, að skákmaðurinn Miles teygaði „hvert mjólkurglasið af öðru þó að mjólkin væri alltaf að hækka“. Ekki varð í fljótu bragði sé að þetta gæti farið fyrir brjóstið á neinum. En viti menn. Formaður Stéttarsambands bænda sá sig knúinn til að mótmæla harðlega þessum „rang- færslum“ að mjólkin væri alltaf að hækka. í bréfi til útvarpsins lagði hann þunga áherzlu á að viðkomandi frétta- maður fengi tiltal fyrir uppátækið. Það var svo tveimur eða þremur dögum eftir að bréfið barst sem mjólkin hækkaði enn á ný! • Við undirbúning að lóðaúthlutun í Reykjavík samkvœmt hinu nýja ,,punktakerfi“' kemur í Ijós, að þeir sem hafa mesta möguleika á að hljóta stœrstu einbýlishúsalóðirnar er fólk, sem tekur fram í umsóknum sínum að það búi nú í leiguhúsnœði. Það kemur kannski ein- hverjum skringilega fyrir sjónir hvernig íbúar í leiguhúsnœði ætla að fjármagna nýbyggingu, sem kostar fullgerð á annað hundrað milljónir, en á því þarf tæpast að gefa aðrar skýringar en þær, að peningar séu til í banka. Það þarf svo ekki að fjöl- yrða um það að ýmsir hafa séð í þessum ákvæðum um leiguhúsnæði nýja smugu til að fá lóð og setja ekki fyrir sig að leigja að nafninu til um stundarsakir. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.