Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 51
atkvæðis víða annars staðar úti á landsbyggðinni. Til þess að gera þessa samlíkingu skiljan- legri gætum við sagt að Kefla- vík eigi jafn marga fulltrúa á þingi og Ólafsfjörður með sína 1200 íbúa. Þegar þess er gætt að allar ákvarðanir í sambandi vió uþþbyggingu atvinnulífs eru núorðið teknar í þingsölum eða af þingmönnum í forsæti lánastofnana, þarf ef til vill engan að undra þótt treglega gangi að endurnýja fram- leiðslutækin á Suðurnesjum. íbúum fækkaði í Kefiavík árið 1979 Frjáls verzlun leitaði til nýs bæjarstjóra í Keflavík, Stein- þórs Júlíussonar til þess að fá vitneskju um hvað sé að gerast þessa stundina í málefnum bæjarfélagsins. Steinþór, sem tók við af Jó- hanni Einvarðssyni þegar sá tók sæti á Alþingi, sagði að það sem Keflvíkingar hefðu haft mestar áhyggjur af á undan- förnum árum væri erfið staða fiskvinnslufyrirtækjanna og þau áhrif sem það hefði á at- vinnuöryggið. Þar kæmi margt til, fiskiðnaður á Suðurnesjum hefði ekki notið ámóta fjár- magnsfyrirgreiðslu og fiskiðn- aðurinn í öðrum landshlutum og minnkandi fiskgengd á Faxaflóasvæðinu hefði leitt til minnkunar á afla síðasta ára- tuginn. Aðrar atvinnugreinar hafa þrátt fyrir þetta verið nokkuð þróttmiklar og sagði Steinþór að þjónustuiðnaður af ýmsum gerðum stæði nokkuð vel auk þess sem mikil gróska hefði veriö í byggingariðnaði að undanförnu. Steinþór sagðist vera nýbú- inn að fá tölur um íbúahreyf- ingu á svæðinu árið 1979 og þar kæmi í Ijós að íbúum í Keflavík fækkaöi um 19 manns á síðasta ári. Þótt það sé ekki mikill fjöldi þá er þetta at- hyglisvert fyrir þá sök aö hing- aö til hefur verið um árlega fjölgun að ræða næstum und- antekningarlaust um langt ára- bil. Hér mætti skjóta því inní, að á sama tíma hefur íbúum fjölg- aö um 72 í Gerðahreppi, 35 í Vatnsleysustrandarhreppi og 41 í Grindavík. Við spurðum Steinþór hvort verið gæti að eitthvað af þessu fólki séu fyrrverandi Keflvík- ingar og annað fólk sem af einhverjum ástæðum hefði að öðrum kosti átt að flytja til Keflavíkur? Steinþór Júlíusson sagðist ekki geta fullyrt neitt um þaö, — það hefói ekki verið athugað sérstaklega enn sem komið er hvaðan fólk flytti til nágranna- sveitarfélaganna. Hér gæti þó ráðið einhverju um að gatna- gerðargjöld eru verulega lægri í þessum nágrannasveitarfé- lögum en í Keflavík. Atvinnumálin eru áhyggjuefni Steinþór sagði að Keflvík- ingar litu með vaxandi ugg á þá þróun sem virtist ætla að verða í rekstri Flugleiða og um leið þá minnkun umferðar um Kefla- víkurflugvöll, sem þegar hefur átt sér stað. Uppsagnir starfs- fólks hjá Flugleiðum er alvar- legt mál á Suðurnesjum vegna þeirra miklu umsvifa sem fé- lagið hefur á Keflavíkurflug- velli. Þessi samdráttur gæti einnig, þegar til lengdar lætur, haft áhrif í ýmsum þjónustu- greinum t.d. í Keflavík þannig að atvinna minnkaði. Þá sagði Steinþór aö vart hefði orðið við þá tilhneigingu hjá varnarliðinu, að ráða eiginkonur varnarliösmanna í störf sem losnuðu og íslend- ingar hefðu gegnt. Bæjarstjórn Keflavíkur hefur gert sérstaka athugasemd við þessi mál og lítur það alvarlegum augum á sama tíma og fyrirsjáanlegur er samdráttur í starfsemi Flug- leiöa. Ýmislegt á döfinni Steinþór Júlíusson sagði að fjárhagsáætlun bæjarins væri ekki fullfrágengin, verklegar framkvæmdir hefðu ekki verið sundurliðaðar þar sem beðið væri eftir afgreiðslu fjárlaga á Alþingi. Af framkvæmdum væri þó íþróttahús einna stærst þessa stundina, 1. áfangi yrði tekinn í notkun í haust, en það er sjálft íþróttahúsið og ein búningsklefaeining. Þá væru fyrirhugaðar framkvæmdir við gatnagerð og holræsi veruleg- ur liður eins og fyrri ár. Sem kunnugt er hefur bær- inn annast rekstur Sérleyfisbif- reiða Keflavíkur og hefur síðan verið hagnaður af rekstrinum. Steinþór sagði að þessi hagn- aður væri þó ekkert til að stæra sig af, hann nægöi engan veg- inn til þess að standa undir eðlilegri endurnýjun á bifreiða- kosti fyrirtækisins og sam- göngunum væri í og með hag- að þannig að sem minnstur halli væri á rekstrinum samtím- is því sem reynt væri að koma á móts við þarfir byggðarlagsins. Það gæti stundum verið erfitt að sameina. Steinþór sagöi að nú væri hitaveita komin í langflest hús í Keflavík þótt nokkur hluti væri hitaður meö rafmagni, en hita- veitan væri eflaust einhver mesta kjarabót sem Keflvíking- ar hefðu fengið fyrr og síðar auk þess að vera verulegur sparnaður fyrir þjóðarbúið allt. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.