Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.02.1980, Blaðsíða 23
Á Verzlunarskóli Islands að leggja megináherzlu á að þjálfa nemendur til algengra starfa í verzlunum og á skrifstofum í stað þess að gera almennt framhaldsnám með stúdentspróf að mark- miði að höfuðatriði í starfi sínu? Fyrir nokkru kom hópur manna saman í húsakynnum skólans til að meta gildi Verzlunarskóla- námsins fyrir fyrirtækin í verzlunargreinum. greinar í skólanum. Hins vegar væri mjög erfitt að byggja upp starfsþjálfun, því aö nemendur skólans hefðu ekki valið sér ákveðið starfssvið. Þeir vildu fyrst og fremst almenna menntun. Það væri Ijóst, að meirihluti þeirra, sem við verzlun starfaði, kæmi úr öðrum skólum en Verzlunarskólanum. Hugur nem- enda hans stefndi að stúdentsprófi og háskólanámi. „Hvaða nemandi í 3. bekk hefur áhuga á fatafræði, ef hann ætlar sér að stunda laganám í Háskólanum?" spuröi Valdimar. Skólinn lagaöi sig eftir óskum nem- enda. Sérsviðsnám ætti fyrst og fremst að miðast við þarfir starfandi fólks í verzluninni. Guðlaugur Bergmann taldi ærið tilefni til að taka stefnu og markmið Verzlunarskólans rækilega til endurskoðunar, ef það væri útbreidd skoðun að undirbúningur undir verzlunarprófið væri talinn einskis viröi. Þá fjallaði Guðlaugur um starfskynn- ingu. Hún hefði verið við lýði, þegar hann gekk í Verzlunarskólann og komu þá fulltrúar úr viðkomandi starfsgreinum í heimsókn í skólann. Einnig væri ástæða til að nemendur heimsæktu fyrirtæki og kynntust þannig störfum, sem þar eru unnin. Markús Örn Antonsson, ritstjóri Frjálsrar verzlunar, geröi almennt að umtali ólíkt lakari þjónustu og við- mót, sem menn mættu í íslenzkum verzlunum og þjónustufyrirtækjum en erlendis, eins og til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem megináherzla væri lögð á að innprenta starfsfólki fágaða framkomu og lipurð við viðskiptavinina. Þessu atriði væri stórlega ábótavant hérlendis. Hann varpaði fram þeirri spurningu, hvort Verzlunarskólinn gæti ekki fundið sér afmarkaðri sérsvið til að leggja áherzlu á fyrir þá sem ekki leggja fyrir sig hin almennari störf og ekki hyggja á lang- skólanám. Taldi hann ekki ólíklegt að slíkt sérnám hlyti fljótlega viðurkenningu með því að forráðamenn fyrirtækja leituðu sérstaklega eftir starfskröftum, sem það hefðu stundað. Einnig taldi hann vélritun og al- menn skrifstofustörf vera sérsviö, sem Verzlunar- skólinn gæti einbeitt sér að. Hann spurði, hvaða skólastofnanir sendu frá sér fólk, sem fyllilega væri hægt að treysta í vandasamari ritarastörfum, hvar saman færi ítarleg kennsla í vélritun og tungumálum þannig að hægt væri að treysta fólki og komast hjá því að lesa yfir einföld sendibréf margsinnis til leiðrétt- 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.