Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 55
og auðveldi þá miklu vinnu sem nú er innt af hendi hjá slíkum samtökum. Skriffinnskukröfur hins opinbera aukast sífellt Á Bókhaldsstofu Árna R. Árnasonar starfa að jafnaði 5—7 manns í fullu starfi. Árni sagöi að allveruleg breyting hefði átt sér stað á síðasta ára- tugnum í sambandi við bók- hald, auknar kröfur væru sífellt gerðar um meiri og nákvæmari bókhaldsvinnu og nú væru ákvæði aö taka gildi um tekju- og eignaskatt sem myndu enn auka kröfur um nákvæmari ársreikninga og meiri sundur- liðun, ný lög sem gilda um hlutafélög heföu einnig haft í för með sér auknar kröfur. Þá mætti ekki gleyma kröfum frá ýmsum öðrum aðilum um aukna skýrslugeró og upplýs- ingagögn, svo sem bönkum og hagsmunaaðilum atvinnurek- enda. Þróunin hefur verið sú aó sífellt er krafist meiri vinnu af fyrirtækjum og bókhalds- kostnaður er nú orðinn veru- lega hærri en hann var t.d. fyrir 10 árum síðan. Sem dæmi um þetta nefndi Árni að vinnan við að gera söluskattsskýrslu fyrir matvöruverzlun heföi fjórfald- ast á 5 árum. Nú væri því komið að því aö tölvur hlytu að taka viö í aukn- um mæli, enda hefði verð á tölvubúnaði fariö hraólækk- andi á sama tíma og bókhalds- vinna hefur stóraukist. Heilsubrauðið: tilraunir með samsetningu og framleiðslu í samráði við sér- fræðinga á vegum Háskólans á sínum tíma. Ragnar segir að þetta sé sannkallað heilsubrauð, — það sé mjög ríkt af trefjaefni sem sé nauösynlegt hverjum manni. Auk þess sé heilsu- brauöið laust við sykur þótt þaö sé sætt á bragðið og því óhætt fyrir sykursjúka að borða það og reyndar alla aðra sem einhverra hluta vegna þurfa að neita sér um venjulegt brauð. Þegar heilsubrauðið kom fyrst á markaðinn árið 1974 var það fyrsta niðursneidda brauöið sem selt var í plastum- búöum og Ragnar fylgdi því úr hjá Ragnarsbakaríi „Daglegt brauð” Ragnar Eðvaldsson bakara- meistari í Keflavík er einn þeirra iðnrekenda sem þorir að fara ótroðnar slóðir. Hann stofnaði Ragnarsbakarí árið 1964 og hefur verið að byggja það fyrirtæki upp jöfnum skrefum allar götur síðan. Ragnar rekur nú kökugerð á Hringbrautinni og brauðgerð að Hátúni 36, en brauðgerðina setti hann á laggirnar árið 1971. Sú framleiðsla Ragnars sem flestir landsmenn þekkja eru heilsubrauðin, en það er brauð úr grófu korni sem Ragnar hefur þróað upp og eyddi í það heilu ári að gera hlaði með kröftugum sjón- varpsauglýsingum, sem hann telur að hafi reyndar veriö brauðauglýsingar fyrir alla bakara á íslandi. Til gamans nefndi Ragnar að í auglýsing- unum hefði verið heitið 50 þúsund króna verðlaunum til þess sem keypti 100 þúsund- asta heilsubrauðið og það hefði tekið rúmt ár að framleiða þaó magn. Síðan hefur salan á heilsu- brauðinu verið að aukast jafnt og þétt. Nú eru framleidd hjá Ragn- arsbakaríi um 1000 brauð á dag þannig að 100 þúsund brauð eru framleidd að meðal- tali á hverju þriggja mánaóa tímabili. Vísitölubrauðin hafa engan tilgang Ragnar sagði aö nú væru heilsubrauðin lítið dýrari en vísitölubrauð, sem svo eru kölluð vegna verölagsákvæöa. Afturámóti væri notaö sætefni í heilsubrauðin sem kallaðist Sorbitol og þótt það hefði upp- haflega verið 10 sinnum dýrara en sykur heföi tekist að halda verði brauðanna niöri vegna þess að kostir fjöldaframleiðsl- unnar hefðu fengið að njóta sín, þannig leiddi hagræðing í iönaði til lægra vöruverðs fyrir neytendur og jafnvel enn betri vöru. Heilsubrauðin seljast nú í flestum verzlunum á Reykja- nessvæðinu og þar meó talin Reykjavík og vinsældir þeirra hafa orðið öðrum bökurum hvatning til þess að auka úrval brauða úr grófu korni. Nú um þessar mundir er Ragnarsbakarí að setja á markaðinn nýja tegund um- búða fyrir kringlur, en það er sérstaklega hannaður pappa- kassi sem gerir það aö verkum að kringlurnar geymast mun betur og auðveldara er að koma þeim fyrir í hillum. Ragn- ar sagðist hafa reiknað það út að með þessum nýju umbúðum fengist t.d. um 30% betri nýting á hillurými í verzlunum. Nú starfa 35 manns hjá fyrirtæk- inu. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.