Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 39
helmingi sérleyfisgjalds til niðurgreiðslu byggingar- kostnaðar. Eins og getið hefur verið hér að framan er nú þegar orðin viss samhæfing í fólksflutningum milli bifreiða og flugvéla og má þar nefna t.d. Egilsstaði þar sem almenningsbifreiðar aka frá flugvellinum niöur á firð- ina í næsta nágrenni Egilsstaða. Þannig má hugsa sér að í vissum byggðarlögum sé flugstöðvarbygging jafnframt aðalflutningamiðstöð héraðsins. Þar hefðu almenningsbifreiðar fasta viðkomu og þangað mætti skila og sækja varning sem vöruflutningabifreiðar flyttu. En þetta á þó aöeins við í undantekningartil- fellum þar sem flugvellir eru nær ætíð staðsettir utan þéttbýlis og er það af ýmsum ástæðum. Þó eru undantekningar hér á, eins og t.d. á við um Reykjavíkurflugvöll. Slíkar flutningamiðstöðvar, sem hér um ræöir, eiga best við í þéttbýli sem jafnframt er á krossgötum. Það verður að vera sem aðgengilegast fyrir allan almenning að komast til þeirra og frá þeim jafnframt því aö er þeim er valinn staður verður að hafa í huga öll þau samgöngutæki sem myndu hafa not af þeim. Séu dæmi tekin frá Borgarnesi og Selfossi verður að teljast eðlilegt aö flutningamiðstöðvar þar miðist fyrst og fremst við bifreiðaumferð. Gera verður ráð fyrir geymslum fyrir vörur og allri þjónustu fyrir far- þega. í stærri kaupstöðum, eins og t.d. Húsavík, er eðli- legt aö aðstaða sé fyrir farþega- og vöruflutninga með bifreiðum og flugvélum auk þess sem til greina kæmi að Skipaútgerð ríkisins hefði einhverja aðstöðu t.d. til að taka við smærri sendingum (stykkjavörur). Frá flutningamiðstöð á Húsavík þyrfti að ganga almenn- ingsbifreið á flugvöllinn í Aðaldal, í tengslum við áætlunarflug þar, jafnframt því að í flutningamið- stöðinni væri hægt að kaupa farmiða með flugvélum og fá alla almenna þjónustu sem tíðkast á flugaf- greiðslum. Jafnframt ætti þar að vera almenn af- greiðsla almenningsbifreiða og vöruflutningabif- reiða. Á öðrum stöðum væri rétt að leggja áherslu á tengsl bifreiða og skipa og má þar nefna Akranes og Þor- lákshöfn af ástæðum sem áður eru raktar. Ennfremur mætti nefna að aðstæður geta hagað því svo að rétt væri að tvískipta áóurnefndu fyrir- komulagi þannig að vöruafgreiðsla og farþegaaf- greiðsla væru ekki saman. I því tilefni má t.d. nefna ísafjörð. Þar væri ef til vill hentugast að hafa vöruaf- greiðslu fyrir skip, flugvélar og flutningabifreiðar að- skildar frá farþegaafgreiðslu flugvéla og bifreiða. Eins og sjá má af framansögðu er ekki til nein ein lausn á þessu. Taka veröur tillit til aðstæðna á hverj- um stað og haga tilhögun eftir því. Nú vaknar sú spurning hver eigi að eiga frumkvæði að því aö reisa slíkar flutningamiðstöðvar og hver eigi að reka þær. Hér verður ekki reynt að gefa svar við þeirri spurningu en bent á áðurgreind lög um af- greiðslustöðvar áætlunarbifreiða sem vísbendingu. Þessi lög þurfa þó endurskoðunar við og er ákvörðun þar um stjórnmálalegs eðlis. Samt sem áður veröur að teljast eðlilegt að hér verói um einhvers konar samvinnu að ræða og ríki, sveitarfélög eða einstakl- ingar hafi eða geti haft frumkvæðið. Niðurstaða máls míns er því sú að ef samgöngu- þjónustan og samgöngukerfið eigi að sinna hlutverki sínu gagnvart vipskiptum á fullkominn og öruggan hátt þurfi eftirfarandi aö koma til: • Samhæfa þarf og endurskipuleggja alla þætti samgönguþjónustunnar þannig að vöru- og fólksflutningar geti farið fram viðstöðulaust enda þótt skipta þurfi um flutningatæki. • Byggja þarf flutningamiðstöðvar á nokkrum stöðum á landinu samkvæmt nánari athugun hverju sinni. • Bæta þarf sjálft samgöngukerfið með vega- og hafnarbótum þannig að hægt sé að nýta nútíma fiutningatækni. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.